Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. desember 2024 21:01 Pep Guardiola tekur utan um Erling Haaland eftir tap gegn Liverpool á dögunum. Visionhaus/Getty Images Pep Guardiola hefur klórað sér í höfði undanfarið yfir gengi Manchester City, hann segir vandamál liðsins ekki Erling Haaland einum að kenna. Liðið allt verði að stíga upp, en það gæti reynst erfitt gegn Everton, sem fær varla á sig mark þessa dagana. „Þetta snýst um okkur, ekki einn leikmann. Þegar við skoruðum mikið af mörkum áður og Erling var afkastamikill, var það liðinu að þakka. Og þegar við erum í vandræðum varnarlega, á miðsvæðinu, þá er það öllum að kenna,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í dag, til upphitunar fyrir leikinn gegn Everton þann 26. desember. Norðmaðurinn sem um ræðir er að öllu jafnan markavél. Hann byrjaði tímabilið á tíu mörkum í fimm deildarleikjum en hefur síðan aðeins skorað þrjú mörk í tólf leikjum. Á sama tíma hefur City sigið niður í sjöunda sæti deildarinnar og núna tapað sex af síðustu átta leikjum. „Ef þetta snerist bara um einn leikmann væri leikurinn auðveldur. Það er ekki svo. Erling er mikilvægur fyrir okkur, hefur verið það og verður áfram mikilvægur fyrir okkur og við munum reyna að gera hlutina betur, koma honum betur að notum.“ Spurningum um ástæður þess að gengi liðsins hefur ekki verið gott gat Guardiola ekki svarað en vonar að liðið rétti sig aftur á sigurbraut, þó Everton gæti reynst erfiður andstæðingur. „Við fáum annað tækifæri á öðrum degi jóla til að reyna að vinna, annað tækifæri fyrir leikmennina að sýna hvað í þeim býr, koma til baka. Við verðum betri með tímanum... Sean Dyche [þjálfarinn] er með gott varnarskipulag, virkilega góðar færslur varnarlega og sóknarlega,“ sagði Pep um Everton sem hefur haldið hreinu í fimm af síðustu sex deildarleikjum, nú síðast gegn Arsenal og Chelsea. Um meiðsli hjá Manchester liðinu sagði Guardiola John Stones, Matheus Nunes og Ederson verði tilbúnir til átaka þegar City tekur á móti Everton. Leikurinn hefst klukkan hálf eitt á öðrum degi jóla, 26. desember, og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Sjá meira
„Þetta snýst um okkur, ekki einn leikmann. Þegar við skoruðum mikið af mörkum áður og Erling var afkastamikill, var það liðinu að þakka. Og þegar við erum í vandræðum varnarlega, á miðsvæðinu, þá er það öllum að kenna,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í dag, til upphitunar fyrir leikinn gegn Everton þann 26. desember. Norðmaðurinn sem um ræðir er að öllu jafnan markavél. Hann byrjaði tímabilið á tíu mörkum í fimm deildarleikjum en hefur síðan aðeins skorað þrjú mörk í tólf leikjum. Á sama tíma hefur City sigið niður í sjöunda sæti deildarinnar og núna tapað sex af síðustu átta leikjum. „Ef þetta snerist bara um einn leikmann væri leikurinn auðveldur. Það er ekki svo. Erling er mikilvægur fyrir okkur, hefur verið það og verður áfram mikilvægur fyrir okkur og við munum reyna að gera hlutina betur, koma honum betur að notum.“ Spurningum um ástæður þess að gengi liðsins hefur ekki verið gott gat Guardiola ekki svarað en vonar að liðið rétti sig aftur á sigurbraut, þó Everton gæti reynst erfiður andstæðingur. „Við fáum annað tækifæri á öðrum degi jóla til að reyna að vinna, annað tækifæri fyrir leikmennina að sýna hvað í þeim býr, koma til baka. Við verðum betri með tímanum... Sean Dyche [þjálfarinn] er með gott varnarskipulag, virkilega góðar færslur varnarlega og sóknarlega,“ sagði Pep um Everton sem hefur haldið hreinu í fimm af síðustu sex deildarleikjum, nú síðast gegn Arsenal og Chelsea. Um meiðsli hjá Manchester liðinu sagði Guardiola John Stones, Matheus Nunes og Ederson verði tilbúnir til átaka þegar City tekur á móti Everton. Leikurinn hefst klukkan hálf eitt á öðrum degi jóla, 26. desember, og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Sjá meira