Innlent

Berg­lind nýr dómandi við Endur­upp­töku­dóm

Atli Ísleifsson skrifar
Berglind Svavarsdóttir.
Berglind Svavarsdóttir.

Gurún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, skipaði á föstudag Berglindi Svavarsdóttur lögmann í embætti dómanda við Endurupptökudóm frá og með 23. desember 2024 til og með 31. janúar 2026.

Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Þar segir að Berglind hafi lokið embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1989 og öðlaðst málflutningsréttindi sem héraðsdómslögmaður 1997 og sem hæstaréttarlögmaður árið 2008. 

„Að auki hlaut hún löggildingu til að starfa sem fasteigna- og skipasali árið 1996 og lauk diplómanámi í stjórnun 2006. Að námi loknu starfaði Berglind sem löglærður fulltrúi sýslumanns til ársins 1996 en hefur frá þeim tíma verið sjálfstætt starfandi lögmaður ýmist sem eigandi eða meðeigandi lögmannsstofu. Af öðrum störfum Berglindar má nefna að hún sat í slitastjórn SPB hf. 2009-2016, í bankaráði Landsbanka Íslands hf. 2016-2024 og í yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis 2018-2022. Þá var hún meðal annars formaður barnaverndarnefnda 1998-2007 og sat í stjórn Lögmannafélags Íslands 2015-2021, þar af sem formaður um þriggja ára skeið. Að auki hefur Berglind verið formaður úrskurðarnefndar kosningamála frá 2022 og úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar frá 2018,“ segir í tilkynningunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×