Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. desember 2024 20:05 Halldór (t.v.) og Birgir Þór með Stafnes harðfisk, sem þeir hafa varla undan við að framleiða og pakka því vinsældir hans eru svo miklar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Vinir á besta aldri í Sandgerði, sem hafa meira og minna unnið við fiskvinnslu alla sína ævi rak í rogastans eftir að þeir byrjuðu að framleiða harðfisk hvað landsmenn eru sjúkir í harðfisk enda hafa félagarnir ekki undan við að framleiða fiskinn. Hér erum við að tala um vinina og samstarfsfélagana Halldór Ármannsson og Birgir Þór Guðmundsson hjá fyrirtækinu B.Júl, sem er með flotta aðstöðu við Sjávargötu 1 í Sandgerði fyrir fiskvinnslu og harðfiskverkun. Harðfiskurinn heitir Stafnes harðfiskur og er smáýsa, sem veiðist af línubátum út af Sandgerði og Stafnesi. „Hráefnið er lykilatriðið, að þú fáir gott hráefni og svo bara meðhöndlunin á fiskinum, að þú farir alltaf sama ferlið,“ segir Halldór Ármannsson, eigandi Stafnes harðfisks framleiðslunnar. Halldór segir að það sé ótrúlega mikil vinna í kringum harðfiskinn. „Já, já, þetta er svona föndur eins og við segjum eða svona dund. Þú þarft svolítið að átta þig á hvað þú ert með í höndunum, þetta er lifandi hráefni og það er ekkert sama hvernig meðferðina er á þessu og hvernig er farið með það,“ segir Halldór og bætir við. „Þú færð ekkert hollari vöru en harðfisk, hérna erum við bara með fisk, þurrefnið sem verður eftir og pínulítið salt, sem fiskinum er dýft í og það er náttúrulega mjög náttúrulegt þannig lagað, þannig að það er ekkert aukaefni eða neitt, sem er í þessu að öðru leyti.” Hér eru Halldór og Birgir Þór að valsa fiskinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og harðfiskur með vel af smjöri, er það ekki það besta? „Jú, jú, er það ekki Keto alveg út í eitt í dag, það er það besta, sem menn ættu að fá,” segir Halldór. Halldór segir það hafa komið sér skemmtilega á óvart þegar félagarnir byrjuðu á harðfiskverkuninni hvað landsmenn eru sjúkir í harðfisk enda seljist hann eins og heitar lummur þrátt fyrir að mörgum þyki fiskurinn dýr. Harðfiskurinn er unnin úr smáýsu, sem veiðist út af Sandgerði og Stafnesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Suðurnesjabær Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira
Hér erum við að tala um vinina og samstarfsfélagana Halldór Ármannsson og Birgir Þór Guðmundsson hjá fyrirtækinu B.Júl, sem er með flotta aðstöðu við Sjávargötu 1 í Sandgerði fyrir fiskvinnslu og harðfiskverkun. Harðfiskurinn heitir Stafnes harðfiskur og er smáýsa, sem veiðist af línubátum út af Sandgerði og Stafnesi. „Hráefnið er lykilatriðið, að þú fáir gott hráefni og svo bara meðhöndlunin á fiskinum, að þú farir alltaf sama ferlið,“ segir Halldór Ármannsson, eigandi Stafnes harðfisks framleiðslunnar. Halldór segir að það sé ótrúlega mikil vinna í kringum harðfiskinn. „Já, já, þetta er svona föndur eins og við segjum eða svona dund. Þú þarft svolítið að átta þig á hvað þú ert með í höndunum, þetta er lifandi hráefni og það er ekkert sama hvernig meðferðina er á þessu og hvernig er farið með það,“ segir Halldór og bætir við. „Þú færð ekkert hollari vöru en harðfisk, hérna erum við bara með fisk, þurrefnið sem verður eftir og pínulítið salt, sem fiskinum er dýft í og það er náttúrulega mjög náttúrulegt þannig lagað, þannig að það er ekkert aukaefni eða neitt, sem er í þessu að öðru leyti.” Hér eru Halldór og Birgir Þór að valsa fiskinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og harðfiskur með vel af smjöri, er það ekki það besta? „Jú, jú, er það ekki Keto alveg út í eitt í dag, það er það besta, sem menn ættu að fá,” segir Halldór. Halldór segir það hafa komið sér skemmtilega á óvart þegar félagarnir byrjuðu á harðfiskverkuninni hvað landsmenn eru sjúkir í harðfisk enda seljist hann eins og heitar lummur þrátt fyrir að mörgum þyki fiskurinn dýr. Harðfiskurinn er unnin úr smáýsu, sem veiðist út af Sandgerði og Stafnesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Suðurnesjabær Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira