Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Jón Þór Stefánsson skrifar 9. desember 2024 21:04 Mangione er 26 ára gamall og frá Maryland í Bandaríkjunum. Maður sem er grunaður um launmorð á götum New York-borgar í síðustu viku heitir Luigi Mangione. Hann var handtekinn í borginni Altoona í Pennsylvaníuríki í dag vegna meintra vopnalagabrota. Hann sást á skyndibitastaðnum McDonalds þar sem hann var með handskrifaða stefnuyfirlýsingu í fórum sér þar sem sjúkratryggingafyrirtæki eru harðlega gagnrýnd. Í síðustu viku var Brian Thompson, einn forstjóri UnitedHealthcare eins stærsta sjúkratryggingafélags Bandaríkjanna, skotinn til bana úti á götu í New York. Drápið náðist á upptöku öryggismyndavéla og þótti það benda til þess að morðinginn hefði beðið sérstaklega eftir hinum látna. Morðinginn flúði af vettvangi, en talið var að hann hefði komið sér á brott með strætisvagni og síðan flúið New York-ríki. Við tók gríðarlega umfangsmikil leit að viðkomandi. Sagður hafa látið undarlega Greint var frá því á blaðamannafundi í dag að lögreglu hefði borist ábending frá starfsmanni McDonalds um Mangione. Lögreglan hafi komið á vettvang og tekið skýrslu af honum. Hann er sagður hafa látið undarlega og verið með mörg fölsuð skilríki og vegabréf undir höndum. Mangione er sagður hafa verið með byssu og hljóðdeyfi, en grunur er um byssan hafi verið þrívíddarprentuð. „Þar að auki lögðum við hald á handskrifað skjal þar sem hvatningu og hugarástandi hans er lýst,“ sagði Jessica Tisch, talskona lögregluyfirvalda. Lögreglumenn frá New York eru sagðir á leið til Pennsylvaníu til að taka frekari skýrslur af Mangione. „Hann er undir sterkum grun,“ sagði Eric Adams, borgarstjóri New York. „Hann passar við lýsinguna á þeim sem við höfðum verið að leita að. Þar að auki var hann með ýmsa muni sem við teljum að tengi hann við málið.“ Háskólamenntaður dúx Luigi Mangione er 26 ára gamall. Hann var frá Maryland-ríkinu í Bandaríkjunum, en talið er að síðasti búsetustaður hans hafi verið í Honolulu í Hawaii. Hann hafði aldrei áður verið handtekinn í New York, eða annars staðar í Bandaríkjunum svo vitað sé til. Forbes segir að miðað við samfélagsmiðla Mangione hafi hann útskrifast úr Háskólanum í Pennsylvaníu árið 2020 með bachelor- og meistaragráðu í tölvunar- og upplýsingafræðum. Þá var greint frá því árið 2016 í New York Times að Mangione hefði dúxað úr einkaskóla í Maryland. The Daily Pennsylvanian, stúdentablað Háskólans í Pennsylvaníu, greindi frá því að Mangione hefði stofnað klúbb í skólanum sem snerist um rannsóknir og framleiðslu tölvuleikja. Samkvæmt LinkedIn-síðu í nafni Mangione hafði hann farið í starfsnám hjá John Hopkins-háskólanum og hjá tölvuleikjaframleiðandanum Firaxis Games. Þá hafði hann síðastliðinn fjögur ár starfað hjá TrueCar, bílasöluvefsíðu í Kaliforníuríki. Umsögn um Unabomberinn Síða í nafni Mangione á síðunni GoodReads hefur vakið athygli í kjölfar þess að nafn hans var gert opinbert. Þar má meðal annars finna bókadóm um Industrial Society and Its Future, stefnuyfirlýsingu hryðjuverkamannsins Ted Kaczynski, sem er þekktur undir nafninu Unabomber. Kaczynski, sem lést á síðasta ári, myrti þrjá og slasaði 23 á árunum 1978 til 1995 með bréfasprengjum. Árásir hans beindust að fólki sem hann taldi standa að tækniþróun, sem hann taldi slæma og auka eyðileggingu náttúrunnar. Í stuttum bókadómi Mangione, sem er frá janúar á þessu ári, segir hann að spádómar Kaczynski hafi margir hverjir ræst. „Hann var ofbeldisfullur einstaklingur, sem var réttilega fangelsaður, og réðst að saklausu fólki. Gjörðir hans eru oft sagðar á ábyrgð brjálaðs afturhaldssinna, en réttara er að skoða þær sem