Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. desember 2024 10:37 Ásthildur Lóa Þórsdóttir er himinlifandi yfir niðurstöðunum. Vísir/Arnar Oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi segist orðlaus yfir sigri flokksins í kjördæminu. Hún segir baráttu flokksins með þeim sem verst eru staddir og gegn óréttlæti hafa skilað þeim góðum árangri. Ásthildur Lóa Þórsdóttir er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis en eftir lokatölur liggur fyrir að Flokkur fólksins hlaut flest atkvæði í kjördæminu eða 20 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 19,6 prósent og Samfylkingin 17,3 prósent. Þegar blaðamaður hringdi í Ásthildi í von um viðbrögð við lokatölunum í Suðurkjördæmi gerðist hann svo heppinn að fá að segja henni tíðindin. „Vá, er ég fyrsti þingmaður kjördæmisins? Ómægod!“ Ásthildur sagðist orðlaus yfir niðurstöðunum. „Þetta er stórkostlegt, algjörlega meiri háttar að Flokkur fólksins sé stærsti flokkurinn í Suðurkjördæmi.“ Í Alþingiskosningunum 2021 var Ásthildur kjörin þriðji þingmaður Suðurkjördæmis. Í kosningunum 2017 var Karl Gauti Hjaltason, þá efstur á lista flokksins í Suðurkjördæmi, kjörinn áttundi þingmaður flokksins í kjördæminu. Flokkurinn haldið fast í sín málefni Flokkur Fólksins bætir við sig þingmanni að þessu sinni, en Sigurður Helgi Pálmason nær að auki inn. „Það sem er svolítið sérstakt við Flokk fólksins er að við erum aldrei að draga neinar kanínur fram úr hattinum. Við erum alltaf að berjast fyrir því sama, við berjumst fyrir þeim sem eru verst staddir og við berjumst gegn óréttlæti,“ segir Ásthildur. Hún kunni enga aðra skýringu á velgengni flokksins í Suðurkjördæmi. „Þetta eru málefnin sem við stöndum fyrir, við erum búin að vera svakalega dugleg og höfum aldrei gefið eftir og aldrei kvikað. Við bjuggum ekki til nein ný kosningamál. Við erum erum bara að berjast fyrir sömu málunum.“ Enn berast tölur úr kjördæmunum og ný tíðindi úr kosningabaráttunni. Nýjustu vendingar má nálgast í kosningavaktinni hér að neðan. Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Suðurkjördæmi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis en eftir lokatölur liggur fyrir að Flokkur fólksins hlaut flest atkvæði í kjördæminu eða 20 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 19,6 prósent og Samfylkingin 17,3 prósent. Þegar blaðamaður hringdi í Ásthildi í von um viðbrögð við lokatölunum í Suðurkjördæmi gerðist hann svo heppinn að fá að segja henni tíðindin. „Vá, er ég fyrsti þingmaður kjördæmisins? Ómægod!“ Ásthildur sagðist orðlaus yfir niðurstöðunum. „Þetta er stórkostlegt, algjörlega meiri háttar að Flokkur fólksins sé stærsti flokkurinn í Suðurkjördæmi.“ Í Alþingiskosningunum 2021 var Ásthildur kjörin þriðji þingmaður Suðurkjördæmis. Í kosningunum 2017 var Karl Gauti Hjaltason, þá efstur á lista flokksins í Suðurkjördæmi, kjörinn áttundi þingmaður flokksins í kjördæminu. Flokkurinn haldið fast í sín málefni Flokkur Fólksins bætir við sig þingmanni að þessu sinni, en Sigurður Helgi Pálmason nær að auki inn. „Það sem er svolítið sérstakt við Flokk fólksins er að við erum aldrei að draga neinar kanínur fram úr hattinum. Við erum alltaf að berjast fyrir því sama, við berjumst fyrir þeim sem eru verst staddir og við berjumst gegn óréttlæti,“ segir Ásthildur. Hún kunni enga aðra skýringu á velgengni flokksins í Suðurkjördæmi. „Þetta eru málefnin sem við stöndum fyrir, við erum búin að vera svakalega dugleg og höfum aldrei gefið eftir og aldrei kvikað. Við bjuggum ekki til nein ný kosningamál. Við erum erum bara að berjast fyrir sömu málunum.“ Enn berast tölur úr kjördæmunum og ný tíðindi úr kosningabaráttunni. Nýjustu vendingar má nálgast í kosningavaktinni hér að neðan.
Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Suðurkjördæmi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira