Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Aron Guðmundsson skrifar 4. desember 2024 12:31 Leikmenn Manchester United fyrir leik á síðasta tímabili í svipuðum jakka og er nú ljóst að þeir munu ekki klæðast Vísir/Getty Hætt var við að láta leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United klæðast jakka framleiddan af Adidas, til stuðnings baráttu hinsegin fólks, fyrir leik gegn Everton um nýliðna helgi eftir að einn leikmaður liðsins neitaði að taka þátt. Ekki eru allir á eitt sáttir með þá ákvörðun í leikmannahópi liðsins. Það er The Athletic sem greinir frá núna í morgun en umræddur leikmaður sem neitaði að klæðast jakkanum var varnarmaðurinn Noussair Mazraoui sem gekk til liðs við félagið frá Bayern Munchen fyrir yfirstandandi tímabil. Mazraoui sagðist ekki vilja taka þátt í því sem átti að vera sameiginleg stuðningsyfirlýsing leikmanna Manchester United við baráttu hinsegin fólks, sökum þess að hann sé múslimi. Noussair Mazraoui í leik með Manchester UnitedVísir/Getty Undanfarin tvö tímabil hafa leikmenn Manchester United klæðst svipuðum jakka fyrir leik í ensku úrvalsdeildinni. Sökum þess að Mazraoui vildi ekki klæðast jakkanum var ákveðið hætta við framtakið svo að marokkóski landsliðsmaðurinn yrði ekki eini leikmaður liðsins til þess að klæðast ekki jakkanum. The Athletic hefur fyrir því heimildir að ekki séu allir á eitt sáttir með þá ákvörðun að klæðast ekki umræddum jökkum. Í yfirlýsingu sem að Manchester United sendi The Athletic segir að félagið taki vel á móti stuðningsfólki með alls konar bakgrunn. Þar með talið hinsegin fólk og að félagið leggi áherslu á fjölbreytileika og inngildingu í sínu starfi. Bruno Fernandes með regnbogalitað fyrirliðaband í leiknum gegn Everton um síðastliðna helgiVísir/Getty Enska úrvalsdeildin hefur undanfarin ár lagt mikið upp úr því að vera með sýnilegan stuðning við baráttu hinsegin fólks. Meðal annars með regnbogalituðum hornfánum, fyrirliðaböndum sem og skóreimum. Regnbogaborði á Old TraffordVísir/Getty Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að Mazraoui er gagnrýndur fyrir afstöðu sína gegn sýnilegum stuðningi við baráttu hinsegin fólks. Hann var gagnrýndur á sínum tíma sem leikmaður Bayern Munchen og létu stuðningsmenn félagsins útbúa borða þar sem á stóð: „Allir litir eru fallegir. Í Toulouse, Munchen og alls staðar. Sýndu gildum okkar virðingu Mazraoui.“ Enski boltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Sjá meira
Það er The Athletic sem greinir frá núna í morgun en umræddur leikmaður sem neitaði að klæðast jakkanum var varnarmaðurinn Noussair Mazraoui sem gekk til liðs við félagið frá Bayern Munchen fyrir yfirstandandi tímabil. Mazraoui sagðist ekki vilja taka þátt í því sem átti að vera sameiginleg stuðningsyfirlýsing leikmanna Manchester United við baráttu hinsegin fólks, sökum þess að hann sé múslimi. Noussair Mazraoui í leik með Manchester UnitedVísir/Getty Undanfarin tvö tímabil hafa leikmenn Manchester United klæðst svipuðum jakka fyrir leik í ensku úrvalsdeildinni. Sökum þess að Mazraoui vildi ekki klæðast jakkanum var ákveðið hætta við framtakið svo að marokkóski landsliðsmaðurinn yrði ekki eini leikmaður liðsins til þess að klæðast ekki jakkanum. The Athletic hefur fyrir því heimildir að ekki séu allir á eitt sáttir með þá ákvörðun að klæðast ekki umræddum jökkum. Í yfirlýsingu sem að Manchester United sendi The Athletic segir að félagið taki vel á móti stuðningsfólki með alls konar bakgrunn. Þar með talið hinsegin fólk og að félagið leggi áherslu á fjölbreytileika og inngildingu í sínu starfi. Bruno Fernandes með regnbogalitað fyrirliðaband í leiknum gegn Everton um síðastliðna helgiVísir/Getty Enska úrvalsdeildin hefur undanfarin ár lagt mikið upp úr því að vera með sýnilegan stuðning við baráttu hinsegin fólks. Meðal annars með regnbogalituðum hornfánum, fyrirliðaböndum sem og skóreimum. Regnbogaborði á Old TraffordVísir/Getty Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að Mazraoui er gagnrýndur fyrir afstöðu sína gegn sýnilegum stuðningi við baráttu hinsegin fólks. Hann var gagnrýndur á sínum tíma sem leikmaður Bayern Munchen og létu stuðningsmenn félagsins útbúa borða þar sem á stóð: „Allir litir eru fallegir. Í Toulouse, Munchen og alls staðar. Sýndu gildum okkar virðingu Mazraoui.“
Enski boltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Sjá meira