gjörðir byltingarsinna með öfgakenndar pólitískar skoðanir,“ skrifaði Mangione. Jafnframt vísaði hann í aðra umsögn um skrif Kaczynski þar sem því er haldið fram að ofbeldi sé nauðsynlegt. Erlend sakamál Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Í síðustu viku var Brian Thompson, einn forstjóri UnitedHealthcare eins stærsta sjúkratryggingafélags Bandaríkjanna, skotinn til bana úti á götu í New York. Drápið náðist á upptöku öryggismyndavéla og þótti það benda til þess að morðinginn hefði beðið sérstaklega eftir hinum látna. Morðinginn flúði af vettvangi, en talið var að hann hefði komið sér á brott með strætisvagni og síðan flúið New York-ríki. Við tók gríðarlega umfangsmikil leit að viðkomandi. Sagður hafa látið undarlega Greint var frá því á blaðamannafundi í dag að lögreglu hefði borist ábending frá starfsmanni McDonalds um Mangione. Lögreglan hafi komið á vettvang og tekið skýrslu af honum. Hann er sagður hafa látið undarlega og verið með mörg fölsuð skilríki og vegabréf undir höndum. Mangione er sagður hafa verið með byssu og hljóðdeyfi, en grunur er um byssan hafi verið þrívíddarprentuð. „Þar að auki lögðum við hald á handskrifað skjal þar sem hvatningu og hugarástandi hans er lýst,“ sagði Jessica Tisch, talskona lögregluyfirvalda. Lögreglumenn frá New York eru sagðir á leið til Pennsylvaníu til að taka frekari skýrslur af Mangione. „Hann er undir sterkum grun,“ sagði Eric Adams, borgarstjóri New York. „Hann passar við lýsinguna á þeim sem við höfðum verið að leita að. Þar að auki var hann með ýmsa muni sem við teljum að tengi hann við málið.“ Háskólamenntaður dúx Luigi Mangione er 26 ára gamall. Hann var frá Maryland-ríkinu í Bandaríkjunum, en talið er að síðasti búsetustaður hans hafi verið í Honolulu í Hawaii. Hann hafði aldrei áður verið handtekinn í New York, eða annars staðar í Bandaríkjunum svo vitað sé til. Forbes segir að miðað við samfélagsmiðla Mangione hafi hann útskrifast úr Háskólanum í Pennsylvaníu árið 2020 með bachelor- og meistaragráðu í tölvunar- og upplýsingafræðum. Þá var greint frá því árið 2016 í New York Times að Mangione hefði dúxað úr einkaskóla í Maryland. The Daily Pennsylvanian, stúdentablað Háskólans í Pennsylvaníu, greindi frá því að Mangione hefði stofnað klúbb í skólanum sem snerist um rannsóknir og framleiðslu tölvuleikja. Samkvæmt LinkedIn-síðu í nafni Mangione hafði hann farið í starfsnám hjá John Hopkins-háskólanum og hjá tölvuleikjaframleiðandanum Firaxis Games. Þá hafði hann síðastliðinn fjögur ár starfað hjá TrueCar, bílasöluvefsíðu í Kaliforníuríki. Umsögn um Unabomberinn Síða í nafni Mangione á síðunni GoodReads hefur vakið athygli í kjölfar þess að nafn hans var gert opinbert. Þar má meðal annars finna bókadóm um Industrial Society and Its Future, stefnuyfirlýsingu hryðjuverkamannsins Ted Kaczynski, sem er þekktur undir nafninu Unabomber. Kaczynski, sem lést á síðasta ári, myrti þrjá og slasaði 23 á árunum 1978 til 1995 með bréfasprengjum. Árásir hans beindust að fólki sem hann taldi standa að tækniþróun, sem hann taldi slæma og auka eyðileggingu náttúrunnar. Í stuttum bókadómi Mangione, sem er frá janúar á þessu ári, segir hann að spádómar Kaczynski hafi margir hverjir ræst. „Hann var ofbeldisfullur einstaklingur, sem var réttilega fangelsaður, og réðst að saklausu fólki. Gjörðir hans eru oft sagðar á ábyrgð brjálaðs afturhaldssinna, en réttara er að skoða þær sem gjörðir byltingarsinna með öfgakenndar pólitískar skoðanir,“ skrifaði Mangione. Jafnframt vísaði hann í aðra umsögn um skrif Kaczynski þar sem því er haldið fram að ofbeldi sé nauðsynlegt.
Erlend sakamál Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent