Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2024 10:31 Remco Evenepoel brotnaði á mörgum stöðum í árekstrinum við póstbílinn. Getty/Sara Cavallini Belgíski Ólympíumeistarinn Remco Evenepoel átti ekki góðan æfingadag í gær og það er ljóst að frábært ár hans endar afar illa. Hjólreiðakappinn varð fyrir því óláni að klessa á póstbíl í gær þar sem hann var að hjóla í bænum Oetingen. Belgíska blaðið Het Laatste Nieuws segir frá óförum Ólympíumeistarans og að hann hafi í framhaldinu verið fluttur á sjúkrahús. Patrick, faðir Evenepoel, staðfesti að sonur sinn hafi verið fluttur á sjúkrahúsið. „Hann fór á Erasmus sjúkrahúsið í Anderlecht. Við verðum síðan að sjá hvernig þetta lítur út. Ég er á leiðinni á sjúkrahúsið sjálfur,“ sagði Patrick við Het Laatste Nieuws. Seinna kom fréttatilkynning um að Evenepoel væri brotinn á mörgum stöðum. Hann rifbeinsbrotnaði, braut annað herðablaðið og hægri handlegg. Hann verður því lengi frá keppni. Het Laatste Nieuws sýndi myndir frá slysstaðnum. Þar situr Remco Evenepoel með teppi vafið um sig. Hjól hans liggur á jörðinni og er augljóslega beyglað. Samkvæmt upplýsingum blaðsins þá gat hjólreiðakappinn ekki stoppað sig þegar póstmaðurinn opnaði skyndilega hurðina á bílnum sínum. Þetta er annars búið að vera frábært ár hjá hinum 24 ára gamla Remco Evenepoel. Hann varð heimsmeistari í tímatöku í september og vann tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikunum í París. Remco Evenepoel has been reportedly hospitalised after colliding with a postal vehicle during a training ride. 📸 Glenn Verlaecke & Nieuwsblad pic.twitter.com/8DeWuYMg7a— Eurosport (@eurosport) December 3, 2024 Hjólreiðar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
Hjólreiðakappinn varð fyrir því óláni að klessa á póstbíl í gær þar sem hann var að hjóla í bænum Oetingen. Belgíska blaðið Het Laatste Nieuws segir frá óförum Ólympíumeistarans og að hann hafi í framhaldinu verið fluttur á sjúkrahús. Patrick, faðir Evenepoel, staðfesti að sonur sinn hafi verið fluttur á sjúkrahúsið. „Hann fór á Erasmus sjúkrahúsið í Anderlecht. Við verðum síðan að sjá hvernig þetta lítur út. Ég er á leiðinni á sjúkrahúsið sjálfur,“ sagði Patrick við Het Laatste Nieuws. Seinna kom fréttatilkynning um að Evenepoel væri brotinn á mörgum stöðum. Hann rifbeinsbrotnaði, braut annað herðablaðið og hægri handlegg. Hann verður því lengi frá keppni. Het Laatste Nieuws sýndi myndir frá slysstaðnum. Þar situr Remco Evenepoel með teppi vafið um sig. Hjól hans liggur á jörðinni og er augljóslega beyglað. Samkvæmt upplýsingum blaðsins þá gat hjólreiðakappinn ekki stoppað sig þegar póstmaðurinn opnaði skyndilega hurðina á bílnum sínum. Þetta er annars búið að vera frábært ár hjá hinum 24 ára gamla Remco Evenepoel. Hann varð heimsmeistari í tímatöku í september og vann tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikunum í París. Remco Evenepoel has been reportedly hospitalised after colliding with a postal vehicle during a training ride. 📸 Glenn Verlaecke & Nieuwsblad pic.twitter.com/8DeWuYMg7a— Eurosport (@eurosport) December 3, 2024
Hjólreiðar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira