Innlent

Ný ríkis­stjórn fundar í dag

Lovísa Arnardóttir skrifar
Ný ríkisstjórn tók við um helgina.
Ný ríkisstjórn tók við um helgina. Vísir/Vilhelm

Ný ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur mun í dag eiga sinn fyrsta formlega fund sem ríkisstjórn. Fundurinn hefst klukkan 9.30 og verður á Hverfisgötu þar sem ríkisstjórnin hefur átt sína reglulegu fundi síðustu vikur. 

Ellefu ráðherrar tóku við lyklum að ráðuneytum sínum um helgina. Það var gert ýmist með handaböndum eða faðmlögum. Lyklaskiptunum voru gerð góð skil í kvöldfréttum Stöðvar 2 líkt og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.

Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar var kynnt á blaðamannafundi í Hafnarhúsinu í Hafnarfirði um helgina. Hún inniheldur helstu áhersluatriði ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem talin eru fram í 23 punktum.

Í inngangi yfirlýsingarinnar segir að fyrsta verk ríksstjórnarinnar sé að ná stöðugleika í efnahagslífi og lækka vexti. Það verði gert með styrkri stjórn á fjármálum ríkisins. Þá eigi að bæta lífskjör landsmanna og hagræða í ríkisrekstri. Helstu punkta stefnuyfirlýsingarinnar er hægt að kynna sér hér að neðan.


Tengdar fréttir

Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar

Skrif ritstjóra Smartlands á mbl.is um klæðaburð Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, á Bessastöðum í gær hafa vakið mikla athygli og umtal meðal netverja. Ljóst er að ekki eru allir hrifnir af skrifum Smartlands sem sumir segja ósmekkleg, lágkúruleg og jafnvel gefið í skyn að þau beri vott um kvenfyrirlitningu. Smartland Mörtu Maríu veigrar sér ekki við að fjalla með fjölbreyttum, og jafnvel gagnrýnum hætti, um tísku og klæðaburð ráðamanna og annarra þjóðþekktra einstaklinga svo athygli hefur vakið.

Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn

Það kemur á óvart að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar sé ekki meira afgerandi um aðgerðir í velferðarmálum miðað við þær áherslur sem flokkarnir héldu á lofti fyrir kosningar. Tvö risavaxin mál er hins vegar að finna í sáttmálanum, annars vegar um auðlindir og hins vegar um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×