Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Kristján Már Unnarsson skrifar 12. desember 2024 19:38 Leiðin um Dynjandisdal. Veglínan þar fylgir að mestu núverandi vegi. Vegagerðin Lokaáfanginn í uppbyggingu Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði verður boðinn út á morgun, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Til stóð að bjóða verkið út mun fyrr og sökuðu talsmenn Vestfirðinga stjórnvöld um svik fyrr á árinu þegar því var slegið á frest. Greint var frá ákvörðun um útboðið í fréttum Stöðvar 2. Auglýstur verður liðlega sjö kílómetra kafli sem liggur úr Dynjandisvogi og upp á háheiðina. Ennfremur eins kílómetra afleggjari að fossinum Dynjanda. Mesta breyting veglínu verður við Afréttarvatn.Vegagerðin Þetta verk varð eitt af fórnarlömbum útboðsstopps allra stærri verka hjá Vegagerðinni, sem meira og minna hefur staðið yfir í fimmtán mánuði. Hvorki Vegagerðin né innviðaráðuneytið hafa útskýrt þetta útboðshlé. Svona verða gatnamótin að fossinum Dynjanda. Til vinstri sést hvernig vegurinn verður lagður upp úr Búðavík í Dynjandisvogi. Til hægri sést veglína upp Dynjandisdal.Vegagerðin Úr röðum stjórnarþingmanna á nýliðnu kjörtímabili hefur það þó einkum verið skýrt með því að mæta hafi þurft stórfelldum umframútgjöldum til Hornafjarðarfljóts sem Vegagerðin stofnaði til án fjárheimilda. Í pistli á facebook fyrir tveimur vikum sagði Jón Gunnarsson, fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, þetta afleiðingu þess að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og fjármálaráðherra, hefði sólundað fé og forgangsraðað verkefnum án heimilda Alþingis. Í frétt Vísis og Stöðvar 2 síðastliðið sumar kom fram að útgjöld án fjárheimildar vegna Hornafjarðarfljóts stefndu í 6,5 milljarða króna. Til að mæta þeirri framúrkeyrslu hafi fimm öðrum stórverkefnum verið frestað; Fossvogsbrú, breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes, brúasmíði í Gufudalssveit, Dynjandisheiði og Brekknaheiði á Langanesi. Svona verður veglínan um Búðavík í Dynjandisvogi. Fossinn Dynjandi til hægri.Vegagerðin Núna er stefnt á að tilboð í þennan þriðja áfanga vegagerðar um Dynjandisheiði verði opnuð þann 28. janúar, að sögn Sólveigar Gísladóttur, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Gert er ráð fyrir verklokum 30. september 2026. Verktími er samkvæmt því áætlaður um eitt og hálft ár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá hvaða veglína var valin um friðland fossins Dynjanda: Vegagerð Samgöngur Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Vegagerðin skýrði frá því í dag að hún undirbúi núna útboð vegna þriðja áfanga nýbyggingar Vestfjarðarvegar um Dynjandisheiði á um 7,3 kílómetra kafla og einnig á um eins kílómetra kafla á Dynjandisvegi. „Áætlað er að útboðið fari í loftið á allra næstu dögum,“ segir í frétt Vegagerðarinnar. 29. nóvember 2024 17:49 Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vestfjarða og Norðvesturkjördæmis, krefst þess að samgönguyfirvöld skýri það undanbragðalaust fyrir komandi alþingiskosningar hversvegna vegaframkvæmdir í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði stöðvuðust og hvort fjármunir, sem Alþingi hafði ráðstafað í verkin, hafi verið fluttir í Hornafjarðarfljót. 20. nóvember 2024 11:50 Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. 28. júní 2024 14:36 Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00 Bæjarstjórn kaus milliveginn sem vegstæði við Dynjanda Niðurstaða virðist fengin um hvernig Vestfjarðavegur verður lagður við fossinn Dynjanda en tekist var á um tvær mismunandi veglínur í gegnum friðlandið. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar valdi að fara milliveginn. 23. nóvember 2022 21:21 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Greint var frá ákvörðun um útboðið í fréttum Stöðvar 2. Auglýstur verður liðlega sjö kílómetra kafli sem liggur úr Dynjandisvogi og upp á háheiðina. Ennfremur eins kílómetra afleggjari að fossinum Dynjanda. Mesta breyting veglínu verður við Afréttarvatn.Vegagerðin Þetta verk varð eitt af fórnarlömbum útboðsstopps allra stærri verka hjá Vegagerðinni, sem meira og minna hefur staðið yfir í fimmtán mánuði. Hvorki Vegagerðin né innviðaráðuneytið hafa útskýrt þetta útboðshlé. Svona verða gatnamótin að fossinum Dynjanda. Til vinstri sést hvernig vegurinn verður lagður upp úr Búðavík í Dynjandisvogi. Til hægri sést veglína upp Dynjandisdal.Vegagerðin Úr röðum stjórnarþingmanna á nýliðnu kjörtímabili hefur það þó einkum verið skýrt með því að mæta hafi þurft stórfelldum umframútgjöldum til Hornafjarðarfljóts sem Vegagerðin stofnaði til án fjárheimilda. Í pistli á facebook fyrir tveimur vikum sagði Jón Gunnarsson, fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokks, þetta afleiðingu þess að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og fjármálaráðherra, hefði sólundað fé og forgangsraðað verkefnum án heimilda Alþingis. Í frétt Vísis og Stöðvar 2 síðastliðið sumar kom fram að útgjöld án fjárheimildar vegna Hornafjarðarfljóts stefndu í 6,5 milljarða króna. Til að mæta þeirri framúrkeyrslu hafi fimm öðrum stórverkefnum verið frestað; Fossvogsbrú, breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes, brúasmíði í Gufudalssveit, Dynjandisheiði og Brekknaheiði á Langanesi. Svona verður veglínan um Búðavík í Dynjandisvogi. Fossinn Dynjandi til hægri.Vegagerðin Núna er stefnt á að tilboð í þennan þriðja áfanga vegagerðar um Dynjandisheiði verði opnuð þann 28. janúar, að sögn Sólveigar Gísladóttur, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. Gert er ráð fyrir verklokum 30. september 2026. Verktími er samkvæmt því áætlaður um eitt og hálft ár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá hvaða veglína var valin um friðland fossins Dynjanda:
Vegagerð Samgöngur Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Vegagerðin skýrði frá því í dag að hún undirbúi núna útboð vegna þriðja áfanga nýbyggingar Vestfjarðarvegar um Dynjandisheiði á um 7,3 kílómetra kafla og einnig á um eins kílómetra kafla á Dynjandisvegi. „Áætlað er að útboðið fari í loftið á allra næstu dögum,“ segir í frétt Vegagerðarinnar. 29. nóvember 2024 17:49 Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vestfjarða og Norðvesturkjördæmis, krefst þess að samgönguyfirvöld skýri það undanbragðalaust fyrir komandi alþingiskosningar hversvegna vegaframkvæmdir í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði stöðvuðust og hvort fjármunir, sem Alþingi hafði ráðstafað í verkin, hafi verið fluttir í Hornafjarðarfljót. 20. nóvember 2024 11:50 Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. 28. júní 2024 14:36 Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00 Bæjarstjórn kaus milliveginn sem vegstæði við Dynjanda Niðurstaða virðist fengin um hvernig Vestfjarðavegur verður lagður við fossinn Dynjanda en tekist var á um tvær mismunandi veglínur í gegnum friðlandið. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar valdi að fara milliveginn. 23. nóvember 2022 21:21 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Vegagerðin skýrði frá því í dag að hún undirbúi núna útboð vegna þriðja áfanga nýbyggingar Vestfjarðarvegar um Dynjandisheiði á um 7,3 kílómetra kafla og einnig á um eins kílómetra kafla á Dynjandisvegi. „Áætlað er að útboðið fari í loftið á allra næstu dögum,“ segir í frétt Vegagerðarinnar. 29. nóvember 2024 17:49
Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vestfjarða og Norðvesturkjördæmis, krefst þess að samgönguyfirvöld skýri það undanbragðalaust fyrir komandi alþingiskosningar hversvegna vegaframkvæmdir í Gufudalssveit og á Dynjandisheiði stöðvuðust og hvort fjármunir, sem Alþingi hafði ráðstafað í verkin, hafi verið fluttir í Hornafjarðarfljót. 20. nóvember 2024 11:50
Vestfirðingar segja ítrekuð svik í vegamálum óboðleg „Áætlunum kollvarpað og staðan óboðleg,” er fyrirsögn ályktunar stjórnar Vestfjarðastofu þar sem lýst er miklum vonbrigðum með þá stöðu sem enn og aftur sé komin upp í samgönguframkvæmdum í fjórðungnum. Segir að verið sé að svíkja ítrekuð loforð ráðherra og þingmanna um að þær nýframkvæmdir sem ættu núna að vera á lokastigi yrðu kláraðar eins fljótt og mögulegt væri. 28. júní 2024 14:36
Öll stór verkútboð liggja í salti hjá Vegagerðinni Útboð stórra verka hafa verið stopp hjá Vegagerðinni frá því síðastliðið haust og stefnir í að engar nýjar stórframkvæmdir hefjist á þessu ári. Helsta skýringin er sögð sú að áform um einkafjármögnun vegagerðar yfir Hornafjörð gengu ekki eftir og því þurfi að fjármagna hana úr öðrum verkefnum. 26. júní 2024 23:00
Bæjarstjórn kaus milliveginn sem vegstæði við Dynjanda Niðurstaða virðist fengin um hvernig Vestfjarðavegur verður lagður við fossinn Dynjanda en tekist var á um tvær mismunandi veglínur í gegnum friðlandið. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar valdi að fara milliveginn. 23. nóvember 2022 21:21