Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. desember 2024 16:16 Mohamed Salah skorar mark Liverpool gegn Girona í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. getty/Eric Alonso Jamie Carragher telur að Mohamed Salah muni skrifa undir nýjan samning við Liverpool og vera áfram hjá félaginu. Hann telur að kostir Egyptans séu ekkert rosalega margir. Salah hefur spilað frábærlega með Liverpool í vetur og skorað sextán mörk og lagt upp tólf í öllum keppnum. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hans hjá Liverpool en samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið. Carragher telur að félögin sem gætu samið við Salah séu ekki svo mörg og því gæti hann haldið kyrru fyrir hjá Liverpool. „Hversu marga sóknarmenn eru Real Madrid með? Barcelona er í fjárhagskröggum og PSG er ekki í sama klassa og Liverpool. Það eru bara 4-5 lið sem eiga raunverulega möguleika á að vinna Meistaradeild Evrópu og Liverpool er eitt þeirra. Hann verður áfram þar sem ég er ekki viss um að það séu margir kostir í stöðunni. Hann er ekki tilbúinn að fara til Sádi-Arabíu. Hann getur gert það eftir þrjú ár,“ sagði Carragher. Vill að Salah fái tveggja ára samning Ekki er vitað hversu langan samning Salah vill fá eða hversu langan samning Liverpool er tilbúið að bjóða honum. Carragher vill að Salah sýni gagnsæi í viðræðunum. „Ef þú kemur fram og segir að félagið hafi ekki gert þetta eða hitt leyfðu okkur þá að heyra alla söguna svo við getum ákveðið okkur. Við vitum að þeir eiga í viðræðum. Hann gerði þetta fyrir tveimur árum þegar hann reyndi að setja pressu á félagið. Hann er stórstjarna og ég vona innilega að hann verði áfram en ég horfi á þetta frá sjónarhorni félagsins og við vitum ekki hver hefur rétt fyrir sér,“ sagði Carragher. „Ef þú vilt setja eitthvað út sem félagið hefur ekki boðið þér segðu okkur þá hvað þú vilt, vertu gagnsær og við getum valið okkur hlið. Persónulega finnst mér að hann ætti að vera áfram á sömu launum og fá tveggja ára samning. Félagið vill kannski bjóða honum eins árs samning og hann gæti viljað þriggja ára samning. Við vitum það ekki. Ég hef reynt að afla mér upplýsinga því ég vissi að ég yrði spurður að þessu en félagið gefur ekkert upp.“ Salah skoraði eina mark leiksins þegar Liverpool sigraði Girona, 0-1, í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. Rauði herinn er á toppi Meistaradeildarinnar og kominn í sextán liða úrslit. Næsti leikur Liverpool er gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Salah og félagar eru með fjögurra stiga forskot á Chelsea á toppi deildarinnar en eiga leik til góða. Enski boltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Sjá meira
Salah hefur spilað frábærlega með Liverpool í vetur og skorað sextán mörk og lagt upp tólf í öllum keppnum. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð hans hjá Liverpool en samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið. Carragher telur að félögin sem gætu samið við Salah séu ekki svo mörg og því gæti hann haldið kyrru fyrir hjá Liverpool. „Hversu marga sóknarmenn eru Real Madrid með? Barcelona er í fjárhagskröggum og PSG er ekki í sama klassa og Liverpool. Það eru bara 4-5 lið sem eiga raunverulega möguleika á að vinna Meistaradeild Evrópu og Liverpool er eitt þeirra. Hann verður áfram þar sem ég er ekki viss um að það séu margir kostir í stöðunni. Hann er ekki tilbúinn að fara til Sádi-Arabíu. Hann getur gert það eftir þrjú ár,“ sagði Carragher. Vill að Salah fái tveggja ára samning Ekki er vitað hversu langan samning Salah vill fá eða hversu langan samning Liverpool er tilbúið að bjóða honum. Carragher vill að Salah sýni gagnsæi í viðræðunum. „Ef þú kemur fram og segir að félagið hafi ekki gert þetta eða hitt leyfðu okkur þá að heyra alla söguna svo við getum ákveðið okkur. Við vitum að þeir eiga í viðræðum. Hann gerði þetta fyrir tveimur árum þegar hann reyndi að setja pressu á félagið. Hann er stórstjarna og ég vona innilega að hann verði áfram en ég horfi á þetta frá sjónarhorni félagsins og við vitum ekki hver hefur rétt fyrir sér,“ sagði Carragher. „Ef þú vilt setja eitthvað út sem félagið hefur ekki boðið þér segðu okkur þá hvað þú vilt, vertu gagnsær og við getum valið okkur hlið. Persónulega finnst mér að hann ætti að vera áfram á sömu launum og fá tveggja ára samning. Félagið vill kannski bjóða honum eins árs samning og hann gæti viljað þriggja ára samning. Við vitum það ekki. Ég hef reynt að afla mér upplýsinga því ég vissi að ég yrði spurður að þessu en félagið gefur ekkert upp.“ Salah skoraði eina mark leiksins þegar Liverpool sigraði Girona, 0-1, í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. Rauði herinn er á toppi Meistaradeildarinnar og kominn í sextán liða úrslit. Næsti leikur Liverpool er gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Salah og félagar eru með fjögurra stiga forskot á Chelsea á toppi deildarinnar en eiga leik til góða.
Enski boltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Sjá meira