Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2024 11:06 Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir (t.h.) kærði ummæli Stefáns Einars Stefánssonar (t.h.) um sig sem féllu í spjallþætti á mbl.is í október. Vísir Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands sýknaði Stefán Einar Stefánsson, þáttastjórnanda á Morgunblaðinu, af kæru Salvarar Gullbrár Þórarinsdóttur, leikkonu, vegna ummæla sem hún taldi stríða gegn siðareglum blaðamanna. Stefán Einar neitaði sjálfur að viðurkenna að siðanefndin hefði lögsögu yfir honum. Tilefni kærunnar voru ummæli sem Stefán Einar viðhafði um Salvöru í þættinum Spursmálum Morgunblaðsins 22. október. Þar sakaði hann Salvöru um að hafa hvatt til eignaspjalla á utanríkisráðuneytinu í tengslum við mótmæli stuðningsfólks Palestínu. Sagðist hann vonast til þess að þær „brjáluðu hugmyndir“ yrðu ekki í áramótaskaupinu í ár. Þátturinn var sýndur viku eftir að mótmælendur á vegum Félagsins Íslands-Palestínu skvettu rauðri málningu á inngang og stétt utanríkisráðuneytisins við Austurbakka. Salvör, sem er leikkona og einn höfunda áramótaskaupsins, taldi ásakanir Stefáns Einars um að hún hvetti til eignaspjalla tilhæfulausar og alvarlegar. Ummæli hans um „brjálaðar hugmyndir“ hennar væru til þess fallin að grafa undan trúverðugleika hennar sem höfundar. Þá byggði staðhæfing Stefáns Einars um að hún syrgði fall leiðtoga Hamas-samtakanna ekki á neinum heimildum eða staðreyndum. Í kærunni byggði Salvör á að ummælin vörðuðu þrjár greinar siðareglna Blaðamannafélags Íslands sem fjalla meðal annars um að blaðamenn setji ekki fram órökstuddar ásakanir, umfjöllun þeirra sé hlutlæg og að blaðamenn geti uppruna opinberra ummæla. Stefán Einar sendi siðanefnd engin andsvör og vísaði til þess að hún hefði enga löggsögu yfir sér þar sem hann væri ekki félagi í Blaðamannafélaginu. Persónulegar skoðanir sem siðareglur takmarki ekki Siðanefndin sagði aðild að Blaðamannafélaginu ekki forsendu fyrir því að hún tæki málið fyrir og vitnað til fjölda fordæma þesss efnis sem næðu áratugi aftur í tímann. Sýknuúrskurðurinn byggðist fyrst og fremst á því að ummælin hefðu fallið í lið þáttarins þar sem persónulegar skoðanir höfundar væru augljóslega í hávegum. Ummælin hefðu falið í sér tjáningu Stefáns Einars en siðareglurnar settu ekki hömlur á tjáningarfrelsi blaðamanna þótt hann gæti borið ábyrgð á þeim eftir almennum réttarreglum. Siðanefndin féllst ekki á að ummælin brytu gegn ákvæðum siðareglna um að blaðamenn setji ekki fram órökstuddar ásakanir og geri greinarmun á staðreyndum og skoðunum. Hvað varðaði ákvæði reglnanna um að blaðamenn gætu heimilda þegar vitnað væri til opinberra ummæli taldi siðanefndin að þeir hefðu meira frjálsræði í þeim efnum þegar um væri að ræða persónulegar skoðanir. Í Facebook-færslu um úrskurðinn talar Stefán Einar um siðanefndina sem „rannsóknarréttinn“ og sakar Salvöru um að hrella saklaust fólk sem hafi ekki gert annað en að sinna starfi sínu af trúmennsku. Fjölmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Áramótaskaupið Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Tilefni kærunnar voru ummæli sem Stefán Einar viðhafði um Salvöru í þættinum Spursmálum Morgunblaðsins 22. október. Þar sakaði hann Salvöru um að hafa hvatt til eignaspjalla á utanríkisráðuneytinu í tengslum við mótmæli stuðningsfólks Palestínu. Sagðist hann vonast til þess að þær „brjáluðu hugmyndir“ yrðu ekki í áramótaskaupinu í ár. Þátturinn var sýndur viku eftir að mótmælendur á vegum Félagsins Íslands-Palestínu skvettu rauðri málningu á inngang og stétt utanríkisráðuneytisins við Austurbakka. Salvör, sem er leikkona og einn höfunda áramótaskaupsins, taldi ásakanir Stefáns Einars um að hún hvetti til eignaspjalla tilhæfulausar og alvarlegar. Ummæli hans um „brjálaðar hugmyndir“ hennar væru til þess fallin að grafa undan trúverðugleika hennar sem höfundar. Þá byggði staðhæfing Stefáns Einars um að hún syrgði fall leiðtoga Hamas-samtakanna ekki á neinum heimildum eða staðreyndum. Í kærunni byggði Salvör á að ummælin vörðuðu þrjár greinar siðareglna Blaðamannafélags Íslands sem fjalla meðal annars um að blaðamenn setji ekki fram órökstuddar ásakanir, umfjöllun þeirra sé hlutlæg og að blaðamenn geti uppruna opinberra ummæla. Stefán Einar sendi siðanefnd engin andsvör og vísaði til þess að hún hefði enga löggsögu yfir sér þar sem hann væri ekki félagi í Blaðamannafélaginu. Persónulegar skoðanir sem siðareglur takmarki ekki Siðanefndin sagði aðild að Blaðamannafélaginu ekki forsendu fyrir því að hún tæki málið fyrir og vitnað til fjölda fordæma þesss efnis sem næðu áratugi aftur í tímann. Sýknuúrskurðurinn byggðist fyrst og fremst á því að ummælin hefðu fallið í lið þáttarins þar sem persónulegar skoðanir höfundar væru augljóslega í hávegum. Ummælin hefðu falið í sér tjáningu Stefáns Einars en siðareglurnar settu ekki hömlur á tjáningarfrelsi blaðamanna þótt hann gæti borið ábyrgð á þeim eftir almennum réttarreglum. Siðanefndin féllst ekki á að ummælin brytu gegn ákvæðum siðareglna um að blaðamenn setji ekki fram órökstuddar ásakanir og geri greinarmun á staðreyndum og skoðunum. Hvað varðaði ákvæði reglnanna um að blaðamenn gætu heimilda þegar vitnað væri til opinberra ummæli taldi siðanefndin að þeir hefðu meira frjálsræði í þeim efnum þegar um væri að ræða persónulegar skoðanir. Í Facebook-færslu um úrskurðinn talar Stefán Einar um siðanefndina sem „rannsóknarréttinn“ og sakar Salvöru um að hrella saklaust fólk sem hafi ekki gert annað en að sinna starfi sínu af trúmennsku.
Fjölmiðlar Átök í Ísrael og Palestínu Áramótaskaupið Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira