Nauðsynlegt og löngu tímabært Valur Páll Eiríksson skrifar 18. desember 2024 08:00 Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, með vinnuvélarnar kærkomnu í bakgrunn. Vísir/Einar Loksins, segja KR-ingar sem sáu vinnvélar komnar til starfa við aðalvöll félagsins í vikunni. Fyrsta skref í átt að nýrri ásýnd svæðis félagsins hefur verið tekið. „Það er virkilega ljúft að sjá vinnutækin komin á svæðið og byrjuð að grafa. Þetta er gleðiefni, það er engin spurning,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, í samtali við íþróttadeild. Gröfur voru að störfum þegar fréttamann bar að í gær. Um er að ræða fyrsta áfanga af mörgum í allsherjar uppbyggingu á svæði KR. Fjölnotaíþróttahús, tengibygging og íbúðir munu rísa. Stúka verður báðu megin KR-vallar og flóðlýsing á aðalvellinum.Vísir/Einar KR-ingar hafa beðið lengi eftir aðgerðum á svæði sínu sem hefur haldist meira og minna óbreytt frá aldamótum. Hugmyndir um nýja ásýnd þess má rekja aftur til áranna fyrir hrun. „Þetta er stór áfangi. Það er búið að bíða lengi eftir þessu. Loksins er þetta komið af stað, fyrsti áfanginn hjá okkur. Þetta var löng bið en kærkomið að sjá menn byrja,“ segir Pálmi Rafn. Vonast til að völlurinn verði klár í apríl Byrjað er á því að rífa upp sögulegt gras aðalvallarins þar sem ófáir titlarnir hafa unnist. Grasið hefur þó reynst Vesturbæingum ljár í þúfu undanfarin ár vegna ástands þess. KR-ingar hófu og luku nýliðinu tímabili á heimavelli Þróttar og það hefur orðið venja undanfarin ár að KR spili fyrstu heimaleikina á öðrum velli. Vonast er til þess að völlurinn verði klár áður en keppni hefst í Bestu deild karla og Lengjudeild kvenna í vor. „Auðvitað erum við alltaf háð veðurguðunum og vonandi verða þeir með okkur í liði. Það er stefnt að því að þetta verði klárt í byrjun apríl, eða í kringum það. Ef veðrið verður ekki með okkur í liði kannski seinkar því eitthvað aðeins en þetta á að vera klárt í vor,“ segir Pálmi Rafn. Nauðsynlegt að fá annað gervigras Mestu munar KR-inga þó um að fá annan gervigrasvöll á svæði sitt en aðeins einn slíkur hefur verið til staðar frá því að sá fyrsti var vígður upp úr aldamótum. Einn slíkur dugi skammt fyrir hundruði iðkenda auk þriggja meistaraflokka. „Það munar auðvitað bara öllu. Þetta er alveg nauðsynlegt fyrir okkur. Við erum bara búin að vera með einn gervigrasvöll alla vetur. Að vera með 800 iðkendur og þrjá meistaraflokka á einu gervigrasvelli er ekki nógu gott. Það er eitthvað sem var algjörlega nauðsynlegt fyrir okkur. Menn geta deilt um hvort við eigum að spila á grasi eða gervigrasi almennt en fyrir okkur snýst þetta um æfingaaðstöðu,“ segir Pálmi Rafn. Fyrsta skref af nokkrum Um er að ræða fyrsta fasa á allsherjar uppbyggingu á KR-svæðinu. Vinna við fjölnotaíþróttahús á að hefjast síðar í vetur en það á að rísa á Flyðrugrandavelli. Langtímaáætlanir gera ráð fyrir tengibyggingu milli þess húss og félagsheimilis KR og sömuleiðis fyrir íbúðum meðfram Kaplaskjólsvegi á lóðinni. „Næsti fasi á eftir þessu er fjölnotaíþróttahús sem kemur á æfingavöllinn okkar á milli aðalvallar og gervigrass. Það er að fara vonandi í gang í febrúar. Það verður, aftur, kærkomið, þá fáum við fleiri deildir inn til okkar með þeirri byggingu. Það er fasi tvö, sem tekur einhvern smá tíma. Þetta verður auðvitað smá byggingasvæði hérna á næstunni en er nauðsynlegt fyrir félagið og löngu, löngu tímabært,“ segir Pálmi Rafn. Fréttina úr Sportpakkanum má sjá að ofan en viðtal við Pálma í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Pálmi Rafn fer yfir framkvæmdir KR-inga KR Besta deild karla Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna Reykjavík Fótbolti Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
