Innlent

Flokkur fólksins í gríðar­legri sókn í Norðvesturkjördæmi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Það er mikil stemning hjá Flokki fólksins
Það er mikil stemning hjá Flokki fólksins vísir/vilhelm

Sjálfstæðisflokkurinn er með 20,2 prósent atkvæða í Norðvesturkjördæmi þegar 5.719 atkvæði hafa verið talin. Nú eru fyrstu tölur komnar í öllum kjördæmum.

Samfylking er mað 17,7 prósent, Flokkur fólksins 16,3 prósent, 14,3 prósent, Viðreisn 13,5 prósent og Framsókn með 10,6 prósent. Aðrir flokkar eru með vel undir fimm prósent atkvæða.

Aðeins sjö þingmenn eru í kjördæminu og allir flokkar sem eru með meira en fimm prósent atkvæða fá einn þingmann, fyrir utan Flokk fólksins sem fær jöfnunarþingmann og þar með tvo þingmenn. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, er þannig inni fyrir Flokk fólksins sem stendur.

Talin hafa verið 5.719 atkvæði af 22.348 sem eru á kjörskrá:

  • Stefán Vagn Stefánsson, Framsókn
  • María Rut Kristinsdóttir, Viðreisn
  • Ólafur Adolfsson, Sjálfstæðisflokki
  • Eyjólfur Ármansson, Flokkur fólksins
  • Lilja Rafney Magnúsdóttir, Flokkur fólksins
  • Ingibjörg Þórðardóttir, Miðflokkur
  • Arna Lára Jónsdóttir, Samfylkingin



Fleiri fréttir

Sjá meira


×