Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Jakob Bjarnar skrifar 17. desember 2024 09:59 Huginn eða Muninn. Tveir hrafnar hafa lagt það í vana sinn að elta hópa uppá jökul og snýkja bita. vísir/rax Krummar eru klókir fuglar og í Öræfasveitinni eru tveir hrafnar sem hafa lagt það í vana sinn að fylgja hópum uppá jökul. Þeir græða oftast bita á því. Íris Petersen er jöklaleiðsögumaður en þegar blaðamaður Vísis náði af henni tali var hún stödd í klifurferð úti í Marakkó. „Já, ég er í klettaklifurferð með vinum mínum, í Atlasfjöllunum sem er fjallgarður. Aðeins að komast í sól og d-vítamín áður en jólin koma. Ég og maðurinn minn, sem er hérna líka, vinnum við fjallaleiðsögn og það er gott að geta farið í svona fínt loftslag og skemmt sér við að klifra á þessum árstíma.“ Klókir hrafnar Íris, sem er 29 ára, er að koma til landsins til að halda heilög jól á heimaslóðum. Hún er öll í klifrinu en þó forvitnilegt megi heita var ástæðan fyrir því að Vísir truflaði hana í Marokkó ekki sú að forvitnast um fjallamennsku þar heldur hér heima. Vísir hafði nefnilega frétt af tveimur hröfnum sem eiga það til að fylgja hópum uppá jökul. vísir/rax „Já, þeir eru mjög klókir eins og við vitum. Þeir hafa fundið út úr því, þegar við förum á Falljökul, sem er einn af vinsælustu jöklunum, og þeir fylgja hópum á jökli að þá megi þeir eiga von á mola af einhverju góðgæti.“ Þessu fékk Ragnar Axelsson ljósmyndari Vísis að kynnast en hann var þarna ásamt Írisi og fleirum, hátt uppi í ísfjalli sem er brattur skriðjökull. Og hann náði að festa þá á filmu. „Ef maður fer eins langt og maður kemst, þá köllum við það ísfall, þar eru ísturnar og mjög fallegt landslag. Við settumst þarna niður í smá hádegispásu, og þá komu hrafnarnir og vildu helst kjöt eða eitthvað gotterí.“ vísir/rax Íris segir hrafnana halda saman alla ævi og hún gerir því skóna að um sé að ræða par sem haldi til í Svínafelli, sem er næsta fjall við Falljökul. „Annar er minni, hinn stærri og ég geri þá ráð fyrir því að það sé karlfuglinn.“ Huginn og Muninn Óðins Íris hefur ekki gefið þeim nafn ennþá. „Nei, eða, ég veit það ekki. Ég kalla þá bara Huginn og Muninn hans Óðins. Geri ráð fyrir því að þetta séu þeir. Það var fyndið í Covid, en þá voru færri ferðir en við vorum að fara með íslenska hópa uppá Hvannadalshnjúk. Þá tekur maður morgunmatinn í 11 hundruð metra hæð, þar stoppar maður áður en lagt er á jökulinn, og þá var maður farinn að hitta þau þar.“ vísir/rax Þá gengur sem sagt hópurinn uppá Sandfell, sem er í 11 hundruð metra hæð og er lína á milli af öryggisástæðum. Íris segir að nú sé svakalegur gangur í jöklaferðum. „Þetta er alltaf jafn vinsælt. Ég er meira í prívatferðum og kennslu í f fjallamennskunámi FSA og jöklaleiðsögn hjá félagið fjallaleiðsögumanna á Íslandi/AIMG. En það er mikið að gera í jöklaferðamennsku. Að vetrarlagi er fólk að sækja í íshella og svoleiðis.“ vísir/rax Þessi tegund af ferðamennsku hefur vaxtið til mikilla muna. Þegar Íris byrjað, sem var 2015, var hún að leiðsegja á jökla, en það var aðallega á sumrin. „Það munar um það fyrir okkur sem búum á svæðinu að þetta sé heilsársstarfsemi.“ Margir telja svartan fugl ógæfumerki Og hrafnarnir elta. Eru ferðamennirnir allir jafn ánægðir með þennan óvanalega félagsskap? „Það er misjafnt. Ég hef upplifað að fólk frá sumum asískum löndum er ekki allt hrifið. En sumir svartir fuglar eru taldir boða ógæfu. En þegar við segjum þeim að hrafnarnir búi á Íslandi allan ársins hring, þá verða þeir hrifnir. Vísir/Rax Svo hef ég stundum sagt fólki sögur um að ef fólk hefur átt gott samband við hrafninn geti hann varað mann við hættum. Kona nokkur sem var búin að gefa hrafninum og var orðin vinkona hans varð fyrir því að skriða kom á bæ hennar. En hrafninn var þá búinn að vara hana við og bjargaði lífi hennar.“ Íris segir fjallaleiðsögufyrirtæki hennar heita Tindaborg og að þau hjónin búi í Svínafelli, á næstu slóðum við falljökul. „Þetta er fallegasta sveit landsins. Við búum beint undir Hvannadalshnjúki. Staðurinn til að vera á ef maður er í fjallamennsku og klifri.“ vísir/rax Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX Jöklar á Íslandi Dýr Fuglar Ferðamennska á Íslandi Ljósmyndun Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Íris Petersen er jöklaleiðsögumaður en þegar blaðamaður Vísis náði af henni tali var hún stödd í klifurferð úti í Marakkó. „Já, ég er í klettaklifurferð með vinum mínum, í Atlasfjöllunum sem er fjallgarður. Aðeins að komast í sól og d-vítamín áður en jólin koma. Ég og maðurinn minn, sem er hérna líka, vinnum við fjallaleiðsögn og það er gott að geta farið í svona fínt loftslag og skemmt sér við að klifra á þessum árstíma.“ Klókir hrafnar Íris, sem er 29 ára, er að koma til landsins til að halda heilög jól á heimaslóðum. Hún er öll í klifrinu en þó forvitnilegt megi heita var ástæðan fyrir því að Vísir truflaði hana í Marokkó ekki sú að forvitnast um fjallamennsku þar heldur hér heima. Vísir hafði nefnilega frétt af tveimur hröfnum sem eiga það til að fylgja hópum uppá jökul. vísir/rax „Já, þeir eru mjög klókir eins og við vitum. Þeir hafa fundið út úr því, þegar við förum á Falljökul, sem er einn af vinsælustu jöklunum, og þeir fylgja hópum á jökli að þá megi þeir eiga von á mola af einhverju góðgæti.“ Þessu fékk Ragnar Axelsson ljósmyndari Vísis að kynnast en hann var þarna ásamt Írisi og fleirum, hátt uppi í ísfjalli sem er brattur skriðjökull. Og hann náði að festa þá á filmu. „Ef maður fer eins langt og maður kemst, þá köllum við það ísfall, þar eru ísturnar og mjög fallegt landslag. Við settumst þarna niður í smá hádegispásu, og þá komu hrafnarnir og vildu helst kjöt eða eitthvað gotterí.“ vísir/rax Íris segir hrafnana halda saman alla ævi og hún gerir því skóna að um sé að ræða par sem haldi til í Svínafelli, sem er næsta fjall við Falljökul. „Annar er minni, hinn stærri og ég geri þá ráð fyrir því að það sé karlfuglinn.“ Huginn og Muninn Óðins Íris hefur ekki gefið þeim nafn ennþá. „Nei, eða, ég veit það ekki. Ég kalla þá bara Huginn og Muninn hans Óðins. Geri ráð fyrir því að þetta séu þeir. Það var fyndið í Covid, en þá voru færri ferðir en við vorum að fara með íslenska hópa uppá Hvannadalshnjúk. Þá tekur maður morgunmatinn í 11 hundruð metra hæð, þar stoppar maður áður en lagt er á jökulinn, og þá var maður farinn að hitta þau þar.“ vísir/rax Þá gengur sem sagt hópurinn uppá Sandfell, sem er í 11 hundruð metra hæð og er lína á milli af öryggisástæðum. Íris segir að nú sé svakalegur gangur í jöklaferðum. „Þetta er alltaf jafn vinsælt. Ég er meira í prívatferðum og kennslu í f fjallamennskunámi FSA og jöklaleiðsögn hjá félagið fjallaleiðsögumanna á Íslandi/AIMG. En það er mikið að gera í jöklaferðamennsku. Að vetrarlagi er fólk að sækja í íshella og svoleiðis.“ vísir/rax Þessi tegund af ferðamennsku hefur vaxtið til mikilla muna. Þegar Íris byrjað, sem var 2015, var hún að leiðsegja á jökla, en það var aðallega á sumrin. „Það munar um það fyrir okkur sem búum á svæðinu að þetta sé heilsársstarfsemi.“ Margir telja svartan fugl ógæfumerki Og hrafnarnir elta. Eru ferðamennirnir allir jafn ánægðir með þennan óvanalega félagsskap? „Það er misjafnt. Ég hef upplifað að fólk frá sumum asískum löndum er ekki allt hrifið. En sumir svartir fuglar eru taldir boða ógæfu. En þegar við segjum þeim að hrafnarnir búi á Íslandi allan ársins hring, þá verða þeir hrifnir. Vísir/Rax Svo hef ég stundum sagt fólki sögur um að ef fólk hefur átt gott samband við hrafninn geti hann varað mann við hættum. Kona nokkur sem var búin að gefa hrafninum og var orðin vinkona hans varð fyrir því að skriða kom á bæ hennar. En hrafninn var þá búinn að vara hana við og bjargaði lífi hennar.“ Íris segir fjallaleiðsögufyrirtæki hennar heita Tindaborg og að þau hjónin búi í Svínafelli, á næstu slóðum við falljökul. „Þetta er fallegasta sveit landsins. Við búum beint undir Hvannadalshnjúki. Staðurinn til að vera á ef maður er í fjallamennsku og klifri.“ vísir/rax Vísir/RAX Vísir/RAX Vísir/RAX
Jöklar á Íslandi Dýr Fuglar Ferðamennska á Íslandi Ljósmyndun Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Kanónur í jólakósí Menning Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira