Formúla 1

McLaren langt komið með að tryggja sér heims­meistara­titil bílasmiða

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Oscar Piastri og Lando Norris, ökuþórar McLaren. 
Oscar Piastri og Lando Norris, ökuþórar McLaren. 

Lando Norris verður fyrstur af stað og liðsfélagi hans, Oscar Piastri, annar í síðasta kappakstsri tímabilsins í Formúlu 1 sem fer fram í Abú Dabí á morgun. McLaren er langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða.

McLaren er með 21 stiga forskot á Ferrari, sem á litla von á titlinum vegna þess að Charles Leclerc verður síðastur af stað. Carlos Sainz gerði mun betur og verður þriðji af stað, en Ferrari þarf á kraftaverki að halda til að toppa McLaren.

Max Verstappen virðist fullsaddur eftir að hafa fagnað fjórða heimsmeistaratitlinum í röð á dögunum. Tímatakan hjá Verstappen byrjaði vel en hann fór hægar yfir á síðustu hringjunum og hafnaði í fimmta sæti.

Hann verður þó fjórði á ráspól, þar sem Nico Hulkenberg hjá Haas var refsað niður um þrjú sæti og tekur sjöunda sætið á ráspól.

  • 1) Lando Norris, McLaren
  • 2) Oscar Piastri, McLaren
  • 3) Carlos Sainz, Ferrari
  • 4) Nico Hulkenberg, Haas
  • 5) Max Verstappen, Red Bull
  • 6) Pierre Gasly, Alpine
  • 7) George Russell, Mercedes
  • 8) Fernando Alonso, Aston Martin
  • 9) Valtteri Bottas, Sauber
  • 10) Sergio Perez, Red Bull

Hér fyrir ofan má sjá hvernig niðurröðun var eftir tímatökunni. Nico Hulkenberg verður í sjöunda sæti og aðrir færast ofar af ofangreindum ástæðum. 

Lokakappakstur tímabilsins í Abú Dabí hefst klukkan 12:30 á morgun, sunnudag, og verður í beinni útsendingu á Vodafone Sport. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×