Tíska og hönnun

Opnuðu sjóð­heitt hönnunarstúdíó með stæl

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Það var líf og fjör á opnun gallerísins Hakk í síðustu viku.
Það var líf og fjör á opnun gallerísins Hakk í síðustu viku. Nína Kristín Guðmundsdóttir

Menningarlífið iðaði í miðborg Reykjavíkur síðastliðið fimmtudagskvöld þegar splunkunýja hönnunargalleríið Hakk opnaði dyrnar að Óðinsgötu 1. Opnunin var að sögn forsprakka dúnmjúk og nýjasta hönnunartríó landsins Erindrekar frumsýndi þeirra fyrstu línu.

Erindrekar hanna fylgihluti úr æðardúni frá Skálanesi í Seyðisfirði.

Í fréttatilkynningu segir:

„Hið nýstofnaða Hakk gallerí þróar og heldur sýningar auk viðburða á verkum og verkefnum íslenskra jafnt sem erlendra hönnuða og listamanna.

Studio Erindrekar er íslenskt hönnunartríó með aðsetur í Reykjavík og á Seyðisfirði. Stúdíóið er skipað vöruhönnuðunum og æðarbændunum Írisi Indriðadóttur og Signýju Jónsdóttur og fatahönnuðinum og textílsérfræðingnum Sigmundi Páli Freysteinssyni.

Þeirra fyrstu vörur á markaði eru húfur og lúffur úr fyrsta flokks vottuðum æðardúni og vatns- og vindheldri, lífrænni, bómull sem eru handgerðar á Íslandi og seldar í takmörkuðu upplagi. Hönnunartríóið leggur áherslu á vistvæna hönnun og fylgir sjálfbærum vinnubrögðum í hverju smáatriði þar sem þau tína æðardúninn, vinna hann, hanna úr hönum vörur, framleiða og selja.

Þau notast við leikgleði, notagildi og nýstárlegar leiðir til að nýta efni og auðlindir til fulls og leitast við að skapa tímalausa og ábyrga hönnun. Erindrekar voru nýverið tilnefndir til Hönnunarverðlauna Íslands í flokki verks fyrir rannsókn þeirra og sýningu á fatnaði úr íslenskum æðardún. 

Þau halda nú áfram vegferð sinni í að skapa vistvænar flíkur úr æðardúni þar sem staðbundin framleiðsla er þeirra megin hugðarefni en hér má nálgast nánari upplýsingar um þau.“

Á opnuninni var fullt hús gesta sem skálaði í bjór frá villibrugghúsinu Grugg og Makk. Hér má sjá vel valdar myndir frá opnuninni:

Opnunin var vel sótt.Nína Kristín Guðmundsdóttir
Menningarunnendur létu sig ekki vanta.Nína Kristín Guðmundsdóttir
Fatahönnuðurinn Gummi var í góðum gír.Nína Kristín Guðmundsdóttir
List og bjór!Nína Kristín Guðmundsdóttir
Hönnuðurinn Ýr, jafnan þekkt sem Ýrúrarí, mætti á svæðið.Nína Kristín Guðmundsdóttir
Stuð og stemning.Nína Kristín Guðmundsdóttir
Þessir skemmtu sér vel.Nína Kristín Guðmundsdóttir
Þessi glæsilegi heymaður rokkaði vörurnar frá Erindreka.Nína Kristín Guðmundsdóttir
Gestirnir tóku sig vel út í listræna umhverfinu.Nína Kristín Guðmundsdóttir
Skvísulæti!Nína Kristín Guðmundsdóttir
Stappað stuð.Nína Kristín Guðmundsdóttir
Signý Jónsdóttir, ein af Erindreka þríeykinu.Nína Kristín Guðmundsdóttir
Glaðir gestir!Nína Kristín Guðmundsdóttir
Birta Rós og Ýr.Nína Kristín Guðmundsdóttir
Ljós og skuggar.Nína Kristín Guðmundsdóttir
Skál í boðinu!Nína Kristín Guðmundsdóttir
Íris Indriða ræðir við gesti.Nína Kristín Guðmundsdóttir
Skvísur.Nína Kristín Guðmundsdóttir
Umhverfið skapaði mörg skemmtileg samtöl.Nína Kristín Guðmundsdóttir





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.