Ísland með eitt yngsta liðið í Evrópu Sindri Sverrisson skrifar 6. desember 2024 11:33 Orri Steinn Óskarsson er aðeins tvítugur en var markahæstur Íslands í Þjóðadeildinni í haust með þrjú mörk í sex leikjum. vísir/Hulda Margrét Meðalaldur leikmanna íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á þessu ári var einn sá lægsti hjá landsliðunum 54 í Evrópu. Þetta kemur fram í pistli CIES Football Observatory, rannsóknarhóps á vegum International Center for Sport Studies. Meðalaldur leikmanna Íslands í leikjunum árið 2024 var 26,10 ár og voru aðeins fimm landslið í Evrópu með lægri meðalaldur; Noregur (26,01), Úkraína (25,83), Eistland (25,82), Norður-Írland (24,39) og San Marínó (24,31). Meðalaldur landsliða í Evrópu með lægsta meðalaldurinn árið 2024. Ísland er í 6. sæti. Eins og sjá má spiluðu leikmenn á aldrinum 26-29 ára aðeins 14,3% mínútna íslenska liðsins.CIES Þrátt fyrir að vera með nokkra reynslubolta innanborðs, eins og fyrirliðann Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Ingva Traustason, keyrði Åge Hareide mikið á ungum leikmönnum og léku þeir Orri Steinn Óskarsson (2004 módel) og Andri Lucas Guðjohnson (2002) til að mynd saman í fremstu víglínu í fimm af sex leikjum í Þjóðadeildinni, Hákon Rafn Valdimarsson (2001) alla sex leikina í markinu og Valgeir Lunddal Friðriksson (2001) fimm leiki í bakverði. Fleiri leikmenn sem fæddir eru á þessari öld, eins og Ísak Bergmann Jóhannesson (2003) og Mikael Egill Ellertsson (2002), komu einnig talsvert við sögu. Auk leikjanna sex í Þjóðadeildinni lék Ísland vináttulandsleiki við England og Holland, EM-umspilsleiki við Ísrael og Úkraínu, og vináttulandsleiki við Gvatemala og Hondúras, á þessu ári. Með næstfæsta á aldrinum 26-29 ára Ef horft er til aldursbilsins 26-29 ára, þar sem fótboltamenn gætu verið upp á sitt besta, þá spiluðu leikmenn á þeim aldri aðeins 14,3% mínútna sem leikmenn íslenska liðsins spiluðu. Aðeins Armenía er þarna með lægra hlutfall, eða 6,8%, á meðan að hjá Serbíu og Slóvakíu spiluðu 26-29 ára leikmenn meira en helming spilaðra mínútna liðanna. Leikmenn á aldrinum 22-25 ára spiluðu 48,4% af leikjum íslenska liðsins á árinu, leikmenn 21 árs og yngri spiluðu 12,9% og leikmenn 30 ára og eldri spiluðu 24,4%. Andstæðingar Íslands í Þjóðadeildinni, Svartfellingar, reyndust með elsta landsliðið á þessu ár en meðalaldur leikmanna var 28,94 ár. Slóvakía (28,92) kom næst og Sviss (28,79) í 3. sæti. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Liverpool vann risaslaginn Fótbolti „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Sjá meira
Þetta kemur fram í pistli CIES Football Observatory, rannsóknarhóps á vegum International Center for Sport Studies. Meðalaldur leikmanna Íslands í leikjunum árið 2024 var 26,10 ár og voru aðeins fimm landslið í Evrópu með lægri meðalaldur; Noregur (26,01), Úkraína (25,83), Eistland (25,82), Norður-Írland (24,39) og San Marínó (24,31). Meðalaldur landsliða í Evrópu með lægsta meðalaldurinn árið 2024. Ísland er í 6. sæti. Eins og sjá má spiluðu leikmenn á aldrinum 26-29 ára aðeins 14,3% mínútna íslenska liðsins.CIES Þrátt fyrir að vera með nokkra reynslubolta innanborðs, eins og fyrirliðann Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Ingva Traustason, keyrði Åge Hareide mikið á ungum leikmönnum og léku þeir Orri Steinn Óskarsson (2004 módel) og Andri Lucas Guðjohnson (2002) til að mynd saman í fremstu víglínu í fimm af sex leikjum í Þjóðadeildinni, Hákon Rafn Valdimarsson (2001) alla sex leikina í markinu og Valgeir Lunddal Friðriksson (2001) fimm leiki í bakverði. Fleiri leikmenn sem fæddir eru á þessari öld, eins og Ísak Bergmann Jóhannesson (2003) og Mikael Egill Ellertsson (2002), komu einnig talsvert við sögu. Auk leikjanna sex í Þjóðadeildinni lék Ísland vináttulandsleiki við England og Holland, EM-umspilsleiki við Ísrael og Úkraínu, og vináttulandsleiki við Gvatemala og Hondúras, á þessu ári. Með næstfæsta á aldrinum 26-29 ára Ef horft er til aldursbilsins 26-29 ára, þar sem fótboltamenn gætu verið upp á sitt besta, þá spiluðu leikmenn á þeim aldri aðeins 14,3% mínútna sem leikmenn íslenska liðsins spiluðu. Aðeins Armenía er þarna með lægra hlutfall, eða 6,8%, á meðan að hjá Serbíu og Slóvakíu spiluðu 26-29 ára leikmenn meira en helming spilaðra mínútna liðanna. Leikmenn á aldrinum 22-25 ára spiluðu 48,4% af leikjum íslenska liðsins á árinu, leikmenn 21 árs og yngri spiluðu 12,9% og leikmenn 30 ára og eldri spiluðu 24,4%. Andstæðingar Íslands í Þjóðadeildinni, Svartfellingar, reyndust með elsta landsliðið á þessu ár en meðalaldur leikmanna var 28,94 ár. Slóvakía (28,92) kom næst og Sviss (28,79) í 3. sæti.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Liverpool vann risaslaginn Fótbolti „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Sjá meira