TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. desember 2024 21:14 Deilan um TikTok-bannið fer fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. getty Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að taka fyrir mál bandaríska ríkisins gegn samfélagsmiðlinum TikTok, sem að öllu óbreyttu verður bannaður í landinu þann 19. janúar næstkomandi. Greint var frá þessari ákvörðun réttarins í kvöld. TikTok-bannið snýr að tengingu miðilsins við Kína. Skilyrði fyrir því að banninu verði aflétt, samkvæmt lögunum, er að kínverskir eigendur selji hlut sinn. Frumvarp þess efnis flaug í gegnum báðar deildir Bandaríkjaþings og var samþykkt af Joe Biden Bandaríkjaforseta. Hæstiréttur féllst áður ekki á að taka málið fyrir í flýtimeðferð en hefur samþykkt að taka deiluna fyrir 10. janúar, níu dögum áður en bannið á að taka gildi. Áður hafði áfrýjunardómstóll hafnað tilraunum fyrirtækisins til að fá banninu hnekkt. Um væri að ræða þverpólitíska ákvörðun þings og tveggja forseta, sem ekki væri á færi dómstóla að endurskoða. Ólíklegt var talið að Hæstiréttur tæki málið fyrir en af sjö þúsund málskotsbeiðnum á ári, tekur rétturinn aðeins 100 mál til meðferðar. TikTok hefur fagnað ákvörðuninni í yfirlýsingu og ítrekað að um sé að ræða brot á stjórnarskrárvörðum rétti til tjáningar. Samkvæmt lögspekingum vestanhafs er um að ræða mat á því hvort vegi þyngra: öryggishagsmunir ríkisins eða tjáningarfrelsi. Dómsmál TikTok Bandaríkin Samfélagsmiðlar Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Greint var frá þessari ákvörðun réttarins í kvöld. TikTok-bannið snýr að tengingu miðilsins við Kína. Skilyrði fyrir því að banninu verði aflétt, samkvæmt lögunum, er að kínverskir eigendur selji hlut sinn. Frumvarp þess efnis flaug í gegnum báðar deildir Bandaríkjaþings og var samþykkt af Joe Biden Bandaríkjaforseta. Hæstiréttur féllst áður ekki á að taka málið fyrir í flýtimeðferð en hefur samþykkt að taka deiluna fyrir 10. janúar, níu dögum áður en bannið á að taka gildi. Áður hafði áfrýjunardómstóll hafnað tilraunum fyrirtækisins til að fá banninu hnekkt. Um væri að ræða þverpólitíska ákvörðun þings og tveggja forseta, sem ekki væri á færi dómstóla að endurskoða. Ólíklegt var talið að Hæstiréttur tæki málið fyrir en af sjö þúsund málskotsbeiðnum á ári, tekur rétturinn aðeins 100 mál til meðferðar. TikTok hefur fagnað ákvörðuninni í yfirlýsingu og ítrekað að um sé að ræða brot á stjórnarskrárvörðum rétti til tjáningar. Samkvæmt lögspekingum vestanhafs er um að ræða mat á því hvort vegi þyngra: öryggishagsmunir ríkisins eða tjáningarfrelsi.
Dómsmál TikTok Bandaríkin Samfélagsmiðlar Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira