Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. desember 2024 11:37 Jón Haukur Steingrímsson er jarðverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu. Vísir/Vilhelm Áætlað er að verktakar hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári, til þess að hækka varnargarða norðan við orkuverið í Svartsengi. Kostnaður við aðgerðina er minnst milljarður, en verkfræðingur segir tjónið af því að aðhafast ekkert geta orðið mun meira. Dómsmálaráðherra sagði frá því í síðustu viku að til stæði að hækka varnargarða norðaustan og norðvestan við Svartsengi verulega, með það fyrir augum að verja orkuverið. Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir um þrjá garða að ræða, sem eldgos í nóvember hafi sett mikið álag á. Einbeita sér að veikasta punktinum „Þá liggur fyrir að það er veikleiki þar sem þarf að bæta úr til að gerta tekið á móti næstu hraunstraumum. Það er aðallega þetta „L2“ svæði sem er frá Grindavíkurvegi og niður að Njarðvíkuræðinni sem er veikasti punkturinn. Aðalfókusinn er að hækka það,“ segir Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur. Breytilegt sé hversu háir garðarnir verði eftir hækkun. Varnargarðar á Reykjanesskaga.Vísir/Vilhelm „Þetta eru svona átta, níu metrar, og svo deyr það út þarna til vesturs, hægt og rólega. Víða er þetta átta metrar, fylgir hrauninu og dettur svo niður vestan við Bláa lónið.“ Horfa til upphafs febrúar Verið sé að áætla hvað aðgerðir muni taka langan tíma og hvernig vinnufyrirkomulagi verði háttað. „Það eru ákveðnar vísbendingar um að mögulega þurfum við að vera undirbúnir undir næsta atburð í byrjun febrúar, eitthvað þess háttar,“ segir Jón Haukur. „Það þyrfti að nást að koma megninu af þessu fyrir vind á svona fjórum, fimm vikum á nýju ári.“ Haft hefur verið eftir dómsmálaráðherra að hækkunin muni kosta allt að 1,25 milljarða, og heildarkostnaður við garðana sé orðinn meiri en tíu milljarðar. Það sé þó til mikils að vinna að halda heitu vatni á Suðurnesjum. „Það er stóra málið sem er undir, fyrir utan auðvitað að missa sjálft orkuverið. Það yrði gríðarlegt samfélagslegt tjón.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Orkumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Nýtt bílastæði innan varnargarðanna við Bláa lónið var opnað í fyrsta skipti í dag eftir hamfarir sem fylgdu eldgosi á svæðinu í nóvember. Framkvæmdastjóri segir nýja stæðið hafa kostað gífurlegt fjármagn og vinnu. Þá hefur Grindavíkurvegur nú einnig verið opnaður umferð. 15. desember 2024 12:01 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Dómsmálaráðherra sagði frá því í síðustu viku að til stæði að hækka varnargarða norðaustan og norðvestan við Svartsengi verulega, með það fyrir augum að verja orkuverið. Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir um þrjá garða að ræða, sem eldgos í nóvember hafi sett mikið álag á. Einbeita sér að veikasta punktinum „Þá liggur fyrir að það er veikleiki þar sem þarf að bæta úr til að gerta tekið á móti næstu hraunstraumum. Það er aðallega þetta „L2“ svæði sem er frá Grindavíkurvegi og niður að Njarðvíkuræðinni sem er veikasti punkturinn. Aðalfókusinn er að hækka það,“ segir Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur. Breytilegt sé hversu háir garðarnir verði eftir hækkun. Varnargarðar á Reykjanesskaga.Vísir/Vilhelm „Þetta eru svona átta, níu metrar, og svo deyr það út þarna til vesturs, hægt og rólega. Víða er þetta átta metrar, fylgir hrauninu og dettur svo niður vestan við Bláa lónið.“ Horfa til upphafs febrúar Verið sé að áætla hvað aðgerðir muni taka langan tíma og hvernig vinnufyrirkomulagi verði háttað. „Það eru ákveðnar vísbendingar um að mögulega þurfum við að vera undirbúnir undir næsta atburð í byrjun febrúar, eitthvað þess háttar,“ segir Jón Haukur. „Það þyrfti að nást að koma megninu af þessu fyrir vind á svona fjórum, fimm vikum á nýju ári.“ Haft hefur verið eftir dómsmálaráðherra að hækkunin muni kosta allt að 1,25 milljarða, og heildarkostnaður við garðana sé orðinn meiri en tíu milljarðar. Það sé þó til mikils að vinna að halda heitu vatni á Suðurnesjum. „Það er stóra málið sem er undir, fyrir utan auðvitað að missa sjálft orkuverið. Það yrði gríðarlegt samfélagslegt tjón.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Orkumál Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Nýtt bílastæði innan varnargarðanna við Bláa lónið var opnað í fyrsta skipti í dag eftir hamfarir sem fylgdu eldgosi á svæðinu í nóvember. Framkvæmdastjóri segir nýja stæðið hafa kostað gífurlegt fjármagn og vinnu. Þá hefur Grindavíkurvegur nú einnig verið opnaður umferð. 15. desember 2024 12:01 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Nýtt bílastæði innan varnargarðanna við Bláa lónið var opnað í fyrsta skipti í dag eftir hamfarir sem fylgdu eldgosi á svæðinu í nóvember. Framkvæmdastjóri segir nýja stæðið hafa kostað gífurlegt fjármagn og vinnu. Þá hefur Grindavíkurvegur nú einnig verið opnaður umferð. 15. desember 2024 12:01