„Það er virkilega ljúft að sjá vinnutækin komin á svæðið og byrjuð að grafa. Þetta er gleðiefni, það er engin spurning,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, framkvæmdastjóri KR, í samtali við íþróttadeild. Gröfur voru að störfum þegar fréttamann bar að í gær. Um er að ræða fyrsta áfanga af mörgum í allsherjar uppbyggingu á svæði KR. Fjölnotaíþróttahús, tengibygging og íbúðir munu rísa. Stúka verður báðu megin KR-vallar og flóðlýsing á aðalvellinum.Vísir/Einar KR-ingar hafa beðið lengi eftir aðgerðum á svæði sínu sem hefur haldist meira og minna óbreytt frá aldamótum. Hugmyndir um nýja ásýnd þess má rekja aftur til áranna fyrir hrun. „Þetta er stór áfangi. Það er búið að bíða lengi eftir þessu. Loksins er þetta komið af stað, fyrsti áfanginn hjá okkur. Þetta var löng bið en kærkomið að sjá menn byrja,“ segir Pálmi Rafn. Vonast til að völlurinn verði klár í apríl Byrjað er á því að rífa upp sögulegt gras aðalvallarins þar sem ófáir titlarnir hafa unnist. Grasið hefur þó reynst Vesturbæingum ljár í þúfu undanfarin ár vegna ástands þess. KR-ingar hófu og luku nýliðinu tímabili á heimavelli Þróttar og það hefur orðið venja undanfarin ár að KR spili fyrstu heimaleikina á öðrum velli. Vonast er til þess að völlurinn verði klár áður en keppni hefst í Bestu deild karla og Lengjudeild kvenna í vor. „Auðvitað erum við alltaf háð veðurguðunum og vonandi verða þeir með okkur í liði. Það er stefnt að því að þetta verði klárt í byrjun apríl, eða í kringum það. Ef veðrið verður ekki með okkur í liði kannski seinkar því eitthvað aðeins en þetta á að vera klárt í vor,“ segir Pálmi Rafn. Nauðsynlegt að fá annað gervigras Mestu munar KR-inga þó um að fá annan gervigrasvöll á svæði sitt en aðeins einn slíkur hefur verið til staðar frá því að sá fyrsti var vígður upp úr aldamótum. Einn slíkur dugi skammt fyrir hundruði iðkenda auk þriggja meistaraflokka. „Það munar auðvitað bara öllu. Þetta er alveg nauðsynlegt fyrir okkur. Við erum bara búin að vera með einn gervigrasvöll alla vetur. Að vera með 800 iðkendur og þrjá meistaraflokka á einu gervigrasvelli er ekki nógu gott. Það er eitthvað sem var algjörlega nauðsynlegt fyrir okkur. Menn geta deilt um hvort við eigum að spila á grasi eða gervigrasi almennt en fyrir okkur snýst þetta um æfingaaðstöðu,“ segir Pálmi Rafn. Fyrsta skref af nokkrum Um er að ræða fyrsta fasa á allsherjar uppbyggingu á KR-svæðinu. Vinna við fjölnotaíþróttahús á að hefjast síðar í vetur en það á að rísa á Flyðrugrandavelli. Langtímaáætlanir gera ráð fyrir tengibyggingu milli þess húss og félagsheimilis KR og sömuleiðis fyrir íbúðum meðfram Kaplaskjólsvegi á lóðinni. „Næsti fasi á eftir þessu er fjölnotaíþróttahús sem kemur á æfingavöllinn okkar á milli aðalvallar og gervigrass. Það er að fara vonandi í gang í febrúar. Það verður, aftur, kærkomið, þá fáum við fleiri deildir inn til okkar með þeirri byggingu. Það er fasi tvö, sem tekur einhvern smá tíma. Þetta verður auðvitað smá byggingasvæði hérna á næstunni en er nauðsynlegt fyrir félagið og löngu, löngu tímabært,“ segir Pálmi Rafn. Fréttina úr Sportpakkanum má sjá að ofan en viðtal við Pálma í heild í spilaranum að neðan. Klippa: Pálmi Rafn fer yfir framkvæmdir KR-inga
KR Besta deild karla Íslenski boltinn Lengjudeild kvenna Reykjavík Fótbolti Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira