Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2024 16:49 Matt Gaetz hafði ekki nægilegan stuðning í öldungadeildinni til að verða dómsmálaráðherra en hann hefur lengi þótt óvinsæll innan flokksins. AP/J. Scott Applewhite Meðlimir siðanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings héldu fyrr í desember leynilega atkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðslan var um skýrslu nefndarinnar um Matt Gaetz, umdeildan fyrrverandi þingmann Repúblikanaflokksins sem Donald Trump tilnefndi um tíma í embætti dómsmálaráðherra, og var samþykkt að birta skýrsluna. Búist er við því að skýrslan verði birt seinna í mánuðinum, áður en þingmenn fara í frí yfir jólin, samkvæmt frétt CNN. Gaetz var rannsakaður af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna vegna gruns um að hann hefði átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára stúlku, gegn greiðslu, og mögulega brotið lög gegn mansali. Gaetz og þáverandi pólitískur bandamaður hans, Joel Greenberg, voru grunaðir um að greiða ungum konum og vændiskonum peninga eða gefa þeim gjafir í skiptum fyrir kynlíf. Greenberg sagði í skjali þar sem hann gekkst við sekt að hann hefði greitt konum og í einu tilfelli stúlku undir lögaldri fyrir að hafa mök við hann sjálfan og aðra menn. Rannsókninni var þó hætt og Gaetz ekki ákærður. Trump lýsti því yfir þann 13. nóvember að hann ætlaði að tilnefna Gaetz í embætti dómsmálaráðherra. Gaetz, sem hefur lengi verið ötull stuðningsmaður Trumps, sagði af sér þingmennsku um leið og þar með kom hann í veg fyrir að siðanefndin birti skýrslu upp úr rannsókn sem þingmenn höfðu unnið að. Sjá einnig: Vill sýna þinginu hver ræður Gaetz er verulega óvinsæll innan Repúblikanaflokksins og kom fljótt í ljós að hann gat ekki átt von á því að fá stuðning nægilegra margra öldungadeildarþingmanna til að fá embættið. Því lýsti hann því yfir að hann ætlaði sér ekki að reyna að verða dómsmálaráðherra. Kvartar yfir því að hafa ekki fengið að verja sig Þó að hefðir og venjur siðanefndarinnar segi til um að ekki eigi að birta skýrslur eins og þá um Gaetz ef þingmenn stíga til hliðar fór fram atkvæðagreiðsla um það hvort birta ætti skýrsluna. Sú atkvæðagreiðsla fór fram í lok nóvember og fylgdu atkvæði flokkslínum í nefndinni og skýrslan því ekki birt. Eins og fram kemur í frétt CNN bendir leynilega atkvæðagreiðslan til þess að einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins í nefndinni hafi skipt um skoðun. Sjá einnig: Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Eftir að CNN birti frétt sína sendi Gaetz út yfirlýsingu þar sem hann ítrekar að þrátt fyrir langar rannsóknir hafi hann aldrei verið ákærður. Þá kvartar hann yfir því að hafa ekki fengið tækifæri til að verja sig fyrir framan nefndina. Hann gengst við því að hafa oft sent konum sem hann átti í sambandi við peninga og jafnvel öðrum konum sem báðu hann um pening og segist hafa skemmt sér mikið á fertugsaldri sínum. Gaetz segist aldrei hafa haft mök við stúlku undir átján ára aldri. „Það er skömmustulegt, en ekki glæpsamlegt, að ég skemmti mér, drakk, reykti og var í týgjum við kvenfólk, í óhóflegu mæli fyrr á minni ævi. Ég lifi öðruvísi lífi núna,“ skrifaði Gaetz. The Biden/Garland DOJ spent years reviewing allegations that I committed various crimes. I was charged with nothing: FULLY EXONERATED. Not even a campaign finance violation. And the people investigating me hated me. Then, the very “witnesses” DOJ deemed not-credible were…— Matt Gaetz (@mattgaetz) December 18, 2024 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt Russell Vought, einn aðalhöfunda hins umdeilda Project 2025, til að leiða fjárlagaskrifstofu forsetaembættisins. Vought gegndi embættinu um tíma í fyrri stjórnartíð Trumps og mun koma til með að forgangsraða fjárveitingum og koma kosningaloforðum Trumps um umfangsmikið afnám reglugerða til framkvæmda. 