Fótbolti

Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Albert Guðmundsson lék í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Fiorentina síðan 20. október.
Albert Guðmundsson lék í kvöld sinn fyrsta leik fyrir Fiorentina síðan 20. október. getty/Andrea Staccioli

Eftir að hafa verið frá í nokkrar vikur vegna meiðsla sneri Albert Guðmundsson aftur í lið Fiorentina þegar liðið tapaði fyrir Empoli, 3-4, eftir vítaspyrnukeppni í ítölsku bikarkeppninni í kvöld. 

Albert kom inn á sem varamaður á 74. mínútu, fjórum mínútum eftir að Riccardo Sottil kom Fiorentina yfir. Aðeins mínútu eftir að Albert kom inn á jafnaði Sebastiano Esposito fyrir Empoli.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-2 og úrslitin réðust því í vítakeppni. Albert tók fyrstu spyrnu Fiorentina og skoraði úr henni. Christian Kouame og Danilo Cataldi skoruðu einnig úr sínum spyrnum fyrir Fiorentina en Luca Ranieri og Moise Kean brást bogalistin. Á meðan skoraði Empoli úr fjórum af fimm spyrnum sínum.

Annað Íslendingalið, Kortrijk, tapaði einnig í vítakeppni, 0-1 fyrir Antwerp, í belgísku bikarkeppninni.

Freyr Alexandersson er þjálfari Kortrijk en Patrik Sigurður Gunnarsson lék ekki með liðinu í kvöld.

Andri Lucas Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekknum þegar Gent tapaði fyrir Royale Union, 3-2, í belgíska bikarnum.

Sverrir Ingi Ingason lék ekki með Panathinaikos sem sigraði Atromitos, 1-2, í grísku bikarkeppninni. Hörður Björgvin Magnússon er enn frá vegna meiðsla hjá Panathinaikos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×