Innlent

Gera hlé á leitinni í Tálkna­firði

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Þrjátíu manns hafa komið að leitinni. 
Þrjátíu manns hafa komið að leitinni.  Vísir/Vilhelm

Hlé hefur verið gert á leit að manni sem staðið hefur yfir í dag í Tálknafirði. 

Þetta staðfestir Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við fréttastofu. Staðan verði tekin að nýju í fyrramálið. Jón Þór segir þrjátíu manns hafa komið að leitinni. 

Lögreglan á Vestfjörðum greindi frá því fyrr í kvöld að björgunarsveitir frá Tálknafirði, Patreksfirði og Bíldudal hefðu verið kallaðar út til leitar í Tálknafirði vegna einstaklings sem ekki hafði náðst í um tíma. Bifreið í eigu viðkomandi hafi fundist við Tálknafjörð síðdegis og leitin því miðast við það svæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×