Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2024 13:19 Virði Bitcoin hafði í nótt hækkað um 192 prósent á þessu ári. AP/Kin Cheung Virði rafmyntarinnar Bitcoin náði nýjum hæðum í gærkvöldi. Það var eftir að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að hann myndi koma á laggirnar rafmyntarforða Bandaríkjanna. Við það skaust virði Bitcoin, sem er þekktasta rafmynt heims, upp og fór það í fyrsta sinn upp fyrir 106 þúsund dali. Þegar virðið fór hvað hæst var það um 14,7 milljónir króna, fyrir eina Bitcoin. Síðan þá hefur virðið lækkað aftur lítillega. Eins og fram kemur í frétt Reuters hafði virði Bitcoin, þegar mest var, hækkað um 192 prósent á þessu ári. Fréttaveitan segir að þessar hækkanir megi að miklu leyti rekja til væntinga fjárfesta til ríkisstjórnar Donalds Trump. Virðið hefur hækkað um rúm fimmtíu prósent frá því hann sigraði forsetakosningarnar í nóvember. Búist er við því að hann og aðstoðarmenn hans muni auðvelda regluverk og bæta viðhorf fólks til rafmynta. Þó hann hafi á árum áður talað um rafmyntir sem svikamyllu hefur viðhorf Trumps til þeirra breyst mjög. Sérfræðingar telja að ríkisstjórnir eigi um 2,2 prósent af öllum Bitcoin-forða heimsins og þar af eigi Bandaríkin nærri því tvö hundruð þúsund myntir. Rafmyntir Donald Trump Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Við það skaust virði Bitcoin, sem er þekktasta rafmynt heims, upp og fór það í fyrsta sinn upp fyrir 106 þúsund dali. Þegar virðið fór hvað hæst var það um 14,7 milljónir króna, fyrir eina Bitcoin. Síðan þá hefur virðið lækkað aftur lítillega. Eins og fram kemur í frétt Reuters hafði virði Bitcoin, þegar mest var, hækkað um 192 prósent á þessu ári. Fréttaveitan segir að þessar hækkanir megi að miklu leyti rekja til væntinga fjárfesta til ríkisstjórnar Donalds Trump. Virðið hefur hækkað um rúm fimmtíu prósent frá því hann sigraði forsetakosningarnar í nóvember. Búist er við því að hann og aðstoðarmenn hans muni auðvelda regluverk og bæta viðhorf fólks til rafmynta. Þó hann hafi á árum áður talað um rafmyntir sem svikamyllu hefur viðhorf Trumps til þeirra breyst mjög. Sérfræðingar telja að ríkisstjórnir eigi um 2,2 prósent af öllum Bitcoin-forða heimsins og þar af eigi Bandaríkin nærri því tvö hundruð þúsund myntir.
Rafmyntir Donald Trump Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira