Innlent

Eldur í iðnaðar­hús­næði á Akur­eyri

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Slökkvistarf gekk vel að sögn slökkvistjóra. 
Slökkvistarf gekk vel að sögn slökkvistjóra.  Vísir/Vilhelm

Eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Draupnisgötu á Akureyri í kvöld. Tilkynning barst slökkviliði um hálftíuleytið.

Gunnar Rúnar Ólafsson slökkviliðsstjóri á Akureyri staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir mikinn reyk leggja frá húsinu. Slökkvistarf á vettvangi sé hafið og reykkafarar séu farnir inn í húsið. 

Uppfært 22:00: Gunnar segir reykkafara hafa komist að eldinum. Eldurinn hafi borist í þak hússins og nú sé unnið að því að rjúfa þakið. Hann segir húsið hafa verið mannlaust þegar eldurinn kviknaði.

Uppfært 23:30: Búið er að slökkva eldinn að sögn Gunnars. Slökkviliðsmenn eru sem stendur að ganga frá og tryggja að slokknað hafi í öllum glæðum. Gunnar segir slökkvistarf hafa gengið vel og engan sakað. 

Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur hafið rannsókn á tildrögum eldsins.

Fréttin hefur verið  uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×