Keane segir Rashford að fara: „Lítur ekki vel út“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. desember 2024 11:30 Þetta er komið gott, segir Roy Keane um samstarf Manchester United og Marcus Rashford. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Roy Keane, fyrrum fyrirliði Manchester United og knattspyrnuspekingur, segir tíma til kominn fyrir Marcus Rashford, leikmann United, að róa á önnur mið. Rashford var skilinn eftir utan leikmannahóps United er liðið mætti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær, líkt og Alejandro Garnacho. Rúben Amorim, stjóri rauða liðsins í Manchester, virðist vera að senda með því ákveðin skilaboð til leikmannana tveggja og framtíð þeirra óljós. Roy Keane var sérfræðingur í kringum leikinn hjá Sky Sports sem sýndi hann á Bretlandi í gær en United vann leikinn 2-1 án þeirra félaga. Ákvörðunin um að skilja Rashford eftir utan hóps var þar til umræðu. „Þetta er áhugavert vegna þess að þeir hafa báðir tekið þátt í leikjunum undir stjórn Amorims til þessa. Hann hefur skoðað þá og augljóslega séð eitthvað sem honum líkar ekki, hvort sem það er eitthvað innan vallar eða utan, varðandi hugarfar eða slíkt,“ „Að skilja þá eftir utan hóps er stór ákvörðun en að einhverju leyti ekki óvænt því báðir leikmenn hafa verið slakir og honum hefur þótt nóg vera nóg,“ segir Keane. Micah Richards, fyrrum leikmaður Manchester City, var með Keane í setti og furðaði sig á stöðunni. Sagði Rashford sterkan leikmann sem hlyti að vera hægt að virkja. Þetta yrðu sorgleg endalok fyrir leikmann sem er uppalinn hjá Manchester United. Keane sammældist því að hluta en líkast til væri best fyrir leikmanninn sjálfan, eftir hegðun hans og framlag undanfarin misseri, að hann breyti til. „Þetta gæti verið endirinn. Við skulum ekki afskrifa hann alveg, þetta er einn leikur, en þetta lítur ekki vel út. Ég held að breyting myndi henta honum vel. Hann hefur verið lengi þarna og gert vel, en síðustu tvö ár hafa ekki verið góð og nálgun hans og hugarfar ekki verið gott undanfarið. Ég held það sé gott að slíta þessu samstarfi,“ segir Keane. Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan. Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Jólin verða rauð í Manchesterborg Tvö mörk undir lokin tryggðu Manchester United gríðarlega sætan sigur gegn nágrönnum sínum í Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lið City hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum sínum. 15. desember 2024 18:31 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjá meira
Rashford var skilinn eftir utan leikmannahóps United er liðið mætti Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær, líkt og Alejandro Garnacho. Rúben Amorim, stjóri rauða liðsins í Manchester, virðist vera að senda með því ákveðin skilaboð til leikmannana tveggja og framtíð þeirra óljós. Roy Keane var sérfræðingur í kringum leikinn hjá Sky Sports sem sýndi hann á Bretlandi í gær en United vann leikinn 2-1 án þeirra félaga. Ákvörðunin um að skilja Rashford eftir utan hóps var þar til umræðu. „Þetta er áhugavert vegna þess að þeir hafa báðir tekið þátt í leikjunum undir stjórn Amorims til þessa. Hann hefur skoðað þá og augljóslega séð eitthvað sem honum líkar ekki, hvort sem það er eitthvað innan vallar eða utan, varðandi hugarfar eða slíkt,“ „Að skilja þá eftir utan hóps er stór ákvörðun en að einhverju leyti ekki óvænt því báðir leikmenn hafa verið slakir og honum hefur þótt nóg vera nóg,“ segir Keane. Micah Richards, fyrrum leikmaður Manchester City, var með Keane í setti og furðaði sig á stöðunni. Sagði Rashford sterkan leikmann sem hlyti að vera hægt að virkja. Þetta yrðu sorgleg endalok fyrir leikmann sem er uppalinn hjá Manchester United. Keane sammældist því að hluta en líkast til væri best fyrir leikmanninn sjálfan, eftir hegðun hans og framlag undanfarin misseri, að hann breyti til. „Þetta gæti verið endirinn. Við skulum ekki afskrifa hann alveg, þetta er einn leikur, en þetta lítur ekki vel út. Ég held að breyting myndi henta honum vel. Hann hefur verið lengi þarna og gert vel, en síðustu tvö ár hafa ekki verið góð og nálgun hans og hugarfar ekki verið gott undanfarið. Ég held það sé gott að slíta þessu samstarfi,“ segir Keane. Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan.
Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Jólin verða rauð í Manchesterborg Tvö mörk undir lokin tryggðu Manchester United gríðarlega sætan sigur gegn nágrönnum sínum í Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lið City hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum sínum. 15. desember 2024 18:31 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjá meira
Jólin verða rauð í Manchesterborg Tvö mörk undir lokin tryggðu Manchester United gríðarlega sætan sigur gegn nágrönnum sínum í Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lið City hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum sínum. 15. desember 2024 18:31
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti