Taka sér hlé hvort frá öðru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. desember 2024 10:52 Barry Keoghan og Sabrina Carpenter saman á rauða dreglinum á Met Gala í maí. Kevin Mazur/MG24/Getty Images Bandaríska söngkonan Sabrina Carpenter og írski leikarinn Barry Keoghan hafa ákveðið að taka sér hlé hvort frá öðru. Þau hafa verið að stinga saman nefjum í tæpt ár. Þetta kemur fram í umfjöllun People. Þar er haft eftir ónefndum vini þeirra að þau hafi ákveðið að kalla þetta gott en þau sáust fyrst saman á stefnumóti í desember í fyrra. „Þau eru bæði ung og að einbeita sér að sínum ferli, þannig þau hafa ákveðið að taka sér hlé frá sambandinu,“ segir vinurinn. Ofurparið kynntist fyrst í september í fyrra í tískuviku í París þar sem þau mættu bæði á sýningu Givenchy tískuhússins. Þau hafa síðan reglulega sést saman og verið dugleg að tjá sig um hvort annað á samfélagsmiðlum og í kjötheimum. Þannig mætti Írinn á Coachella þar sem hans kona var að spila og gegndi síðar aðalhlutverki í tónlistarmyndbandi hennar við lagið Please Please Please sem kom út í júní. Valdi Keoghan því hann sat við hliðina á henni Carpenter hefur áður tjáð sig um veru leikarans þar og sagt að hún hafi verið að velta fyrir sér hvaða stórleikara hún gæti fengið í myndbandið. Það hafi verið einfaldast að velja Keoghan þar sem hann hafi setið við hliðina á henni þegar hún var að velta þessu fyrir sér. Hún hafi lagt þetta til og hann slegið til. Keoghan hefur síðar hrósað henni í hástert á opinberum vettvangi. Þannig ræddi hann í hlaðvarpsþætti í nóvember að hann væri stoltur af Carpenter eftir að hún var tilnefnd til sex verðlauna. Þá sagðist hann þurfa að drífa sig í símann til að ná á hana. „Ég veit ekki um neinn sem leggur harðar að sér. Maður er kjaftstopp þegar maður fylgist með henni vinna og þeim viðmiðum sem hún setur sér. Sérstaklega í þessu tónlistarmyndbandi, hún bara er með þessa sýn. Hún veit hvað hún vill.“ Hollywood Ástin og lífið Mest lesið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun People. Þar er haft eftir ónefndum vini þeirra að þau hafi ákveðið að kalla þetta gott en þau sáust fyrst saman á stefnumóti í desember í fyrra. „Þau eru bæði ung og að einbeita sér að sínum ferli, þannig þau hafa ákveðið að taka sér hlé frá sambandinu,“ segir vinurinn. Ofurparið kynntist fyrst í september í fyrra í tískuviku í París þar sem þau mættu bæði á sýningu Givenchy tískuhússins. Þau hafa síðan reglulega sést saman og verið dugleg að tjá sig um hvort annað á samfélagsmiðlum og í kjötheimum. Þannig mætti Írinn á Coachella þar sem hans kona var að spila og gegndi síðar aðalhlutverki í tónlistarmyndbandi hennar við lagið Please Please Please sem kom út í júní. Valdi Keoghan því hann sat við hliðina á henni Carpenter hefur áður tjáð sig um veru leikarans þar og sagt að hún hafi verið að velta fyrir sér hvaða stórleikara hún gæti fengið í myndbandið. Það hafi verið einfaldast að velja Keoghan þar sem hann hafi setið við hliðina á henni þegar hún var að velta þessu fyrir sér. Hún hafi lagt þetta til og hann slegið til. Keoghan hefur síðar hrósað henni í hástert á opinberum vettvangi. Þannig ræddi hann í hlaðvarpsþætti í nóvember að hann væri stoltur af Carpenter eftir að hún var tilnefnd til sex verðlauna. Þá sagðist hann þurfa að drífa sig í símann til að ná á hana. „Ég veit ekki um neinn sem leggur harðar að sér. Maður er kjaftstopp þegar maður fylgist með henni vinna og þeim viðmiðum sem hún setur sér. Sérstaklega í þessu tónlistarmyndbandi, hún bara er með þessa sýn. Hún veit hvað hún vill.“
Hollywood Ástin og lífið Mest lesið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Sjá meira