Enski boltinn

Hand­tekin vegna and­láts barna­barns Steve Bruce

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Steve Bruce hefur stýrt Blackpool frá því í byrjun september.
Steve Bruce hefur stýrt Blackpool frá því í byrjun september. getty/Andrew Kearns

Kona hefur verið handtekin í tengslum við andlát barnabarns Steves Bruce, knattspyrnustjóra Blackpool.

Lögreglan í Manchester staðfesti að kona á fimmtugsaldri hefði verið hneppt í varðhald vegna gruns um vanrækslu barns.

Hin fjögurra mánaða Madison fannst látin 18. október síðastliðinn. Hún var dóttir Amy Bruce og fótboltamannsins fyrrverandi, Matts Smith.

Steve Bruce missti af leik Blackpool og Barnsley daginn eftir. Bruce þakkaði seinna fyrir stuðninginn sem hann hefði fengið á þessum erfiðu tímum.

Bruce var ráðinn stjóri Blackpool 3. september. Liðið er í 10. sæti ensku C-deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×