Krefjast þess að faðir þeirra verði úrskurðaður látinn Árni Sæberg skrifar 16. desember 2024 12:58 Leit var hætt þar sem ekki þótti forsvaranlegt að leggja björgunarmenn í hættu. Landsbjörg Börn Lúðvíks Péturssonar, sem féll í sprungu í Grindavík fyrir rétt tæpu ári, hafa krafist þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að ákveðið verði með dómi að faðir þeirra sé talinn látinn. Í stefnu sem birt var í Lögbirtingablaðinu fyrir helgi segir að börn Lúðvíks, sem eru fjögur og á aldrinum 16 til 27 ára, hafi bent á að fullvíst þyki að Lúðvík hafi fallið ofan í sprungu við Vesturhóp 29 í Grindavík 10. janúar 2024 og sé nú látinn. Lúðvík hafi starfað þann dag við jarðvegsþjöppun og við að fylla upp í sprungur í Grindavík sem þar höfðu myndast vegna jarðskjálfta. Lúðvík hafi verið við störf við á áðurnefndum stað ásamt öðrum manni sem þurft hafi að hverfa frá um stund. Þegar sá maður hafi komið aftur hafi Lúðvík verið horfinn og hafi þá sést ný sprunga á þeim stað sem Lúðvík hafði áður verið að störfum á. Leit hætt þremur sólarhringum síðar Strax hafi verið kallað eftir aðstoð björgunaraðila og hafi slökkvilið, sjúkralið, björgunarsveitir og sérsveit ríkislögreglustjóra þegar hafið leit að Lúðvík. Björgunarstörf hafi verið mjög umfangsmikil og staðið yfir í þrjá sólarhringa. Leit hafi því miður ekki borið árangur og verið hætt að morgni 13. janúar 2024. Börnin hafi kveðið leit hafa verið hætt þar sem frekari aðgerðir hafi verið taldar mjög hættulegar leitarmönnum og engar líkur verið taldar á að Lúðvík myndi finnast. Þau kveði lögreglustjórann á Suðurnesjum hafa stjórnað björgunaraðgerðum og að hann hafi tekið ákvörðun um að leit skyldi hætt. Nánar um atvik, björgunarstörf og lok leitar vísi sóknaraðilar til gagna sem lögð verði fram við þingfestingu málsins. Nokkrir mánuðir í þinghald Í stefnunni segir að börnin hafi kveðist vera skylduerfingjar Lúðvíks og hafi því lögmætra hagsmuna að gæta af því að fá dómsúrlausn um að faðir þeirra skuli talinn látinn eftir að hafa verið horfinn frá 10. janúar 2024. Fyrir því stefnist hér með hverjum þeim sem telur sig geta gefið upplýsingar um dvalarstað eða afdrif Lúðvíks Péturssonar til að mæta á dómþing Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð verði í dómsal 302 í Dómhúsinu við Lækjartorg í Reykjavík 12. mars 2025, klukkan 10. Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Í stefnu sem birt var í Lögbirtingablaðinu fyrir helgi segir að börn Lúðvíks, sem eru fjögur og á aldrinum 16 til 27 ára, hafi bent á að fullvíst þyki að Lúðvík hafi fallið ofan í sprungu við Vesturhóp 29 í Grindavík 10. janúar 2024 og sé nú látinn. Lúðvík hafi starfað þann dag við jarðvegsþjöppun og við að fylla upp í sprungur í Grindavík sem þar höfðu myndast vegna jarðskjálfta. Lúðvík hafi verið við störf við á áðurnefndum stað ásamt öðrum manni sem þurft hafi að hverfa frá um stund. Þegar sá maður hafi komið aftur hafi Lúðvík verið horfinn og hafi þá sést ný sprunga á þeim stað sem Lúðvík hafði áður verið að störfum á. Leit hætt þremur sólarhringum síðar Strax hafi verið kallað eftir aðstoð björgunaraðila og hafi slökkvilið, sjúkralið, björgunarsveitir og sérsveit ríkislögreglustjóra þegar hafið leit að Lúðvík. Björgunarstörf hafi verið mjög umfangsmikil og staðið yfir í þrjá sólarhringa. Leit hafi því miður ekki borið árangur og verið hætt að morgni 13. janúar 2024. Börnin hafi kveðið leit hafa verið hætt þar sem frekari aðgerðir hafi verið taldar mjög hættulegar leitarmönnum og engar líkur verið taldar á að Lúðvík myndi finnast. Þau kveði lögreglustjórann á Suðurnesjum hafa stjórnað björgunaraðgerðum og að hann hafi tekið ákvörðun um að leit skyldi hætt. Nánar um atvik, björgunarstörf og lok leitar vísi sóknaraðilar til gagna sem lögð verði fram við þingfestingu málsins. Nokkrir mánuðir í þinghald Í stefnunni segir að börnin hafi kveðist vera skylduerfingjar Lúðvíks og hafi því lögmætra hagsmuna að gæta af því að fá dómsúrlausn um að faðir þeirra skuli talinn látinn eftir að hafa verið horfinn frá 10. janúar 2024. Fyrir því stefnist hér með hverjum þeim sem telur sig geta gefið upplýsingar um dvalarstað eða afdrif Lúðvíks Péturssonar til að mæta á dómþing Héraðsdóms Reykjavíkur, sem háð verði í dómsal 302 í Dómhúsinu við Lækjartorg í Reykjavík 12. mars 2025, klukkan 10.
Féll í sprungu í Grindavík Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira