Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. desember 2024 18:49 Þó nokkrir hafa áhyggjur af því hvort að pakkar þeirra skili sér erlendis frá fyrir hátíðirnar. getty/Jordan Lye „Það hefur verið mesta umræðan um vörur erlendis frá. Þar er tappinn bara flugvélar. Það er bara ekki meira pláss í vélunum. Þeir sem hafa þurft að bíða svona lengi, í tíu daga eða eitthvað svoleiðis. Það eru þá flugvélarnar sem eru fullar.“ Þetta segir Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp, í samtali við Reykjavík síðdegis um áhyggjur fólks sem bíður eftir pökkum og vörum sem það hefur pantað erlendis frá fyrir jólin. Þó nokkrir neytendur séu orðnir stressaðir. Hrólfur ítrekar að fólk þurfi ekki að hafa of miklar áhyggjur þrátt fyrir biðina og bendir á að það fari alltaf skip frá Danmörku á föstudögum sem skilar sér í höfn í Þorlákshöfn á mánudögum. „Það kom skip í gær, með helling af pökkum sem að berast núna í þessari viku,“ segir hann og bætir við að miðað við stöðuna eins og hún er núna telji hann að fólk fái pakkana sína fyrir jól. Bólar enn ekkert á jólagjöf barnabarnsins Ef miða má við umræðuna á samfélagsmiðlum og þá sér í lagi í hópum á Facebook eru þó nokkrir áhyggjufullir yfir því hvort að vörur sem þeir hafa pantað erlendis frá muni skila sín til landsins í tæka tíð áður en jólin ganga í garð. Einn neytandi segir frá raunum sínum á hópnum Markaðsnördar á Facebook. Hann hafði pantað gjöf fyrir barnabarn sitt þann 5. desember á afslætti. Vörurnar sem hann pantaði áttu að berast innan tveggja til þriggja virkra daga en í dag, tólf dögum síðar, bólar enn ekkert á þeim. Maðurinn hafi sent kvörtun á bæði Boozt og Dropp og fengið þau svör að vegna fjölda pantana hafi stór hluti verið sendur með skipaflutningi í stað þess að vera sendur með flugvél. Vegna þessa taki sendingarnar lengri tíma en vanalega. Ekki var hægt að gefa nákvæman tímaramma um hvenær sendingin muni berast. Neytandi þessi tekur fram í færslunni að ekki sé við Dropp að sakast þar sem fyrirtækið komi ekki að innflutningi. Dropp taki við sendingum þegar þær eru komnar til landsins og dreifi þeim um landið. Tvöfalda starfsmannafjölda í nóvember og desember Hrólfur ítrekar að ástæða seinkunar á vörusendingum sé ekki vegna tafa hér á landi. „Netverslun eykst gífurlega í nóvember og desember, þannig að aðfangakeðjurnar eru bara ekki gerðar fyrir að fá allt í einu tuttugufalt magn á einum degi. Þannig að afhendingartími sem fólk er búið að venjast, kannski tveir til þrír dagar, sem er góð þjónusta gengur engan veginn upp þegar að allir fara á sama kvöldi og panta sér jólagjafirnar,“ segir hann og vísar í tilboðsdaga líkt og dag einhleypa, svartan föstudag og stafrænan mánudag. Allt árið sé Dropp að undirbúa fyrir nóvember og desember sem séu lang stærstu mánuðirnir. Fyrirtækið tvöfaldi starfsmannafjölda og bílaflotan fyrir þessa mánuði. Hver er tíminn sem að þið lofið? „Venjulega er það sem við fáum til okkar fyrir klukkan tvö á daginn tilbúið fyrir klukkan fimm á höfuðborgarsvæðinu þannig að fólk geti sótt það á leið heim úr vinnu. 80 prósent sækir á milli fimm og sjö. Flestir eru að sækja á leiðinni heim.“ Neytendur Jól Pósturinn Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Þetta segir Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp, í samtali við Reykjavík síðdegis um áhyggjur fólks sem bíður eftir pökkum og vörum sem það hefur pantað erlendis frá fyrir jólin. Þó nokkrir neytendur séu orðnir stressaðir. Hrólfur ítrekar að fólk þurfi ekki að hafa of miklar áhyggjur þrátt fyrir biðina og bendir á að það fari alltaf skip frá Danmörku á föstudögum sem skilar sér í höfn í Þorlákshöfn á mánudögum. „Það kom skip í gær, með helling af pökkum sem að berast núna í þessari viku,“ segir hann og bætir við að miðað við stöðuna eins og hún er núna telji hann að fólk fái pakkana sína fyrir jól. Bólar enn ekkert á jólagjöf barnabarnsins Ef miða má við umræðuna á samfélagsmiðlum og þá sér í lagi í hópum á Facebook eru þó nokkrir áhyggjufullir yfir því hvort að vörur sem þeir hafa pantað erlendis frá muni skila sín til landsins í tæka tíð áður en jólin ganga í garð. Einn neytandi segir frá raunum sínum á hópnum Markaðsnördar á Facebook. Hann hafði pantað gjöf fyrir barnabarn sitt þann 5. desember á afslætti. Vörurnar sem hann pantaði áttu að berast innan tveggja til þriggja virkra daga en í dag, tólf dögum síðar, bólar enn ekkert á þeim. Maðurinn hafi sent kvörtun á bæði Boozt og Dropp og fengið þau svör að vegna fjölda pantana hafi stór hluti verið sendur með skipaflutningi í stað þess að vera sendur með flugvél. Vegna þessa taki sendingarnar lengri tíma en vanalega. Ekki var hægt að gefa nákvæman tímaramma um hvenær sendingin muni berast. Neytandi þessi tekur fram í færslunni að ekki sé við Dropp að sakast þar sem fyrirtækið komi ekki að innflutningi. Dropp taki við sendingum þegar þær eru komnar til landsins og dreifi þeim um landið. Tvöfalda starfsmannafjölda í nóvember og desember Hrólfur ítrekar að ástæða seinkunar á vörusendingum sé ekki vegna tafa hér á landi. „Netverslun eykst gífurlega í nóvember og desember, þannig að aðfangakeðjurnar eru bara ekki gerðar fyrir að fá allt í einu tuttugufalt magn á einum degi. Þannig að afhendingartími sem fólk er búið að venjast, kannski tveir til þrír dagar, sem er góð þjónusta gengur engan veginn upp þegar að allir fara á sama kvöldi og panta sér jólagjafirnar,“ segir hann og vísar í tilboðsdaga líkt og dag einhleypa, svartan föstudag og stafrænan mánudag. Allt árið sé Dropp að undirbúa fyrir nóvember og desember sem séu lang stærstu mánuðirnir. Fyrirtækið tvöfaldi starfsmannafjölda og bílaflotan fyrir þessa mánuði. Hver er tíminn sem að þið lofið? „Venjulega er það sem við fáum til okkar fyrir klukkan tvö á daginn tilbúið fyrir klukkan fimm á höfuðborgarsvæðinu þannig að fólk geti sótt það á leið heim úr vinnu. 80 prósent sækir á milli fimm og sjö. Flestir eru að sækja á leiðinni heim.“
Neytendur Jól Pósturinn Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira