Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Sindri Sverrisson skrifar 4. desember 2024 11:00 Lucy Bronze var tilbúin að koma inn á en svo mátti hún það ekki. Getty/Carl Recine Einhver hefur gert afar pínleg mistök sem bitnuðu á Lucy Bronze og enska landsliðinu í fótbolta í gærkvöld, í vináttulandsleik við Sviss á Bramall Lane í Sheffield. Bronze, sem er einn besti varnarmaður heims, var búin að gera sig klára í að koma inn á sem varamaður þegar um tíu mínútur voru til leiksloka. Þessi 33 ára bakvörður var komin úr upphitunarfötunum og tilbúin á hliðarlínunni en svo kom í ljós að hún mætti ekki spila. Í staðinn kom Jess Carter inn á, og Bronze þarf að bíða eftir því að spila sinn 128. landsleik. „Já, það kom í ljós þarna að hún var ekki á listanum,“ sagði Sarina Wiegman, þjálfari enska landsliðsins, við ITV Sport. „Það voru sem sagt gerð mistök, óheppileg mannleg mistök, og þau komu í ljós þarna,“ sagði Wiegman. This was bizarre! Sarina Wiegman tried to bring on Lucy Bronze, but an admin error meant she wasn't named on the team sheet 😲#BBCFootball #Lionesses pic.twitter.com/O8cKtG5hin— Match of the Day (@BBCMOTD) December 4, 2024 „Við vildum samt að hún fengi að koma inn á en því miður var það ekki hægt svo þetta var mjög svekkjandi – auðvitað mest fyrir hana sjálfa – en við gátum engu breytt,“ sagði Wiegman. Þessi furðulegu mistök komu ekki í veg fyrir sigur Englands, 1-0, með marki frá Grace Clinton. Áður hafði England gert markalaust jafntefli við Bandaríkin. Enska landsliðið undirbýr sig líkt og það íslenska fyrir Evrópumótið í Sviss næsta sumar, þar sem England hefur titil að verja. Fótbolti Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira
Bronze, sem er einn besti varnarmaður heims, var búin að gera sig klára í að koma inn á sem varamaður þegar um tíu mínútur voru til leiksloka. Þessi 33 ára bakvörður var komin úr upphitunarfötunum og tilbúin á hliðarlínunni en svo kom í ljós að hún mætti ekki spila. Í staðinn kom Jess Carter inn á, og Bronze þarf að bíða eftir því að spila sinn 128. landsleik. „Já, það kom í ljós þarna að hún var ekki á listanum,“ sagði Sarina Wiegman, þjálfari enska landsliðsins, við ITV Sport. „Það voru sem sagt gerð mistök, óheppileg mannleg mistök, og þau komu í ljós þarna,“ sagði Wiegman. This was bizarre! Sarina Wiegman tried to bring on Lucy Bronze, but an admin error meant she wasn't named on the team sheet 😲#BBCFootball #Lionesses pic.twitter.com/O8cKtG5hin— Match of the Day (@BBCMOTD) December 4, 2024 „Við vildum samt að hún fengi að koma inn á en því miður var það ekki hægt svo þetta var mjög svekkjandi – auðvitað mest fyrir hana sjálfa – en við gátum engu breytt,“ sagði Wiegman. Þessi furðulegu mistök komu ekki í veg fyrir sigur Englands, 1-0, með marki frá Grace Clinton. Áður hafði England gert markalaust jafntefli við Bandaríkin. Enska landsliðið undirbýr sig líkt og það íslenska fyrir Evrópumótið í Sviss næsta sumar, þar sem England hefur titil að verja.
Fótbolti Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Fleiri fréttir „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Sjá meira