Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. desember 2024 19:23 Gleðin leyndi sér ekki þegar ábreiðuband fjögurra stráka og einnar stelpu, sem öll elska Iceguys, fengu að hitta átrúnaðargoðin sín í dag. vísir/elísabet Ábreiðuband fimm stráka sem elska Iceguys, fengu að hitta átrúnaðargoðin sín í dag. Rúrik segist ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið, það sé alltaf tækifæri til bætinga. Í fréttum okkar um helgina sögðum við frá ábreiðubandinu sem stofnað er af helstu aðdáendum hljómsveitarinnar. Þá sögðu þeir það langþráðan draum að fá að hitta hljómsveitarmeðlimina fimm. Sú ósk rættist í dag þegar tónlistarmennirnir buðu strákunum að hitta sig í verslun þeirra í Kringlunni og gleðin leyndi sér ekki. Fagmennskan uppmáluð „Þetta er ekkert eðlilega gott dæmi. Við erum líka búnir að sjá heimagerð myndbönd þar sem þeir eru að æfa sig, þar eru öll spor upp á tíu. Það sem skiptir líka máli það er gleðin og einlægnin,“ segir Jón Jónsson, tónlistarmaður. Aron Can tekur undir og segir fagmennskuna skína í gegn. Nú eru þið stundum uppteknir, gætu þeir troðið upp fyrir ykkur þegar þið komist ekki á gigg? „Það væri rosalegt, að hafa aðra sveit til að senda. Við giggum reyndar bara einu sinni á ári en kannski árið 2026 verðum við allir í útlöndum og fáum þá kannski til að stíga inn í,“ segir Herra Hnetusmjör og strákarnir í ábreiðubandinu segjast heldur betur til í það. „U já, ég er til í það,“ segir Kristófer Karl. Allir saman í liði Tónlistarmennirnir óttast ekki samkeppni frá ábreiðubandinu enda séu þeir allir góðir vinir. „Mér líður frekar eins og við og þeir séu í sama liði,“ segir Rúrik Gíslason. En það er enginn Rúrik í ábreiðubandinu, ertu miður þín yfir því? „Ég reyndar varð var við það í innslaginu... en ég á mikið inni í tónlistinni þannig ég þarf kannski bara að stíga upp,“ segir Rúrik kíminn. „Við í hljómsveitinni segjum reyndar að sexy Ru kemur ekki í tvíriti þannig það er kannski bara málið.“ Þegar er búið að bóka ábreiðubandið sem mun á næstunni koma fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Og þá er ekki úr vegi að æfa sporin. Í sjónvarpsfréttinni hér að ofan sést hópurinn taka dansinn við lagið Krumla sem allir kunna upp á hár. Tónleikar á Íslandi Tónlist Börn og uppeldi Krakkar Ástin og lífið Tengdar fréttir Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Fjórir strákar sem mynda saman ábreiðuband eru stærstu aðdáendur strákabandsins IceGuys sem eru með tónleika í kvöld. 14. desember 2024 20:02 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Í fréttum okkar um helgina sögðum við frá ábreiðubandinu sem stofnað er af helstu aðdáendum hljómsveitarinnar. Þá sögðu þeir það langþráðan draum að fá að hitta hljómsveitarmeðlimina fimm. Sú ósk rættist í dag þegar tónlistarmennirnir buðu strákunum að hitta sig í verslun þeirra í Kringlunni og gleðin leyndi sér ekki. Fagmennskan uppmáluð „Þetta er ekkert eðlilega gott dæmi. Við erum líka búnir að sjá heimagerð myndbönd þar sem þeir eru að æfa sig, þar eru öll spor upp á tíu. Það sem skiptir líka máli það er gleðin og einlægnin,“ segir Jón Jónsson, tónlistarmaður. Aron Can tekur undir og segir fagmennskuna skína í gegn. Nú eru þið stundum uppteknir, gætu þeir troðið upp fyrir ykkur þegar þið komist ekki á gigg? „Það væri rosalegt, að hafa aðra sveit til að senda. Við giggum reyndar bara einu sinni á ári en kannski árið 2026 verðum við allir í útlöndum og fáum þá kannski til að stíga inn í,“ segir Herra Hnetusmjör og strákarnir í ábreiðubandinu segjast heldur betur til í það. „U já, ég er til í það,“ segir Kristófer Karl. Allir saman í liði Tónlistarmennirnir óttast ekki samkeppni frá ábreiðubandinu enda séu þeir allir góðir vinir. „Mér líður frekar eins og við og þeir séu í sama liði,“ segir Rúrik Gíslason. En það er enginn Rúrik í ábreiðubandinu, ertu miður þín yfir því? „Ég reyndar varð var við það í innslaginu... en ég á mikið inni í tónlistinni þannig ég þarf kannski bara að stíga upp,“ segir Rúrik kíminn. „Við í hljómsveitinni segjum reyndar að sexy Ru kemur ekki í tvíriti þannig það er kannski bara málið.“ Þegar er búið að bóka ábreiðubandið sem mun á næstunni koma fram í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Og þá er ekki úr vegi að æfa sporin. Í sjónvarpsfréttinni hér að ofan sést hópurinn taka dansinn við lagið Krumla sem allir kunna upp á hár.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Börn og uppeldi Krakkar Ástin og lífið Tengdar fréttir Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Fjórir strákar sem mynda saman ábreiðuband eru stærstu aðdáendur strákabandsins IceGuys sem eru með tónleika í kvöld. 14. desember 2024 20:02 Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Fjórir strákar sem mynda saman ábreiðuband eru stærstu aðdáendur strákabandsins IceGuys sem eru með tónleika í kvöld. 14. desember 2024 20:02