Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. desember 2024 09:35 Rob Cross sýndi óánægju sína með handahreyfingum og svipbrigðum. James Fearn/Getty Images Fyrrum heimsmeistarinn Rob Cross varð síðastur til að falla úr leik fyrir jólafrí á heimsmeistaramótinu í pílukasti þegar hann tapaði einvígi gegn góðvini sínum Scott Williams. Cross vann mótið í frumraun sinni árið 2018 en hefur ekki náð sama árangri síðan. Hann tók opnunarsettið gegn Williams í gærkvöldi en tapaði svo rest nokkuð sannfærandi. Þetta var þriðja árið í röð sem hann fellur út í þriðju umferð. Hann varð einnig fjórtándi leikmaðurinn sem er á heimslistanum til að falla úr leik fyrir jól, það hefur aldrei gerst áður. ANOTHER SEED CRASHES OUT AS WILLIAMS BEATS CROSS! ❌Revenge for two years ago for Scott Williams as he beats Rob Cross 3-1. He nearly blew it with some INSANE decision making, but gets over the line!📺 https://t.co/ItCofNEHJs#WCDarts pic.twitter.com/hnsQ9d5osE— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2024 Þetta var enn eitt einvígið á mótinu í ár þar sem lítilmagninn vinnur. Rob Cross er í fimmta sæti heimslistans en Scott Williams í 37. sæti. Það gerðist einnig í einvígi David Chisnall (sjötta sæti) og Ricky Evans (45. sæti) í gær, en þar gerði Chisnall mistök í útreikningum útskots. Hann náði þó að tryggja oddasett en tapaði þar. Nú er líka orðið ljóst hverjir mætast í þriðju umferð, 32 manna úrslitum, eftir jól. Keppni hefst að nýju í Alexandria Palace klukkan hálf eitt föstudaginn 27. desember. Dagurinn mun byrja á einvígi Stephen Bunting og Madars Razma. Jonny Clayton og Daryl Gurney og Damon Heta og Luke Woodhouse eigast svo einnig við. Á föstudagskvöld mun ríkjandi heimsmeistarinn Luke Humphries mun halda titilvörn sinni áfram gegn Nick Kenny en fyrrum heimsmeistararnir Gerwyn Price og Peter Wright munu mæta Joe Cullen annars vegar og Jermaine Wattimena hins vegar. Laugardagurinn hefst á einvígi Ryan Joyce og Ryan Searle. Síðan spilar Scott Williams gegn Ricardo Pietreczko og Nathan Aspinall mætir Andrew Gliding. Á laugardagskvöld stígur svo Luke Littler aftur á svið, gegn Ian White. Eftir að þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen spilar við Brendan Dolan og Chris Dobey spilar við Josh Rock. Þriðja umferðin klárast svo á sunnudag þegar meistari opna breska mótsins Dimitri Van den Bergh spilar við Callan Ryds og Kevin Doets mætir Krzyszstof Ratajski. Lokaeinvígið fer fram um kvöldið en þar mætast Ricky Evans og Robert Owen. Pílukast Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira
Cross vann mótið í frumraun sinni árið 2018 en hefur ekki náð sama árangri síðan. Hann tók opnunarsettið gegn Williams í gærkvöldi en tapaði svo rest nokkuð sannfærandi. Þetta var þriðja árið í röð sem hann fellur út í þriðju umferð. Hann varð einnig fjórtándi leikmaðurinn sem er á heimslistanum til að falla úr leik fyrir jól, það hefur aldrei gerst áður. ANOTHER SEED CRASHES OUT AS WILLIAMS BEATS CROSS! ❌Revenge for two years ago for Scott Williams as he beats Rob Cross 3-1. He nearly blew it with some INSANE decision making, but gets over the line!📺 https://t.co/ItCofNEHJs#WCDarts pic.twitter.com/hnsQ9d5osE— PDC Darts (@OfficialPDC) December 23, 2024 Þetta var enn eitt einvígið á mótinu í ár þar sem lítilmagninn vinnur. Rob Cross er í fimmta sæti heimslistans en Scott Williams í 37. sæti. Það gerðist einnig í einvígi David Chisnall (sjötta sæti) og Ricky Evans (45. sæti) í gær, en þar gerði Chisnall mistök í útreikningum útskots. Hann náði þó að tryggja oddasett en tapaði þar. Nú er líka orðið ljóst hverjir mætast í þriðju umferð, 32 manna úrslitum, eftir jól. Keppni hefst að nýju í Alexandria Palace klukkan hálf eitt föstudaginn 27. desember. Dagurinn mun byrja á einvígi Stephen Bunting og Madars Razma. Jonny Clayton og Daryl Gurney og Damon Heta og Luke Woodhouse eigast svo einnig við. Á föstudagskvöld mun ríkjandi heimsmeistarinn Luke Humphries mun halda titilvörn sinni áfram gegn Nick Kenny en fyrrum heimsmeistararnir Gerwyn Price og Peter Wright munu mæta Joe Cullen annars vegar og Jermaine Wattimena hins vegar. Laugardagurinn hefst á einvígi Ryan Joyce og Ryan Searle. Síðan spilar Scott Williams gegn Ricardo Pietreczko og Nathan Aspinall mætir Andrew Gliding. Á laugardagskvöld stígur svo Luke Littler aftur á svið, gegn Ian White. Eftir að þrefaldi heimsmeistarinn Michael van Gerwen spilar við Brendan Dolan og Chris Dobey spilar við Josh Rock. Þriðja umferðin klárast svo á sunnudag þegar meistari opna breska mótsins Dimitri Van den Bergh spilar við Callan Ryds og Kevin Doets mætir Krzyszstof Ratajski. Lokaeinvígið fer fram um kvöldið en þar mætast Ricky Evans og Robert Owen.
Pílukast Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Sjá meira