Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Atli Ísleifsson skrifar 17. desember 2024 07:51 Lyfjastofnun Danmerkur hefur ákveðið að koma þessum nýju rannsóknum til nefndar Lyfjastofnunar Evrópu. Getty Tvær nýjar rannsóknir vísindamanna við Háskólann í Suður-Danmörku (d. Syddansk Universitet) í Óðinsvéum benda til að mögulega séu auknar líkur á að þeir sem notist við þyngdarstjórnunarlyfið Ozempic þrói með sér sjaldgæfan augnsjúkdóm, Naion. Á heimasíðu Lyfjastofnunar Danmerkur segir að í ljósi þessa hafi stofnunin leitað til nefndar Lyfjastofnunar Evrópu um áhættumat á sviði lyfjagátar (PRAC) til að láta nefndina leggja mat á rannsóknirnar. „Síðustu sex mánuði höfum við legið yfir skýrslur og rannsóknir um hinn alvarlega augnsjúkdóm Naion í samstarfi við evrópska kollega okkar,“ segir Line Michan hjá dönsku Lyfjastofnuninni að því er segir í frétt DR. „Með þessum nýju gagnarannsóknum liggja nú fyrir umfangsmikil gögn úr dönskum og norskum skrám sem PRAC getur stuðst við.“ Í rannsóknunum kemur fram að þeir sem hafi notast við Ozempiz séu tvöfalt líklegri til að þróa með sér Naion en þeir sem hafi notast við önnur lyf. „Áður fyrr sáum við sextíu til sjötíu tilfelli Naion-greininga en nú sjáum við allt að hundrað og fimmtíu,“ segir Jakob Grauslund, prófessor í augnlækningum við SDU og einn meðhöfunda rannsóknarinnar. Fram kemur að ekki sé lagt til að sjúklingar sem notist við Ozempic hætti notkun lyfjanna. Naion sé enn mjög sjaldgæfur og enn séu mjög litlar líkur á að þeir sem noti lyfið þrói með sér sjúkdóminn. Michan leggur sömuleiðis áherslu á að á þessum tímapunkti er ekki hægt að slá því föstu hvort að það sé Ozempic sem valdi aukinni tíðni Naion-augnsjúkdómsins. Lyf Vísindi Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Danmörk Tengdar fréttir Vonast til að fleiri fái niðurgreiðslu á sprautunni Kona sem sprautar sig með þyngdarstjórnunarlyfinu Wegovy vill að lyfið verði niðurgreitt í meira mæli. Hún fær enga niðurgreiðslu og sér fram á að borga rúmlega 300 þúsund á ári fyrir lyfið. 11. október 2024 22:04 Heimilislæknar upplifi stundum pressu á að skrifa lyfin út Dæmi eru um að heimilislæknar upplifi mikinn þrýsting frá skjólstæðingum um að fá þyngdarstjórnunarlyf uppáskrifuð. Þetta segir formaður Félags heimilislækna sem segir ásókn í lyfin gríðarlega og í samræmi við ákveðna hjarðhegðun Íslendinga. 9. október 2024 22:03 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Á heimasíðu Lyfjastofnunar Danmerkur segir að í ljósi þessa hafi stofnunin leitað til nefndar Lyfjastofnunar Evrópu um áhættumat á sviði lyfjagátar (PRAC) til að láta nefndina leggja mat á rannsóknirnar. „Síðustu sex mánuði höfum við legið yfir skýrslur og rannsóknir um hinn alvarlega augnsjúkdóm Naion í samstarfi við evrópska kollega okkar,“ segir Line Michan hjá dönsku Lyfjastofnuninni að því er segir í frétt DR. „Með þessum nýju gagnarannsóknum liggja nú fyrir umfangsmikil gögn úr dönskum og norskum skrám sem PRAC getur stuðst við.“ Í rannsóknunum kemur fram að þeir sem hafi notast við Ozempiz séu tvöfalt líklegri til að þróa með sér Naion en þeir sem hafi notast við önnur lyf. „Áður fyrr sáum við sextíu til sjötíu tilfelli Naion-greininga en nú sjáum við allt að hundrað og fimmtíu,“ segir Jakob Grauslund, prófessor í augnlækningum við SDU og einn meðhöfunda rannsóknarinnar. Fram kemur að ekki sé lagt til að sjúklingar sem notist við Ozempic hætti notkun lyfjanna. Naion sé enn mjög sjaldgæfur og enn séu mjög litlar líkur á að þeir sem noti lyfið þrói með sér sjúkdóminn. Michan leggur sömuleiðis áherslu á að á þessum tímapunkti er ekki hægt að slá því föstu hvort að það sé Ozempic sem valdi aukinni tíðni Naion-augnsjúkdómsins.
Lyf Vísindi Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Danmörk Tengdar fréttir Vonast til að fleiri fái niðurgreiðslu á sprautunni Kona sem sprautar sig með þyngdarstjórnunarlyfinu Wegovy vill að lyfið verði niðurgreitt í meira mæli. Hún fær enga niðurgreiðslu og sér fram á að borga rúmlega 300 þúsund á ári fyrir lyfið. 11. október 2024 22:04 Heimilislæknar upplifi stundum pressu á að skrifa lyfin út Dæmi eru um að heimilislæknar upplifi mikinn þrýsting frá skjólstæðingum um að fá þyngdarstjórnunarlyf uppáskrifuð. Þetta segir formaður Félags heimilislækna sem segir ásókn í lyfin gríðarlega og í samræmi við ákveðna hjarðhegðun Íslendinga. 9. október 2024 22:03 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Vonast til að fleiri fái niðurgreiðslu á sprautunni Kona sem sprautar sig með þyngdarstjórnunarlyfinu Wegovy vill að lyfið verði niðurgreitt í meira mæli. Hún fær enga niðurgreiðslu og sér fram á að borga rúmlega 300 þúsund á ári fyrir lyfið. 11. október 2024 22:04
Heimilislæknar upplifi stundum pressu á að skrifa lyfin út Dæmi eru um að heimilislæknar upplifi mikinn þrýsting frá skjólstæðingum um að fá þyngdarstjórnunarlyf uppáskrifuð. Þetta segir formaður Félags heimilislækna sem segir ásókn í lyfin gríðarlega og í samræmi við ákveðna hjarðhegðun Íslendinga. 9. október 2024 22:03