Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. desember 2024 14:00 Kristín Björg hvetur til þess að jólahefðir verði hugsaðar upp á nýtt. Þriggja barna móðir segir álagið í desember verða sífellt meira fyrir börn og foreldra. Hún segir streituna óbærilega og hvetur yfirmenn skóla og frístundasviða til að beina tilmælum til skipuleggjenda tómstunda um að dreifa úr viðburðum og færa þá fram í janúar og febrúar og skapa þannig rólegri hefðir í desember. Þetta er meðal þess sem fram kemur í aðsendri grein á Vísi. Þar heldur Kristín Björg Viggósdóttir á penna, þriggja barna móðir, iðjuþjálfi og uppeldisfræðingur. Hún segist á hverju ári heyra og finna það hvað álagið í desember eykst. Allar tómstundir, foreldrafélög og skólar vilji skipuleggja jólaviðburði fyrir börn og foreldra í fallegum tilgangi, álagið sé hinsvegar orðið vægast sagt óheilbrigt og streitan óbærileg. Viðburður á tveggja daga fresti „Tökum sem dæmi fjölskyldu með þrjú börn; hvert barn er í tveimur tómstundum og það er einhver jólasamkoma í hverri tómstund og skólanum fyrir hvert barn. Það þýðir níu samkomur þar sem foreldar þurfa að mæta og mögulega taka þátt í líka sem sjálfboðaliðar á uþb. þriggja vikna tímabili. Sem þýðir viðburður á tveggja daga fresti að meðaltali en oft eru þessir viðburðir líka á sama degi.“ Kristín Björg setur sig í stellingar og segist ímynda sér að einhver myndi spyrja hvort það megi ekki bara vera gaman? Hún segir að svo sé, ekki megi tapa gleðinni en orðið sé djúpt á henni þegar dagskráin sé stöðug. Spyrja megi hvort öll þessi dagskrá sé á endanum fyrir börnin. Fólk flykkist til útlanda til að forðast stressið „Mig langar því að biðla til ykkar sem yfirmenn skóla og frístundasviða að senda íþróttafélögum, tónlistarskólum og öðrum tómstundum í ykkar bæjarfélögum á næsta ári vinsamleg tilmæli um að dreifa þessum viðburðum og færa mögulega til janúar og febrúar sem oft eru tíðindalitlir mánuðir. Þetta yrðu bara sett fram sem tilmæli og ekki skylda.“ Kristín Björg bendir á að öll beri ábyrgð á því að búa til fjölskylduvænt samfélag. Oft geti verið erfitt að brjótast úr úr hefð sem þó engum eða fáum þjóni.„Allir eru að tala um hversu mikið álagið er en enginn þorir að breyta og við verðum þrælar hefðarinnar. Fólk flykkist í auknu mæli til útlanda til að forðast allt stressið.“ Hún bendir forsvarsmönnum skóla-og frístundasviða á að þeir gætu orðið brautryðjendur í því að skapa meiri ró og frið á heimilum. Það sé líka hægt að skapa jólastemningu með því að kveikja á kerti og syngja eitt jólalag á síðustu æfingunni fyrir jól. „Jólahefðin er hugarástand og þarf ekki að kosta mikið umstang. Það þarf oft að koma tilmæli að ofan til að fólk þori að breyta um takt og skapa rólegri hefðir.“ Jól Börn og uppeldi Streita og kulnun Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Fleiri fréttir Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í aðsendri grein á Vísi. Þar heldur Kristín Björg Viggósdóttir á penna, þriggja barna móðir, iðjuþjálfi og uppeldisfræðingur. Hún segist á hverju ári heyra og finna það hvað álagið í desember eykst. Allar tómstundir, foreldrafélög og skólar vilji skipuleggja jólaviðburði fyrir börn og foreldra í fallegum tilgangi, álagið sé hinsvegar orðið vægast sagt óheilbrigt og streitan óbærileg. Viðburður á tveggja daga fresti „Tökum sem dæmi fjölskyldu með þrjú börn; hvert barn er í tveimur tómstundum og það er einhver jólasamkoma í hverri tómstund og skólanum fyrir hvert barn. Það þýðir níu samkomur þar sem foreldar þurfa að mæta og mögulega taka þátt í líka sem sjálfboðaliðar á uþb. þriggja vikna tímabili. Sem þýðir viðburður á tveggja daga fresti að meðaltali en oft eru þessir viðburðir líka á sama degi.“ Kristín Björg setur sig í stellingar og segist ímynda sér að einhver myndi spyrja hvort það megi ekki bara vera gaman? Hún segir að svo sé, ekki megi tapa gleðinni en orðið sé djúpt á henni þegar dagskráin sé stöðug. Spyrja megi hvort öll þessi dagskrá sé á endanum fyrir börnin. Fólk flykkist til útlanda til að forðast stressið „Mig langar því að biðla til ykkar sem yfirmenn skóla og frístundasviða að senda íþróttafélögum, tónlistarskólum og öðrum tómstundum í ykkar bæjarfélögum á næsta ári vinsamleg tilmæli um að dreifa þessum viðburðum og færa mögulega til janúar og febrúar sem oft eru tíðindalitlir mánuðir. Þetta yrðu bara sett fram sem tilmæli og ekki skylda.“ Kristín Björg bendir á að öll beri ábyrgð á því að búa til fjölskylduvænt samfélag. Oft geti verið erfitt að brjótast úr úr hefð sem þó engum eða fáum þjóni.„Allir eru að tala um hversu mikið álagið er en enginn þorir að breyta og við verðum þrælar hefðarinnar. Fólk flykkist í auknu mæli til útlanda til að forðast allt stressið.“ Hún bendir forsvarsmönnum skóla-og frístundasviða á að þeir gætu orðið brautryðjendur í því að skapa meiri ró og frið á heimilum. Það sé líka hægt að skapa jólastemningu með því að kveikja á kerti og syngja eitt jólalag á síðustu æfingunni fyrir jól. „Jólahefðin er hugarástand og þarf ekki að kosta mikið umstang. Það þarf oft að koma tilmæli að ofan til að fólk þori að breyta um takt og skapa rólegri hefðir.“
Jól Börn og uppeldi Streita og kulnun Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Fleiri fréttir Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning