Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. desember 2024 12:07 Sveinn Andri Sveinsson er lögmaður Nýju vínbúðarinnar, sem lögregla hafði afskipti af í gær. Vísir/vilhelm Lögmaður netverslunar með áfengi, sem lögregla hafði afskipti af í gær, segir verslunina hafa verið í fullum rétti til að afhenda áfengi, enda hafi lögregla að lokum „hrökklast frá“. Hann gagnrýnir óskýran lagaramma utan um starfsemina, sem lögregla eigi erfitt með að framfylgja. Greint var frá því í gær, á öðrum degi jóla, að lögregla hefði haft afskipti af nokkrum netverslunum með áfengi og látið loka fyrir afgreiðslu. Þetta var gert á grundvelli áfengislaga og reglugerða sem kveða á um að áfengisútsölustaðir skuli meðal annars vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, eins og á öðrum í jólum í gær. Nýja vínbúðin er ein netverslananna sem lögregla hafði afskipti af. Sveinn Andri Sveinsson er lögmaður Sverris Einars Eiríkssonar, eiganda Nýju vínbúðarinnar. „Þeir komu þarna óforvarandis, lögreglan, og vildu stöðva afhendingu á áfengi sem keypt hafði verið gegnum netsölu, því var harðlega mótmælt,“ segir Sveinn Andri. Fólk aðeins að sækja vöru Sveinn Andri segir kjarna málsins þann að Nýja vínbúðin sé erlend netverslun, þar sem fólk geti keypt áfengi. Eins og hjá öðrum netverslunum geti fólk svo mætt á tiltekinn afhendingarstað og náð í áfengið, eins og hefðbundnari varning í póstbox. „Ágreiningur við lögreglu snerist um það að við bentum á að þarna væri ekki verið að selja áfengi á jólafrídegi heldur væri fólk þarna að koma og sækja vöru sem það hefði keypt í erlendri netverslun, á sömu frídögum og verslanir almennt. Um þetta snerist þetta og mér sýnist lögregla hafa einhvern veginn hrökklast frá.“ Ágreiningur hefur verið um lögmæti netsölu áfengis almennt. Sveinn Andri segir ljóst að skýra þurfi lagaramann. Nýja vínbúðin muni halda sinni starfsemi til streitu yfir hátíðarnar næstu daga. „Þetta er mjög skýrt. Ef löggjafinn vill banna svona netsölu þá verður löggjafinn að setja um það lagaákvæði en ekki leggja það á hendur lögreglu að fylgja eftir mjög óskýrum lagaheimildum fyrir slíku banni.“ Netverslun með áfengi Lögreglumál Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði fyrir netverslun með áfengi í dag, þar sem óheimilt er að afhenda áfengi á helgidögum þjóðkirkjunnar. 26. desember 2024 18:59 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Sjá meira
Greint var frá því í gær, á öðrum degi jóla, að lögregla hefði haft afskipti af nokkrum netverslunum með áfengi og látið loka fyrir afgreiðslu. Þetta var gert á grundvelli áfengislaga og reglugerða sem kveða á um að áfengisútsölustaðir skuli meðal annars vera lokaðir á helgidögum þjóðkirkjunnar, eins og á öðrum í jólum í gær. Nýja vínbúðin er ein netverslananna sem lögregla hafði afskipti af. Sveinn Andri Sveinsson er lögmaður Sverris Einars Eiríkssonar, eiganda Nýju vínbúðarinnar. „Þeir komu þarna óforvarandis, lögreglan, og vildu stöðva afhendingu á áfengi sem keypt hafði verið gegnum netsölu, því var harðlega mótmælt,“ segir Sveinn Andri. Fólk aðeins að sækja vöru Sveinn Andri segir kjarna málsins þann að Nýja vínbúðin sé erlend netverslun, þar sem fólk geti keypt áfengi. Eins og hjá öðrum netverslunum geti fólk svo mætt á tiltekinn afhendingarstað og náð í áfengið, eins og hefðbundnari varning í póstbox. „Ágreiningur við lögreglu snerist um það að við bentum á að þarna væri ekki verið að selja áfengi á jólafrídegi heldur væri fólk þarna að koma og sækja vöru sem það hefði keypt í erlendri netverslun, á sömu frídögum og verslanir almennt. Um þetta snerist þetta og mér sýnist lögregla hafa einhvern veginn hrökklast frá.“ Ágreiningur hefur verið um lögmæti netsölu áfengis almennt. Sveinn Andri segir ljóst að skýra þurfi lagaramann. Nýja vínbúðin muni halda sinni starfsemi til streitu yfir hátíðarnar næstu daga. „Þetta er mjög skýrt. Ef löggjafinn vill banna svona netsölu þá verður löggjafinn að setja um það lagaákvæði en ekki leggja það á hendur lögreglu að fylgja eftir mjög óskýrum lagaheimildum fyrir slíku banni.“
Netverslun með áfengi Lögreglumál Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði fyrir netverslun með áfengi í dag, þar sem óheimilt er að afhenda áfengi á helgidögum þjóðkirkjunnar. 26. desember 2024 18:59 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Sjá meira
Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði fyrir netverslun með áfengi í dag, þar sem óheimilt er að afhenda áfengi á helgidögum þjóðkirkjunnar. 26. desember 2024 18:59
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent