Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Lovísa Arnardóttir skrifar 14. desember 2024 08:47 Mangum segist sjá eftir því að hafa logið. Hún afplánar nú dóm fyrir manndráp. Skjáskot/Let‘s talk with Kat Crystal Mangum, dansarinn fyrrverandi sem sakaði þrjá Lacrosse leikmenn um nauðgun árið 2006, hefur nú viðurkennt að hún laug um nauðgunina. Mennirnir sem hún sakaði um nauðgun voru allir á þeim tíma Lacrosse leikmenn í Duke háskóla. Málið vakti mikla athygli í Bandaríkjunum. „Ég laug með því að segja að þeir nauðguðu mér þegar þeir gerði það ekki, og það var rangt. Ég brást trausti margra annarra sem trúðu á mig,“ sagði Mangum í vefþættinum „Let‘s talk with Kat“ sem er stýrt af Katerena DePasquale. Viðtalið var tekið við Mangun í fangelsi í North Carolina þar sem hún afplánar nú dóm fyrir að myrða kærastann sinn með því að stinga hann. Það gerði hún árið 2013. „Ég bjó til sögu sem var ekki sönn því ég vildi fá viðurkenningu frá fólki en ekki Guði,“ er einnig haft eftir Mangun í viðtalinu en fjallað er um það á vef CNN. Donald Trump, næsti forseti Bandaríkjanna, fjallaði um viðurkenningu Mangum á samfélagsmiðli sínum Truth Social í nótt. Hann sagði hana hafa eyðilagt líf mannanna þriggja. Vonar þeir fyrirgefi henni Mennirnir þrír sem Mangun sakaði um nauðgun heita David Evans, Collin Finnerty, og Reade Seligmann. Kærurnar gegn þeim voru felldar niður um ári eftir að hún sakaði þá um nauðgun. Mangun segir í viðtalinu að hún vonist til þess að mennirnir muni fyrirgefa henni. Þeir hafi ekki verðskuldað þetta. Í frétt CNN segir að íþróttadeild Duke hafi ekki viljað segja neitt um málið í umfjöllun dagblaðs háskólans. Þá hafi háskólinn sjálfur, forseti hans og þjálfari liðsins á þeim tíma sem ásökunin kom fram ekki viljað svara neinu um málið. Mennirnir sjálfir hafa ekkert sagt um viðurkenningu hennar heldur. Mennirnir þrír voru handteknir eftir að Mangun sakaði þá um að hafa nauðgað sér í partýi. Ásakanir hennar vöktu mikla athygli og höfðu þær afleiðingar að liðið keppti ekki það ár og þjálfari liðsins missti vinnuna. Þá var saksóknari málsins einnig sakfelldur fyrir að vanvirða dóminn og missti réttindi sín til að starfa sem lögmaður. Í frétt CNN segir að ríkissaksóknarinn á þessum tíma, Roy Cooper, sem nú er ríkisstjóri í North Carolina, hafi fellt niður ákærurnar gegn mönnunum þremur árið 2007. Við sama tilefni sagði hann að mennirnir hefðu aldrei átt að vera ákærðir. Þá kemur einnig fram í frétt CNN að Duke háskóli hafi á þeim tíma komist að samkomulagi við mennina stuttu eftir að kæra var felld niður. Þá komust mennirnir einnig að samkomulagi við Durham borg árið 2014. Sem hluti af samkomulagi í tengslum við það greiddi borgin um 50 þúsund Bandaríkjasali til nefndar sem rannsakar sakleysi í dómsmálum. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Donald Trump Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Sjá meira
„Ég laug með því að segja að þeir nauðguðu mér þegar þeir gerði það ekki, og það var rangt. Ég brást trausti margra annarra sem trúðu á mig,“ sagði Mangum í vefþættinum „Let‘s talk with Kat“ sem er stýrt af Katerena DePasquale. Viðtalið var tekið við Mangun í fangelsi í North Carolina þar sem hún afplánar nú dóm fyrir að myrða kærastann sinn með því að stinga hann. Það gerði hún árið 2013. „Ég bjó til sögu sem var ekki sönn því ég vildi fá viðurkenningu frá fólki en ekki Guði,“ er einnig haft eftir Mangun í viðtalinu en fjallað er um það á vef CNN. Donald Trump, næsti forseti Bandaríkjanna, fjallaði um viðurkenningu Mangum á samfélagsmiðli sínum Truth Social í nótt. Hann sagði hana hafa eyðilagt líf mannanna þriggja. Vonar þeir fyrirgefi henni Mennirnir þrír sem Mangun sakaði um nauðgun heita David Evans, Collin Finnerty, og Reade Seligmann. Kærurnar gegn þeim voru felldar niður um ári eftir að hún sakaði þá um nauðgun. Mangun segir í viðtalinu að hún vonist til þess að mennirnir muni fyrirgefa henni. Þeir hafi ekki verðskuldað þetta. Í frétt CNN segir að íþróttadeild Duke hafi ekki viljað segja neitt um málið í umfjöllun dagblaðs háskólans. Þá hafi háskólinn sjálfur, forseti hans og þjálfari liðsins á þeim tíma sem ásökunin kom fram ekki viljað svara neinu um málið. Mennirnir sjálfir hafa ekkert sagt um viðurkenningu hennar heldur. Mennirnir þrír voru handteknir eftir að Mangun sakaði þá um að hafa nauðgað sér í partýi. Ásakanir hennar vöktu mikla athygli og höfðu þær afleiðingar að liðið keppti ekki það ár og þjálfari liðsins missti vinnuna. Þá var saksóknari málsins einnig sakfelldur fyrir að vanvirða dóminn og missti réttindi sín til að starfa sem lögmaður. Í frétt CNN segir að ríkissaksóknarinn á þessum tíma, Roy Cooper, sem nú er ríkisstjóri í North Carolina, hafi fellt niður ákærurnar gegn mönnunum þremur árið 2007. Við sama tilefni sagði hann að mennirnir hefðu aldrei átt að vera ákærðir. Þá kemur einnig fram í frétt CNN að Duke háskóli hafi á þeim tíma komist að samkomulagi við mennina stuttu eftir að kæra var felld niður. Þá komust mennirnir einnig að samkomulagi við Durham borg árið 2014. Sem hluti af samkomulagi í tengslum við það greiddi borgin um 50 þúsund Bandaríkjasali til nefndar sem rannsakar sakleysi í dómsmálum.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Donald Trump Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Sjá meira