Mourinho daðrar við Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2024 06:31 Jose Mourinho var í þrjú ár sem stjóri Real Madrid en náði ekki að vinna Meistaradeildina. Hann útilokar ekki að snúa aftur. Getty/Richard Sellers José Mourinho, þjálfari tyrkneska félagsins Fenerbahce, útilokar það ekki að taka aftur við spænska stórliðinu Real Madrid. Hvort félagið hafi áhuga á því er samt allt önnur saga. Mourinho er nú 61 árs en hann gerði Real að spænskum meisturum og spænskum bikarmeisturum á sínum tíma. Portúgalinn stýrði liðinu frá 2010 til 2013. Hann vann hins vegar ekki Meistaradeildina sem Real Madrid átti eftir að vinna þrjú ár í röð undir stjórn Zinedine Zidane frá 2016 til 2018. Mourinho var spurður út í þann möguleika á blaðamannafundi að snúa til baka til Real Madrid. ESPN segir frá. Real Madrid gæti verið í þjálfaraleit á næstu árum því Carlo Ancelotti er líklegur til að stíga frá borði. „Ég hef alltaf sagt að ég er mikill aðdáandi Real Madrid. Þeir hafa nú besta þjálfarann í heimi, vin minn Carlo [Ancelotti]. Hann er að standa sig vel. Framtíðin ræðst á því hvað forsetinn [Florentino Perez] vill gera,“ sagði Mourinho. „Ef hann vill fá ungan þjálfara eins og Xabi [Alonso] eða halda áfram á sömu línu og með Carlo, þjálfara með reynslu. Hann gæti líka horft til þjálfara varaliðsins eins og Raul eða yngriflokkaþjálfarann [ Alvaro] Arbeloa. Það eru því margar leiðir færar,“ sagði Mourinho. Það fer ekkert á milli mála að hann sjálfur er þá gott dæmi um þjálfara með mikla reynslu. Samningur hins 65 ára gamla Ancelotti rennur út í júní 2026. Mourinho hélt áfram að daðra við Real Madrid. „Florentino [Perez] hefur ekki tekið margar slæmar ákvarðanir hjá Real og ég er viss um það, sem stuðningsmaður Real Madrid, að hann tekur rétta ákvörðun með næsta þjálfara,“ sagði Mourinho. Spænski boltinn Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Í beinni: Víkingur - Djurgården | Geta gulltryggt sig áfram Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Í beinni: Víkingur - Djurgården | Geta gulltryggt sig áfram Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Sjá meira
Mourinho er nú 61 árs en hann gerði Real að spænskum meisturum og spænskum bikarmeisturum á sínum tíma. Portúgalinn stýrði liðinu frá 2010 til 2013. Hann vann hins vegar ekki Meistaradeildina sem Real Madrid átti eftir að vinna þrjú ár í röð undir stjórn Zinedine Zidane frá 2016 til 2018. Mourinho var spurður út í þann möguleika á blaðamannafundi að snúa til baka til Real Madrid. ESPN segir frá. Real Madrid gæti verið í þjálfaraleit á næstu árum því Carlo Ancelotti er líklegur til að stíga frá borði. „Ég hef alltaf sagt að ég er mikill aðdáandi Real Madrid. Þeir hafa nú besta þjálfarann í heimi, vin minn Carlo [Ancelotti]. Hann er að standa sig vel. Framtíðin ræðst á því hvað forsetinn [Florentino Perez] vill gera,“ sagði Mourinho. „Ef hann vill fá ungan þjálfara eins og Xabi [Alonso] eða halda áfram á sömu línu og með Carlo, þjálfara með reynslu. Hann gæti líka horft til þjálfara varaliðsins eins og Raul eða yngriflokkaþjálfarann [ Alvaro] Arbeloa. Það eru því margar leiðir færar,“ sagði Mourinho. Það fer ekkert á milli mála að hann sjálfur er þá gott dæmi um þjálfara með mikla reynslu. Samningur hins 65 ára gamla Ancelotti rennur út í júní 2026. Mourinho hélt áfram að daðra við Real Madrid. „Florentino [Perez] hefur ekki tekið margar slæmar ákvarðanir hjá Real og ég er viss um það, sem stuðningsmaður Real Madrid, að hann tekur rétta ákvörðun með næsta þjálfara,“ sagði Mourinho.
Spænski boltinn Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Í beinni: Víkingur - Djurgården | Geta gulltryggt sig áfram Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Í beinni: Víkingur - Djurgården | Geta gulltryggt sig áfram Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Amorim tjáir sig um brotthvarf Ashworths: „Ekki besta staðan“ Rannsókn felld niður í máli Mbappé Sjáðu bombu Hákonar og Man. City í bobba Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Mourinho daðrar við Real Madrid Furðulegt fagn sem enginn skilur Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Einn af leikvöngunum á HM 2034 verður í 350 metra hæð frá jörðu Barcelona vann dramatískan sigur í Þýskalandi Saka í aðalhlutverki hjá Arsenal Manchester City áfram í miklu basli eftir tap á Ítalíu Hákon skoraði sigurmark Lille í Meistaradeildinni Sveindís með fernu í Meistaradeildinni „Megum ekki gleyma að þetta er bara ungur strákur“ Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport HM 2034 verður í Sádi Arabíu Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Svona var blaðamannafundur Víkings Eftir sjö mínútna fund var stefnan sett á báða titla Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Sjá meira