TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. desember 2024 21:14 Deilan um TikTok-bannið fer fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna. getty Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur ákveðið að taka fyrir mál bandaríska ríkisins gegn samfélagsmiðlinum TikTok, sem að öllu óbreyttu verður bannaður í landinu þann 19. janúar næstkomandi. Greint var frá þessari ákvörðun réttarins í kvöld. TikTok-bannið snýr að tengingu miðilsins við Kína. Skilyrði fyrir því að banninu verði aflétt, samkvæmt lögunum, er að kínverskir eigendur selji hlut sinn. Frumvarp þess efnis flaug í gegnum báðar deildir Bandaríkjaþings og var samþykkt af Joe Biden Bandaríkjaforseta. Hæstiréttur féllst áður ekki á að taka málið fyrir í flýtimeðferð en hefur samþykkt að taka deiluna fyrir 10. janúar, níu dögum áður en bannið á að taka gildi. Áður hafði áfrýjunardómstóll hafnað tilraunum fyrirtækisins til að fá banninu hnekkt. Um væri að ræða þverpólitíska ákvörðun þings og tveggja forseta, sem ekki væri á færi dómstóla að endurskoða. Ólíklegt var talið að Hæstiréttur tæki málið fyrir en af sjö þúsund málskotsbeiðnum á ári, tekur rétturinn aðeins 100 mál til meðferðar. TikTok hefur fagnað ákvörðuninni í yfirlýsingu og ítrekað að um sé að ræða brot á stjórnarskrárvörðum rétti til tjáningar. Samkvæmt lögspekingum vestanhafs er um að ræða mat á því hvort vegi þyngra: öryggishagsmunir ríkisins eða tjáningarfrelsi. Dómsmál TikTok Bandaríkin Samfélagsmiðlar Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Greint var frá þessari ákvörðun réttarins í kvöld. TikTok-bannið snýr að tengingu miðilsins við Kína. Skilyrði fyrir því að banninu verði aflétt, samkvæmt lögunum, er að kínverskir eigendur selji hlut sinn. Frumvarp þess efnis flaug í gegnum báðar deildir Bandaríkjaþings og var samþykkt af Joe Biden Bandaríkjaforseta. Hæstiréttur féllst áður ekki á að taka málið fyrir í flýtimeðferð en hefur samþykkt að taka deiluna fyrir 10. janúar, níu dögum áður en bannið á að taka gildi. Áður hafði áfrýjunardómstóll hafnað tilraunum fyrirtækisins til að fá banninu hnekkt. Um væri að ræða þverpólitíska ákvörðun þings og tveggja forseta, sem ekki væri á færi dómstóla að endurskoða. Ólíklegt var talið að Hæstiréttur tæki málið fyrir en af sjö þúsund málskotsbeiðnum á ári, tekur rétturinn aðeins 100 mál til meðferðar. TikTok hefur fagnað ákvörðuninni í yfirlýsingu og ítrekað að um sé að ræða brot á stjórnarskrárvörðum rétti til tjáningar. Samkvæmt lögspekingum vestanhafs er um að ræða mat á því hvort vegi þyngra: öryggishagsmunir ríkisins eða tjáningarfrelsi.
Dómsmál TikTok Bandaríkin Samfélagsmiðlar Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Viðskipti innlent Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira