Enski boltinn

Draumurinn að spila fyrir Liverpool

Stefán Árni Pálsson skrifar
Benóný spilaði eins og engill fyrir KR í sumar.
Benóný spilaði eins og engill fyrir KR í sumar. vísir/sigurjón

Benóný Breki segist vera spenntur fyrir því að fá tækifærið í enska boltanum og stefnir enn hærra sem atvinnumaður á Englandi.

Enska C-deildar liðið Stockport County hefur keypt sóknarmanninn Benóný Breka Andrésson frá Bestu deildar liði KR. Benóný skrifar undir þriggja og hálfs árs samning við félagið en hann verður leikmaður félagsins 1. janúar svo framarlega sem hann fái atvinnuleyfi strax. 

Hann fór á kostum með KR á síðasta tímabili í Bestu deildinni hér heima þar sem að hann skoraði 21 mark í 26 leikjum. Stockport County leikur í C-deildinni á Englandi en stefnir á það að koma sér upp í næstefstu deild í lok tímabilsins.

Góð deild

„Flesta fótboltastráka dreymir um það að fara út og það hefur alltaf verið draumur hjá mér að fara til Englands. Þannig að þegar maður fékk kallið frá Englandi var erfitt að segja nei,“ segir Benóný í Sportpakkanum í gærkvöldi.

„Þessi C-deild er auðvitað bara mjög góð deild og þar er spilaður mjög góður fótbolti. Þó þetta sé C-deild er þetta virkilega góð deild og þegar lið frá Englandi kemur varð ég strax mjög spenntur fyrir því. Það verður síðan ekkert sett allt of mikið pressa á mig til að byrja með og fæ tíma til að koma mér inn í þetta og þannig verða fyrstu vikurnar.“

Hann segir að Stockport menn hafi í raun ekki þurft að selja honum dæmið lengi. En hvert stefnir framherjinn?

„Ég hef alltaf verið Liverpool maður og að vera kominn til Englands er skref nær því að vera kominn þangað.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×