Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2024 10:17 Karlmaðurinn sem er ákærður í málinu huldi andlit sitt þegar hann gekk fram hjá ljósmyndara Vísis í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, 12. desember 2024. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð yfir karlmanni sem er ákærður fyrir að nauðga andlega fatlaðri konu og áreita unglingsson hennar og vinkonu sem eru einnig andlega fötluð hófst í gær. Réttarhöldin eru lokuð en maðurinn var verslunarstjóri þar sem konan starfaði við afgreiðslu. Karlmaður frá Akranesi er ákærður fyrir fjölda grófra kynferðisbrota gegn konunni. Hann er meðal annars ákærður fyrir að neyða son hennar til þess að fylgjast með þegar hann nauðgaði móður hans. Þá er hann ákærður fyrir að hafa látið aðra karla sem hann átti í samskiptum við á samfélagsmiðlum nauðga konunni. Brotin eru sögð hafa átt sér stað á árunum 2016 til 2020. Maðurinn hafi komið nokkrum sinnum í mánuði að jafnaði heim til konunnar og brotið gegn henni og nýtt sér að hún gæti ekki spornað gegn því vegna andlegrar fötlunar sinnar. Hann hafi jafnframt nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun sem yfirmaður hennar. Fyrir utan að neyða son konunnar til þess að fylgjast með því þegar hann nauðgaði henni er maðurinn ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn syninum. Hún fólst meðal annars í því að maðurinn spurði piltinn ítrekað út í kynlífs hans og gefið honum leiðbeiningar á því sviði. Grófasta brotið af því tagi átti sér stað undir lok árs 2020 þegar maðurinn er ákærður fyrir að hafa farið inn í herbergi sonar konunnar þar sem hann var að stunda kynlíf með annarri konu á bak við luktar dyr. Maðurinn hafi farið upp að konunni þar sem hún lá nakin í rúmi piltsins og fært hönd sína nálægt kynfærum. Þá hafi hann gefið piltinum leiðbeiningar um hvernig hann ætti að veita konunni munnmök. Maðurinn var verslunarstjóri þar sem konan starfaði við afgreiðslu. Hann braut á henni um fimm ára skeið samkvæmt ákæru.Vísir/Vilhelm Hinir mennirnir ekki ákærðir Maðurinn er sakaður um að hafa notfært sér að parið gat ekki spornað gegn verknaðinum sökum andlegrar fötlunar. Ríkisútvarpið segir að sá ákærði hafi verið verslunarstjóri í stórri matvöruverslun í Reykjavík þegar brotin voru framin. Honum hafi verið sagt upp samdægurs þegar lögregla hafði samband við stjórnendur fyrirtækisins. Þrír karlmenn sem sá ákærði bauð heim til konunnar til þess að nauðga henni eru ekki ákærðir í málinu. Saksóknari í málinu vísaði til þess að þinghaldið væri lokað um hvers vegna hann gæti ekki veitt neinar upplýsingar um á hverju það stæði. Aðalmeðferðin, sem hófst í gær, er sögð eiga að taka þrjá daga. Dómsmál Kynferðisofbeldi Akranes Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Karlmaður frá Akranesi er ákærður fyrir fjölda grófra kynferðisbrota gegn konunni. Hann er meðal annars ákærður fyrir að neyða son hennar til þess að fylgjast með þegar hann nauðgaði móður hans. Þá er hann ákærður fyrir að hafa látið aðra karla sem hann átti í samskiptum við á samfélagsmiðlum nauðga konunni. Brotin eru sögð hafa átt sér stað á árunum 2016 til 2020. Maðurinn hafi komið nokkrum sinnum í mánuði að jafnaði heim til konunnar og brotið gegn henni og nýtt sér að hún gæti ekki spornað gegn því vegna andlegrar fötlunar sinnar. Hann hafi jafnframt nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun sem yfirmaður hennar. Fyrir utan að neyða son konunnar til þess að fylgjast með því þegar hann nauðgaði henni er maðurinn ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn syninum. Hún fólst meðal annars í því að maðurinn spurði piltinn ítrekað út í kynlífs hans og gefið honum leiðbeiningar á því sviði. Grófasta brotið af því tagi átti sér stað undir lok árs 2020 þegar maðurinn er ákærður fyrir að hafa farið inn í herbergi sonar konunnar þar sem hann var að stunda kynlíf með annarri konu á bak við luktar dyr. Maðurinn hafi farið upp að konunni þar sem hún lá nakin í rúmi piltsins og fært hönd sína nálægt kynfærum. Þá hafi hann gefið piltinum leiðbeiningar um hvernig hann ætti að veita konunni munnmök. Maðurinn var verslunarstjóri þar sem konan starfaði við afgreiðslu. Hann braut á henni um fimm ára skeið samkvæmt ákæru.Vísir/Vilhelm Hinir mennirnir ekki ákærðir Maðurinn er sakaður um að hafa notfært sér að parið gat ekki spornað gegn verknaðinum sökum andlegrar fötlunar. Ríkisútvarpið segir að sá ákærði hafi verið verslunarstjóri í stórri matvöruverslun í Reykjavík þegar brotin voru framin. Honum hafi verið sagt upp samdægurs þegar lögregla hafði samband við stjórnendur fyrirtækisins. Þrír karlmenn sem sá ákærði bauð heim til konunnar til þess að nauðga henni eru ekki ákærðir í málinu. Saksóknari í málinu vísaði til þess að þinghaldið væri lokað um hvers vegna hann gæti ekki veitt neinar upplýsingar um á hverju það stæði. Aðalmeðferðin, sem hófst í gær, er sögð eiga að taka þrjá daga.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Akranes Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira