Loksins vann City

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Belgarnir Jérémy Doku og Kevin De Bruyne skoruðu báðir gegn Nottingham Forest.
Belgarnir Jérémy Doku og Kevin De Bruyne skoruðu báðir gegn Nottingham Forest. getty/Martin Rickett

Eftir sjö leiki án sigurs vann Manchester City loks þegar Nottingham Forets kom í heimsókn. Lokatölur 3-0, Englandsmeisturunum í vil.

Kevin De Bruyne var í byrjunarliði City í fyrsta sinn síðan 18. september og hann gerði gæfumuninn í kvöld.

Á 8. mínútu skoraði Bernardo Silva með skalla eftir skallasendingu De Bruynes. Belginn skoraði svo sjálfur á 31. mínútu.

Þriðja markið kom svo á 57. mínútu. Jérémy Doku skoraði þá með góðu skoti í fjærhornið.

Þetta var fyrsti sigur City síðan liðið vann Southampton, 1-0, 26. október. Meistararnir eru í 4. sæti deildarinnar en Forest í því sjötta.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira