Stelpurnar okkar neðar eftir töp gegn þeim bestu í heimi Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2024 14:16 Íslenska landsliðið mætti Ólympíumeisturum Bandaríkjanna í tveimur leikjum ytra í lok október, og tapaði báðum 3-1. Getty/Michael Wade Kvennalandslið Íslands í fótbolta færðist niður um eitt sæti á nýjasta heimslista FIFA sem gefinn var út í dag. Ísland situr nú í 14. sæti á listanum yfir bestu landslið heims eftir að hafa náð sínu besta sæti á síðasta lista með því að vera í 13. sætinu. Á meðan að margar sterkar Evrópuþjóðir hafa á síðustu mánuðum verið að spila í umspili um að komast á EM í Sviss næsta sumar, þá tryggði Ísland sér farseðilinn þangað með 3-0 sigri gegn Þýskalandi í júlí. Frá því að síðasti listi var gefinn út hefur Ísland því aðeins spilað vináttulandsleiki. Tveir þeirra voru við Bandaríkin vestanhafs í október og töpuðust báðir, 3-1. Bandaríkin eru efst á heimslista og fara því inn í árið 2025 sem besta landslið heims. Ísland lék svo tvo leiki á Spáni fyrir hálfum mánuði og gerði þá markalaust jafntefli við Kanada en tapaði 2-0 fyrir Danmörku. Kanada og Danmörk eru einnig fyrir ofan Ísland en Kanada er í 6. sæti og Danmörk áfram í 12. sæti, rétt fyrir ofan Ísland. Ítalía náði hins vegar að stinga sér upp fyrir Ísland, með því meðal annars að vinna Þýskaland 2-1 í vináttulandsleik og gera 1-1 jafntefli við heimsmeistara Spánar. Næstu leikir Íslands eru í Þjóðadeildinni í febrúar en Ísland er í riðli með Sviss, Frakklandi og Noregi, í A-deildinni. Frakkland er í 11. sæti heimslistans, eftir að hafa misst Holland upp fyrir sig, en Noregur er í 16. sæti og Sviss í 23. sæti. Ef aðeins er horft til Evrópuþjóða er Frakkland í 6. sæti listans, Ísland í 9. sæti, Noregur í 10. sæti og Sviss í 14. sæti. Áður en að næstu leikjum kemur þá bíða stelpurnar okkar eftir því að fá að vita á mánudaginn hverjir mótherjar liðsins verða á EM í Sviss, en dregið verður á mánudaginn. Sjá nánar: Heimslisti FIFA Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Ísland situr nú í 14. sæti á listanum yfir bestu landslið heims eftir að hafa náð sínu besta sæti á síðasta lista með því að vera í 13. sætinu. Á meðan að margar sterkar Evrópuþjóðir hafa á síðustu mánuðum verið að spila í umspili um að komast á EM í Sviss næsta sumar, þá tryggði Ísland sér farseðilinn þangað með 3-0 sigri gegn Þýskalandi í júlí. Frá því að síðasti listi var gefinn út hefur Ísland því aðeins spilað vináttulandsleiki. Tveir þeirra voru við Bandaríkin vestanhafs í október og töpuðust báðir, 3-1. Bandaríkin eru efst á heimslista og fara því inn í árið 2025 sem besta landslið heims. Ísland lék svo tvo leiki á Spáni fyrir hálfum mánuði og gerði þá markalaust jafntefli við Kanada en tapaði 2-0 fyrir Danmörku. Kanada og Danmörk eru einnig fyrir ofan Ísland en Kanada er í 6. sæti og Danmörk áfram í 12. sæti, rétt fyrir ofan Ísland. Ítalía náði hins vegar að stinga sér upp fyrir Ísland, með því meðal annars að vinna Þýskaland 2-1 í vináttulandsleik og gera 1-1 jafntefli við heimsmeistara Spánar. Næstu leikir Íslands eru í Þjóðadeildinni í febrúar en Ísland er í riðli með Sviss, Frakklandi og Noregi, í A-deildinni. Frakkland er í 11. sæti heimslistans, eftir að hafa misst Holland upp fyrir sig, en Noregur er í 16. sæti og Sviss í 23. sæti. Ef aðeins er horft til Evrópuþjóða er Frakkland í 6. sæti listans, Ísland í 9. sæti, Noregur í 10. sæti og Sviss í 14. sæti. Áður en að næstu leikjum kemur þá bíða stelpurnar okkar eftir því að fá að vita á mánudaginn hverjir mótherjar liðsins verða á EM í Sviss, en dregið verður á mánudaginn. Sjá nánar: Heimslisti FIFA
Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn