Komust með flugvélinni á ögurstundu Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2024 19:32 Lítill ferfætlingur til vinstri á mynd beið eftir því að komast heim til nýrrar fjölskyldu sinnar á Egilsstöðum í dag. Georg Tumi Jónsson (t.h.) var spenntur að eyða jólunum með ömmu og afa á Egilsstöðum. Vísir/bjarni Næstum öllu innanlandsflugi var aflýst í dag vegna veðurs og annar jólastormur er í kortunum. Fjöldi örvæntingarfullra símtala barst Icelandair, sem mun bæta við ferðum á morgun ef þörf krefur. Fréttastofa ræddi við farþega sem komust heim fyrir jól, með einu innanlandsvélinni sem tók á loft í dag. Áætlanatöflur á Reykjavíkurflugvelli voru rauðar á að líta í dag; næstum öllu aflýst. Grænlandsflugið var reyndar á áætlun - og farþegar til Egilsstaða komust loks leiðar sinnar í einu innanlandsflugferð dagsins, Flugvélin fór í loftið rétt fyrir fjögur þegar aðstæður bötnuðu um stundarsakir. Eruð þið búin að fá mörg örvæntingarfull símtöl í dag? „Já, það fylgir þessu alltaf. En við höfum staðið vaktina vel og reynum að svara eftir bestu getu,“ segir Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugrekstrarstjóri hjá Icelandair. Komið verður til móts við strandaglópa á morgun ef veður leyfir. „Þá sjáum við fram á að setja upp eitt til tvö, mögulega þrjú, aukaflug, eftir því hver þörfin er. Við reynum að sjá til þess að allir komist heim fyrir jól,“ segir Guðmundur. Þegar fréttamann bar að garði síðdegis var verið að undirbúa Egilsstaðaflugvélina til brottfarar. Ansi hvasst var á flugbrautinni en það hafðist, vélin fór í loftið. Hér fyrir neðan má sjá viðtöl við farþega sem biðu eftir að komast um borð í flugvélina, þau Pálu Geirsdóttur, Sigrúnu Höllu Einarsdóttur, Georg Tuma Jónsson og Ástu, sem var í forsvari fyrir einstaklega krúttlegan farþega úr dýraríkinu, sem átti spennandi ferðalag fyrir höndum. Veður Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Múlaþing Tengdar fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Icelandair sá ekki annað í stöðunni en að aflýsa flugferðum innanlands í dag vegna vindagangs og ókyrrðar í lofti. Eina flugferð dagsins er frá Egilsstöðum klukkan fjögur. 23. desember 2024 15:09 „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Varasamt ferðaveður er víða á landinu í dag, og verður einkum norðan- og norðaustanlands í kvöld. Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst fram yfir hádegi og vegum gæti verið lokað án fyrirvara. Þá er spáð jólastormi á sunnan- og vestanverðu landinu á morgun og hinn. 23. desember 2024 11:58 Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Eitt lítið snjóflóð féll niður í Raknadalshlíð í morgun. Vegur að Patreksfirði er lokaður. 23. desember 2024 10:14 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Áætlanatöflur á Reykjavíkurflugvelli voru rauðar á að líta í dag; næstum öllu aflýst. Grænlandsflugið var reyndar á áætlun - og farþegar til Egilsstaða komust loks leiðar sinnar í einu innanlandsflugferð dagsins, Flugvélin fór í loftið rétt fyrir fjögur þegar aðstæður bötnuðu um stundarsakir. Eruð þið búin að fá mörg örvæntingarfull símtöl í dag? „Já, það fylgir þessu alltaf. En við höfum staðið vaktina vel og reynum að svara eftir bestu getu,“ segir Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugrekstrarstjóri hjá Icelandair. Komið verður til móts við strandaglópa á morgun ef veður leyfir. „Þá sjáum við fram á að setja upp eitt til tvö, mögulega þrjú, aukaflug, eftir því hver þörfin er. Við reynum að sjá til þess að allir komist heim fyrir jól,“ segir Guðmundur. Þegar fréttamann bar að garði síðdegis var verið að undirbúa Egilsstaðaflugvélina til brottfarar. Ansi hvasst var á flugbrautinni en það hafðist, vélin fór í loftið. Hér fyrir neðan má sjá viðtöl við farþega sem biðu eftir að komast um borð í flugvélina, þau Pálu Geirsdóttur, Sigrúnu Höllu Einarsdóttur, Georg Tuma Jónsson og Ástu, sem var í forsvari fyrir einstaklega krúttlegan farþega úr dýraríkinu, sem átti spennandi ferðalag fyrir höndum.
Veður Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Múlaþing Tengdar fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Icelandair sá ekki annað í stöðunni en að aflýsa flugferðum innanlands í dag vegna vindagangs og ókyrrðar í lofti. Eina flugferð dagsins er frá Egilsstöðum klukkan fjögur. 23. desember 2024 15:09 „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Varasamt ferðaveður er víða á landinu í dag, og verður einkum norðan- og norðaustanlands í kvöld. Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst fram yfir hádegi og vegum gæti verið lokað án fyrirvara. Þá er spáð jólastormi á sunnan- og vestanverðu landinu á morgun og hinn. 23. desember 2024 11:58 Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Eitt lítið snjóflóð féll niður í Raknadalshlíð í morgun. Vegur að Patreksfirði er lokaður. 23. desember 2024 10:14 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Icelandair sá ekki annað í stöðunni en að aflýsa flugferðum innanlands í dag vegna vindagangs og ókyrrðar í lofti. Eina flugferð dagsins er frá Egilsstöðum klukkan fjögur. 23. desember 2024 15:09
„Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Varasamt ferðaveður er víða á landinu í dag, og verður einkum norðan- og norðaustanlands í kvöld. Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst fram yfir hádegi og vegum gæti verið lokað án fyrirvara. Þá er spáð jólastormi á sunnan- og vestanverðu landinu á morgun og hinn. 23. desember 2024 11:58
Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Eitt lítið snjóflóð féll niður í Raknadalshlíð í morgun. Vegur að Patreksfirði er lokaður. 23. desember 2024 10:14