Enski boltinn

Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erling Haaland byrjaði tímabilið með tíu mörk í fyrstu fimm leikjunum en hefur aðeins skorað þrjú mörk síðan.
Erling Haaland byrjaði tímabilið með tíu mörk í fyrstu fimm leikjunum en hefur aðeins skorað þrjú mörk síðan. Getty/ James Gill

Erling Haaland hljópst ekkert undan ábyrgðinni eftir enn eitt tap Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Auðvitað erum við vonsviknir. Þetta var ekki nógu gott,“ sagði Erling Haaland sem komst varla í boltann þegar City tapaði 2-1 á útivelli á móti Aston Villa.

„Þetta var ekki nógu gott hjá mér. Þeir eru með góða leikmenn og það er erfitt að koma hingað en við erum Manchester City og ættum að gera betur. Við verðum að halda áfram, megum ekki missa trúna og verðum að vera áfram duglegir,“ sagði Haaland.

„Ég horfi fyrst í eigin barm. Ég hef ekki verið nógu góður og ég hef ekki verið á skora úr mínum færum. Ég verð að gera betur því þetta er ekki nógu gott,“ sagði Haaland.

„Sjálfstraustið í liðinu er auðvitað ekki upp á sitt besta. Við vitum öll hvað sjálfstraustið er mikilvægt og skortur á því hefur áhrif á allar manneskjur. Þannig er það bara en við verðum að halda áfram og halda jákvæðninni þó að það sé mjög erfitt,“ sagði Haaland en var spurður út í Pep Guardiola.

„Hann vann ensku úrvalsdeildina sex sinnum á sjö árum og við munum aldrei gleyma því. Hann mun finna lausnina. Hann hefur gert það á hverju einasta ári. Við trúum enn á hann en verðum bara að leggja enna harðar að okkur,“ sagði Haaland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×