Innlent

Líkams­á­rásir, þjófnaðir og rúðu­brot

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í nótt og var meðal annars kölluð til vegna þriggja þjófnaða úr verslunum í póstnúmerinu 108. 

Þá bárust henni tilkynningar um rúðubrot í póstnúmerunum 104 og 109.

Einn var handtekinn í Hafnarfirði í tengslum við líkamsárás og þá barst tilkynning um líkamsárás í Kópavogi en um það mál segir í tilkynningu að viðkomandi hafi verið vistaður á „viðeigandi stofnun“. 

Að minnsta kosti þrír voru stöðvaðir í umferðinni grunaðir um akstur undir áhrifum og þá var einn sektaður fyrir of hraðan akstur og annar fyrir að tala í farsíma án þess að nota handfrjálsan búnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×