Ásta Fanney til Feneyja Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. desember 2024 16:33 Ásta Fanney fer á Feneyjartvíæringinn fyrir Íslands hönd í ár. Vísir/Bjarni Ásta Fanney Sigurðardóttir verður fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum í myndlist árið 2026. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að Ásta sé einn af fremstu gjörningalistamönnum landsins og er þekkt fyrir að fara ótroðnar slóðir í list sinni. Ásamt því að fást við myndlist er hún einnig ljóðskáld og tónlistarkona og blandar saman listformum og ólíkum miðlum, þar má nefna meðal annars kvikmyndir, skúlptúra, hljóðinnsetningar og textaverk. Hún hefur sýnt og flutt verk sín á söfnum og hátíðum víða um heim meðal annars í Listasafni Reykjavíkur, Ars Longa, Onassis og MOT og var tilnefnd til Bernard-Heidsieck-Centre Pompidou verðlaunanna í Frakklandi árið 2021. Myndin er stilla úr kvikmyndinni Munnhola, obol ombla obla eftir Ástu Fanneyju Sigurðardóttur og var frumsýnd á Sequences hátíðinni 2021. Verk hennar einkennist af næmni og hráleika, þar sem kímni og alvara, hefð og framúrstefna fléttast saman í óræða heild sem umvefur á kunnuglegan en jafnframt framandi hátt og bendir á ný og óvænt sjónarhorn. Hún vinnur gjarnan með hverfulleika og orkusvið í tímatengdum verkum sem birtast og hverfa jafnóðum. Sjálf segist Ásta vera hafa verið himinlifandi þegar hún fékk þær fréttir að hún hafi orðið fyrir valinu. „Ég var alveg himinlifandi að fá fréttirnar. Mér líður svo vel með þetta allt saman, ég hugsa að ég fagni þessu í Pétursbúð og fái mér mandarínu eða kaffibolla. Svo leyfi ég bara innsæinu að ráða ferðinni, þetta þarf ekki að vera flókið. Einfaldleikinn er oft bestur.“ Ásta Fanney og Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.Vísir/Bjarni Tvíæringurinn í Feneyjum er einn mikilvægasti vettvangur samtímalistar á heimsvísu og það er mikill heiður fyrir þann íslenska myndlistarmann sem valinn er til þátttöku á tvíæringnum hverju sinni. Ísland hefur tekið þátt í Feneyjatvíæringnum frá árinu 1960. Myndlistarmiðstöð hefur umsjón með íslenska skálanum fyrir hönd Menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Menning Feneyjatvíæringurinn Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Sjá meira
Þar segir að Ásta sé einn af fremstu gjörningalistamönnum landsins og er þekkt fyrir að fara ótroðnar slóðir í list sinni. Ásamt því að fást við myndlist er hún einnig ljóðskáld og tónlistarkona og blandar saman listformum og ólíkum miðlum, þar má nefna meðal annars kvikmyndir, skúlptúra, hljóðinnsetningar og textaverk. Hún hefur sýnt og flutt verk sín á söfnum og hátíðum víða um heim meðal annars í Listasafni Reykjavíkur, Ars Longa, Onassis og MOT og var tilnefnd til Bernard-Heidsieck-Centre Pompidou verðlaunanna í Frakklandi árið 2021. Myndin er stilla úr kvikmyndinni Munnhola, obol ombla obla eftir Ástu Fanneyju Sigurðardóttur og var frumsýnd á Sequences hátíðinni 2021. Verk hennar einkennist af næmni og hráleika, þar sem kímni og alvara, hefð og framúrstefna fléttast saman í óræða heild sem umvefur á kunnuglegan en jafnframt framandi hátt og bendir á ný og óvænt sjónarhorn. Hún vinnur gjarnan með hverfulleika og orkusvið í tímatengdum verkum sem birtast og hverfa jafnóðum. Sjálf segist Ásta vera hafa verið himinlifandi þegar hún fékk þær fréttir að hún hafi orðið fyrir valinu. „Ég var alveg himinlifandi að fá fréttirnar. Mér líður svo vel með þetta allt saman, ég hugsa að ég fagni þessu í Pétursbúð og fái mér mandarínu eða kaffibolla. Svo leyfi ég bara innsæinu að ráða ferðinni, þetta þarf ekki að vera flókið. Einfaldleikinn er oft bestur.“ Ásta Fanney og Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.Vísir/Bjarni Tvíæringurinn í Feneyjum er einn mikilvægasti vettvangur samtímalistar á heimsvísu og það er mikill heiður fyrir þann íslenska myndlistarmann sem valinn er til þátttöku á tvíæringnum hverju sinni. Ísland hefur tekið þátt í Feneyjatvíæringnum frá árinu 1960. Myndlistarmiðstöð hefur umsjón með íslenska skálanum fyrir hönd Menningar- og viðskiptaráðuneytisins.
Menning Feneyjatvíæringurinn Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Fleiri fréttir Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Sjá meira