Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2024 09:42 Viðræður Ingu Sæland, Kristrúnar Frostadóttur og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, hafa staðið yfir frá því skömmu eftir kosningar. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er það sem langflestir svarendur í þjóðarpúlsi Gallups segjast vilja sjá. Meirihluti svarenda er sáttur við úrslit alþingiskosninganna í síðasta mánuði. Ríflega tveir af hverjum fimm svarendum í könnunni nefna þá þriggja flokka stjórn sem nú er reynt að mynda sem þá sem þeir vilja helst sjá. Fjórtán prósent vilja stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokksins og tólf prósent stjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Framsóknarflokks. Konur voru líklegri en karlar til þess að vilja stjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins og fólk með lægri fjölskyldutekjur en það sem er með hærri tekjur. Það gagnstæða gilti um mögulega ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks. Alls sögðust 55 prósent svarenda ánægð með úrslit kosninganna 30. nóvember en 28 prósent sögðust ósátt. Konur voru merkjanlega ánægðari en karlar, sextíu prósent kvenna en fimmtíu prósent karla. Hátt í helmingur sjálfstæðismanna ósáttur Kjósendur Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins voru eins og gefur að skilja ánægðastir með úrslitin, 82 prósent kjósenda Flokks fólksins og níutíu prósent bæði samfylkingar- og viðreisnarfólks. Kjósendur Vinstri grænna, sem þurrkuðust út af þingi, voru óhamingjusamastir með úrslitin. Aðeins átján prósent þeirra voru ánægð en 77 prósent óánægð. Píratar, sem náðu heldur ekki inn manni á þing, voru einnig ósáttir. Engu að síður sagðist rétt tæpur fjórðungur þeirra sáttur við úrslitin. Fjórðugur sjálfstæðismanna var sáttur við úrslit þingkosninganna en hátt í helmingur ósáttur. Miðflokkurinn bætti verulega þingstyrk sinn í kosningunum þrátt fyrir að fylgið næði ekki þeim hæðum sem skoðanakannanir sýndu á tímabili. Um 39 prósent kjósenda flokksins sögðust ánægð með úrslitin en þriðjungur var ósáttur. Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
Ríflega tveir af hverjum fimm svarendum í könnunni nefna þá þriggja flokka stjórn sem nú er reynt að mynda sem þá sem þeir vilja helst sjá. Fjórtán prósent vilja stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokksins og tólf prósent stjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Framsóknarflokks. Konur voru líklegri en karlar til þess að vilja stjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins og fólk með lægri fjölskyldutekjur en það sem er með hærri tekjur. Það gagnstæða gilti um mögulega ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks. Alls sögðust 55 prósent svarenda ánægð með úrslit kosninganna 30. nóvember en 28 prósent sögðust ósátt. Konur voru merkjanlega ánægðari en karlar, sextíu prósent kvenna en fimmtíu prósent karla. Hátt í helmingur sjálfstæðismanna ósáttur Kjósendur Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins voru eins og gefur að skilja ánægðastir með úrslitin, 82 prósent kjósenda Flokks fólksins og níutíu prósent bæði samfylkingar- og viðreisnarfólks. Kjósendur Vinstri grænna, sem þurrkuðust út af þingi, voru óhamingjusamastir með úrslitin. Aðeins átján prósent þeirra voru ánægð en 77 prósent óánægð. Píratar, sem náðu heldur ekki inn manni á þing, voru einnig ósáttir. Engu að síður sagðist rétt tæpur fjórðungur þeirra sáttur við úrslitin. Fjórðugur sjálfstæðismanna var sáttur við úrslit þingkosninganna en hátt í helmingur ósáttur. Miðflokkurinn bætti verulega þingstyrk sinn í kosningunum þrátt fyrir að fylgið næði ekki þeim hæðum sem skoðanakannanir sýndu á tímabili. Um 39 prósent kjósenda flokksins sögðust ánægð með úrslitin en þriðjungur var ósáttur.
Skoðanakannanir Alþingiskosningar 2024 Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira