Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2024 10:01 Mikel Arteta er farinn að hafa áhrif á reglur fótboltans án þess að ætla sér það. Getty/Rob Newell Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal. hefur kannski haft meiri áhrif á fótboltareglurnar heldur en margan grunar. IFAB, Alþjóða fótboltaráðið, hefur nefnilega ákveðið að breyta reglum sínum vegna atviks í Evrópuleik Arsenal á dögunum. Arteta slapp þá við rautt spjald þegar hann fór inn á völlinn og tók upp boltann. Atvikið varð í Meistaradeildarleik Arsenal og Internazionale Milan. ESPN segir frá. Matteo Darmian, varnarmaður Internazionale, ætlaði að taka boltann sem var á leiðinni út af í innkast. Arteta tók boltann upp áður en hann var kominn út af vellinum. Istvan Kovacs dómari ákvað að sýna Arteta gula spjaldið en samkvæmt reglunum þá átti knattspyrnustjóri Arsenal að fá þarna rautt spjald. Fyrr á þessu ári þá fengu bæði Carlos Corberán, stjóri West Bromwich Albion, og Derek McInnes, stjóri Kilmarnock, rautt spjald við svipaðar kringumstæður. Alþjóða fótboltaráðið, IFAB, fundaði í vikunni og ákvað að breyta reglunum. Þeim fannst rauða spjaldið of harður dómur og hér eftir verður þetta aðeins gult spjald. Það fylgir þó sögunni að ef knattspyrnustjórinn er bara að reyna að flýta fyrir gangi leiksins þá sé það gult spjald en ef hann sé að reyna að stöðva leik mótherjans þá sé það áfram rautt spjald. Það á þó eftir að samþykkja þessa breytingu formlega og það gerist á ársfundi IFAB 1. mars næstkomandi. Breytingin mun því ekki taka gildi fyrr en næsta sumar í fyrsta lagi. Það verður líka gerð breyting á dómarakastinu. Ef sending er augljóslega á leiðinni út af vellinum eða til andstæðings þegar boltinn fer í dómarann þá fær mótherjinn boltann en ekki liðið sem átti sendinguna eins og það er í dag. Full story: https://t.co/pkKGADMY10— SPORTbible (@sportbible) December 3, 2024 Enski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Sjá meira
Arteta slapp þá við rautt spjald þegar hann fór inn á völlinn og tók upp boltann. Atvikið varð í Meistaradeildarleik Arsenal og Internazionale Milan. ESPN segir frá. Matteo Darmian, varnarmaður Internazionale, ætlaði að taka boltann sem var á leiðinni út af í innkast. Arteta tók boltann upp áður en hann var kominn út af vellinum. Istvan Kovacs dómari ákvað að sýna Arteta gula spjaldið en samkvæmt reglunum þá átti knattspyrnustjóri Arsenal að fá þarna rautt spjald. Fyrr á þessu ári þá fengu bæði Carlos Corberán, stjóri West Bromwich Albion, og Derek McInnes, stjóri Kilmarnock, rautt spjald við svipaðar kringumstæður. Alþjóða fótboltaráðið, IFAB, fundaði í vikunni og ákvað að breyta reglunum. Þeim fannst rauða spjaldið of harður dómur og hér eftir verður þetta aðeins gult spjald. Það fylgir þó sögunni að ef knattspyrnustjórinn er bara að reyna að flýta fyrir gangi leiksins þá sé það gult spjald en ef hann sé að reyna að stöðva leik mótherjans þá sé það áfram rautt spjald. Það á þó eftir að samþykkja þessa breytingu formlega og það gerist á ársfundi IFAB 1. mars næstkomandi. Breytingin mun því ekki taka gildi fyrr en næsta sumar í fyrsta lagi. Það verður líka gerð breyting á dómarakastinu. Ef sending er augljóslega á leiðinni út af vellinum eða til andstæðings þegar boltinn fer í dómarann þá fær mótherjinn boltann en ekki liðið sem átti sendinguna eins og það er í dag. Full story: https://t.co/pkKGADMY10— SPORTbible (@sportbible) December 3, 2024
Enski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Sjá meira