Sport

Belichick kominn með nýtt þjálfarastarf

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þrátt fyrir að vera kominn á áttræðisaldurinn er Bill Belichick kominn með nýtt þjálfarastarf.
Þrátt fyrir að vera kominn á áttræðisaldurinn er Bill Belichick kominn með nýtt þjálfarastarf. getty/Andy Lewis

Bill Belichick, sem stýrði New England Patriots í NFL-deildinni í 24 ár, er kominn með nýtt starf. Hann hefur verið ráðinn þjálfari háskólans í Norður-Karólínu.

Hinn 72 ára Belichick skrifaði undir þriggja ára samning við Norður-Karólínu. Talið er að samningurinn færi honum þrjátíu milljónir Bandaríkjadala í laun.

Belichick hætti sem þjálfari Patriots eftir síðasta tímabil. Hann stýrði liðinu í 24 ár og á þeim tíma vann það SuperBowl sex sinnum. Enginn þjálfari hefur unnið SuperBowl oftar en hann.

Belichick hefur tengingu við Norður-Karólínu en faðir hans, Steve, var aðstoðarþjálfari liðsins á árunum 1953-55.

„Ég er spenntur fyrir þessu tækifæri. Ég ólst upp við háskólaboltann með pabba mínum og minnist þeirra tíma með hlýju. Ég hef alltaf viljað þjálfa í háskólaboltanum og hlakka til að byggja upp starfið í Chapel Hill,“ sagði Belichick.

Norður-Karólína hefur ekki unnið sína deild í háskólaboltanum síðan 1980.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×