23. nóvember 2024 12:21 Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna hefur nú tilnefnt Pam Bondi sem næsta dómsmálaráðherra Bandaríkjanna eftir að hinn umdeildi Matt Gaetz hrökk úr skaftinu í gær. 22. nóvember 2024 07:16 Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Ákvörðun Donald Trump að tilnefna þingmanninn Matt Gaetz sem dómsmálaráðherra hefur vakið mikla hneykslan og reiði vestanhafs. Gaetz sætti rannsókn siðanefndar þegar hann sagði af sér í gær í tengslum við tilnefninguna. 14. nóvember 2024 06:43 Gaetz leggur fram sögulega tillögu til höfuðs flokksbróður sínum Þingmaðurinn Matt Gaetz hefur lagt fram tillögu um að flokksbróðir hans Kevin McCarthy verði fjarlægður úr embætti forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins eftir að síðarnefndi reiddi sig á stuðning Demókrata til að koma fjárlögum í gegn um helgina. 3. október 2023 07:36 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Sjá meira
Búist er við því að skýrslan verði birt seinna í mánuðinum, áður en þingmenn fara í frí yfir jólin, samkvæmt frétt CNN. Gaetz var rannsakaður af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna vegna gruns um að hann hefði átt í kynferðislegu sambandi við sautján ára stúlku, gegn greiðslu, og mögulega brotið lög gegn mansali. Gaetz og þáverandi pólitískur bandamaður hans, Joel Greenberg, voru grunaðir um að greiða ungum konum og vændiskonum peninga eða gefa þeim gjafir í skiptum fyrir kynlíf. Greenberg sagði í skjali þar sem hann gekkst við sekt að hann hefði greitt konum og í einu tilfelli stúlku undir lögaldri fyrir að hafa mök við hann sjálfan og aðra menn. Rannsókninni var þó hætt og Gaetz ekki ákærður. Trump lýsti því yfir þann 13. nóvember að hann ætlaði að tilnefna Gaetz í embætti dómsmálaráðherra. Gaetz, sem hefur lengi verið ötull stuðningsmaður Trumps, sagði af sér þingmennsku um leið og þar með kom hann í veg fyrir að siðanefndin birti skýrslu upp úr rannsókn sem þingmenn höfðu unnið að. Sjá einnig: Vill sýna þinginu hver ræður Gaetz er verulega óvinsæll innan Repúblikanaflokksins og kom fljótt í ljós að hann gat ekki átt von á því að fá stuðning nægilegra margra öldungadeildarþingmanna til að fá embættið. Því lýsti hann því yfir að hann ætlaði sér ekki að reyna að verða dómsmálaráðherra. Kvartar yfir því að hafa ekki fengið að verja sig Þó að hefðir og venjur siðanefndarinnar segi til um að ekki eigi að birta skýrslur eins og þá um Gaetz ef þingmenn stíga til hliðar fór fram atkvæðagreiðsla um það hvort birta ætti skýrsluna. Sú atkvæðagreiðsla fór fram í lok nóvember og fylgdu atkvæði flokkslínum í nefndinni og skýrslan því ekki birt. Eins og fram kemur í frétt CNN bendir leynilega atkvæðagreiðslan til þess að einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins í nefndinni hafi skipt um skoðun. Sjá einnig: Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Eftir að CNN birti frétt sína sendi Gaetz út yfirlýsingu þar sem hann ítrekar að þrátt fyrir langar rannsóknir hafi hann aldrei verið ákærður. Þá kvartar hann yfir því að hafa ekki fengið tækifæri til að verja sig fyrir framan nefndina. Hann gengst við því að hafa oft sent konum sem hann átti í sambandi við peninga og jafnvel öðrum konum sem báðu hann um pening og segist hafa skemmt sér mikið á fertugsaldri sínum. Gaetz segist aldrei hafa haft mök við stúlku undir átján ára aldri. „Það er skömmustulegt, en ekki glæpsamlegt, að ég skemmti mér, drakk, reykti og var í týgjum við kvenfólk, í óhóflegu mæli fyrr á minni ævi. Ég lifi öðruvísi lífi núna,“ skrifaði Gaetz. The Biden/Garland DOJ spent years reviewing allegations that I committed various crimes. I was charged with nothing: FULLY EXONERATED. Not even a campaign finance violation. And the people investigating me hated me. Then, the very “witnesses” DOJ deemed not-credible were…— Matt Gaetz (@mattgaetz) December 18, 2024
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt Russell Vought, einn aðalhöfunda hins umdeilda Project 2025, til að leiða fjárlagaskrifstofu forsetaembættisins. Vought gegndi embættinu um tíma í fyrri stjórnartíð Trumps og mun koma til með að forgangsraða fjárveitingum og koma kosningaloforðum Trumps um umfangsmikið afnám reglugerða til framkvæmda. 23. nóvember 2024 12:21 Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna hefur nú tilnefnt Pam Bondi sem næsta dómsmálaráðherra Bandaríkjanna eftir að hinn umdeildi Matt Gaetz hrökk úr skaftinu í gær. 22. nóvember 2024 07:16 Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Ákvörðun Donald Trump að tilnefna þingmanninn Matt Gaetz sem dómsmálaráðherra hefur vakið mikla hneykslan og reiði vestanhafs. Gaetz sætti rannsókn siðanefndar þegar hann sagði af sér í gær í tengslum við tilnefninguna. 14. nóvember 2024 06:43 Gaetz leggur fram sögulega tillögu til höfuðs flokksbróður sínum Þingmaðurinn Matt Gaetz hefur lagt fram tillögu um að flokksbróðir hans Kevin McCarthy verði fjarlægður úr embætti forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins eftir að síðarnefndi reiddi sig á stuðning Demókrata til að koma fjárlögum í gegn um helgina. 3. október 2023 07:36 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Segir hundruð ef ekki þúsundir látna Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Réttarhöldunum lokið: Bað eiginkonu sína og börn afsökunar Uppljóstrari játar lygar um Joe og Hunter Biden Hanastél á lúxushóteli talið hafa valdið eitrun Stjórnlagadómstóll tekinn til starfa í Suður-Kóreu Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Tólf fundust látin í georgískum skíðabæ Sjá meira
Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt Russell Vought, einn aðalhöfunda hins umdeilda Project 2025, til að leiða fjárlagaskrifstofu forsetaembættisins. Vought gegndi embættinu um tíma í fyrri stjórnartíð Trumps og mun koma til með að forgangsraða fjárveitingum og koma kosningaloforðum Trumps um umfangsmikið afnám reglugerða til framkvæmda. 23. nóvember 2024 12:21
Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna hefur nú tilnefnt Pam Bondi sem næsta dómsmálaráðherra Bandaríkjanna eftir að hinn umdeildi Matt Gaetz hrökk úr skaftinu í gær. 22. nóvember 2024 07:16
Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Ákvörðun Donald Trump að tilnefna þingmanninn Matt Gaetz sem dómsmálaráðherra hefur vakið mikla hneykslan og reiði vestanhafs. Gaetz sætti rannsókn siðanefndar þegar hann sagði af sér í gær í tengslum við tilnefninguna. 14. nóvember 2024 06:43
Gaetz leggur fram sögulega tillögu til höfuðs flokksbróður sínum Þingmaðurinn Matt Gaetz hefur lagt fram tillögu um að flokksbróðir hans Kevin McCarthy verði fjarlægður úr embætti forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins eftir að síðarnefndi reiddi sig á stuðning Demókrata til að koma fjárlögum í gegn um helgina. 3. október 2023 07:36