Sjötugur en kláraði sjö maraþon í sjö heimsálfum á sjö dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2024 08:32 Mike Rogers segir að allir vinir hans og allir í fjölskyldunni segi hann vera klikkaðan að reyna þetta. KCBD11 Mike Rogers er 71 árs gamall maður frá Texas fylki í Bandaríkjunum en hann er enginn meðalmaður. Í síðasta mánuði kláraði Rogers magnað afrek þegar hann varð sá elsti í sögunni til að klára Great World Race áskorunina. Þetta er áskorunin að klára sjö maraþonhlaup í sjö heimsálfum á sjö dögum. Jú við erum að tala um 42 kílómetra hlaup á hverjum degi í heila viku að viðbættum löngum ferðalögum. Hann hljóp fyrsta maraþonið á Suðurskautslandinu, næsta í Höfðaborg í Suður-Afríku og svo það þriðja í Perth í Ástralíu. Hann var klókur í Istanbul í Tyrklandi því hann hljóð eitt maraþonhlaup Evrópumegin og annað Asíumegin. Síðustu maraþonhlaupin hans voru síðan í Cartagena í Kólumbíu og í Miami í Bandaríkjunum. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) Þegar Rogers hljóp maraþonhlaupið á Suðurskautslandinu þá var meira en 26 stiga frost en þegar hann hljóp í Kólumbíu var hitastigið meira en 37 gráður. Þarna munar því 63 gráðum. Annað hlaupanna í Istanbul hljóp hann síðan í grenjandi rigningu um miðja nótt. Það er vissulega af mörgu að taka ef ætlunin er að gera meira úr þessu magnaða afreki þessa manns á áttræðisaldri. Það er eitt að detta í hug að reyna þetta á þessum aldri en allt annað að klára dæmið. Rogers segist hafa byrjað að hlaupa til að vinna gegn sykursýki og það hefur tekist auk þess sem hann hefur minnkað blóðþrýstinginn hjá sér og finnur líka minna fyrir astmanu sínu. Ég spái því samt að hann hvíli sig vel og slappi af um jólin. Hér fyrir neðan má sjá meira um afrekið og viðtal við kappann. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=JTbV3Vz7I6U">watch on YouTube</a> Frjálsar íþróttir Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Í síðasta mánuði kláraði Rogers magnað afrek þegar hann varð sá elsti í sögunni til að klára Great World Race áskorunina. Þetta er áskorunin að klára sjö maraþonhlaup í sjö heimsálfum á sjö dögum. Jú við erum að tala um 42 kílómetra hlaup á hverjum degi í heila viku að viðbættum löngum ferðalögum. Hann hljóp fyrsta maraþonið á Suðurskautslandinu, næsta í Höfðaborg í Suður-Afríku og svo það þriðja í Perth í Ástralíu. Hann var klókur í Istanbul í Tyrklandi því hann hljóð eitt maraþonhlaup Evrópumegin og annað Asíumegin. Síðustu maraþonhlaupin hans voru síðan í Cartagena í Kólumbíu og í Miami í Bandaríkjunum. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) Þegar Rogers hljóp maraþonhlaupið á Suðurskautslandinu þá var meira en 26 stiga frost en þegar hann hljóp í Kólumbíu var hitastigið meira en 37 gráður. Þarna munar því 63 gráðum. Annað hlaupanna í Istanbul hljóp hann síðan í grenjandi rigningu um miðja nótt. Það er vissulega af mörgu að taka ef ætlunin er að gera meira úr þessu magnaða afreki þessa manns á áttræðisaldri. Það er eitt að detta í hug að reyna þetta á þessum aldri en allt annað að klára dæmið. Rogers segist hafa byrjað að hlaupa til að vinna gegn sykursýki og það hefur tekist auk þess sem hann hefur minnkað blóðþrýstinginn hjá sér og finnur líka minna fyrir astmanu sínu. Ég spái því samt að hann hvíli sig vel og slappi af um jólin. Hér fyrir neðan má sjá meira um afrekið og viðtal við kappann. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=JTbV3Vz7I6U">watch on YouTube</a>
Frjálsar íþróttir Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira